Vettel fremstur á ráslínu 13. mars 2010 12:41 Fremstu menn á ráslínu. Massa, Vettel og Alonso. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað í fyrsta Formúlu 1 mót árins á Red Bull. Hann náði besta tíma í tímatökum í Barein í dag og varð á undan Felipe Massa og Fernando Alonso á Ferrari. Lewis Hamilton á McLaren varð fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes, en Mark Webber fylgid í kjölfarið. Michael Schumacher á Mercedes náði sjöunda besta tíma, einu sæti á eftir Jenson Button, meistara síðasta árs á McLaren. Endurkoma Schumachers hefur kveikt í mörgum gömlum Formúlu 1 áhugamanninum. Schumacher lagði mikla áherslu á það í vetur að æfa fyrir sjálfan kappaksturinn, frekar en afburðartíma í tímatökum og kannski það komi honum að notum í keppninni. Alonso sagði að sama skapi í gær að hann hefði stílað inn á þolakstur á æfingunni, en keppendur ræsa af stað með fulla bensíntaka í ár, þar sem bensínáfyllingar eru ekki leyfðar eins og síðustu ár. Mun því reyna meira á útsjónarsemi ökumanna hvað dekkjanotkun varðar. Bein útsending er frá tímatökunni á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Rásröð fremstu manna: 1. Sebastian Vettel, Red Bull, 2. Felipe Massa, Ferrari, 3. Fernando Alonso, Ferrari, 4. Lewis Hamilton, McLaren, 5. Nico Rosberg, Mercedes, 6. Marc Webber, Red Bull, 7. Michael Schumacher, Mercedes, 8. Jenson Button, McLaren, 9. Robert Kubica, Renault, 10. Adrian Sutil, Force India. 2:04.904 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað í fyrsta Formúlu 1 mót árins á Red Bull. Hann náði besta tíma í tímatökum í Barein í dag og varð á undan Felipe Massa og Fernando Alonso á Ferrari. Lewis Hamilton á McLaren varð fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes, en Mark Webber fylgid í kjölfarið. Michael Schumacher á Mercedes náði sjöunda besta tíma, einu sæti á eftir Jenson Button, meistara síðasta árs á McLaren. Endurkoma Schumachers hefur kveikt í mörgum gömlum Formúlu 1 áhugamanninum. Schumacher lagði mikla áherslu á það í vetur að æfa fyrir sjálfan kappaksturinn, frekar en afburðartíma í tímatökum og kannski það komi honum að notum í keppninni. Alonso sagði að sama skapi í gær að hann hefði stílað inn á þolakstur á æfingunni, en keppendur ræsa af stað með fulla bensíntaka í ár, þar sem bensínáfyllingar eru ekki leyfðar eins og síðustu ár. Mun því reyna meira á útsjónarsemi ökumanna hvað dekkjanotkun varðar. Bein útsending er frá tímatökunni á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Rásröð fremstu manna: 1. Sebastian Vettel, Red Bull, 2. Felipe Massa, Ferrari, 3. Fernando Alonso, Ferrari, 4. Lewis Hamilton, McLaren, 5. Nico Rosberg, Mercedes, 6. Marc Webber, Red Bull, 7. Michael Schumacher, Mercedes, 8. Jenson Button, McLaren, 9. Robert Kubica, Renault, 10. Adrian Sutil, Force India. 2:04.904
Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira