Pálmi Haralds: Milljarðurinn var „fjárfestingarsamningur“ 27. janúar 2010 21:02 Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons, hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta þess efnis að skiptastjóri þrotabús Fons vilji láta rifta alls ellefu samningum upp á samtals níu milljarða króna. Á meðal samninga sem skiptastjórinn vill rifta eru greiðslur upp á samtals einn milljarð króna sem lagður var inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í tilkynningunni segir Pálmi að um fjárfestingarsamning hafi verið að ræða sem Fons gerði við Þú Blásól efhf, félag í eigu Jóns Ásgeirs. Heimildir fréttastofu herma að greiðslunum hafi verið velt tólf sinnum í gegnum bókhald Fons en Pálmi segir að í bókhaldinu séu engar tólf færslur vegna þessarar ráðstöfunar, „né tengist þessi ráðstöfun öðrum málum," eins og Pálmi orðar það. Þá sagði fréttastofa frá arðgreiðslu sem skiptastjóri vill rifta frá árinu 2007 upp á 4,4 milljarða króna til félagsins Matthews Holding SA í Lúxemborg. Það félag var í eigu Pálma og viðskiptafélaga hans Jóhannesar Kristinssonar. Um þá greiðslu segir Pálmi: „Arðgreiðsla Fons á árinu 2007 vegna rekstrarársins 2006 var tekin á lögmætum hluthafafundi félagsins að tillögu stjórnar þess með samþykki eina lánveitanda félagsins á þeim tíma. Eigið fé félagsins var á þessum tíma fjörutíu milljarðar. Öll skilyrði arðgreiðslu samkvæmt hlutafélagalögum voru því fyrir hendi, þegar ákvörðunin var tekin." Tengdar fréttir Skiptastjóri Fons vill rifta ellefu samningum Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta allls 11 samningum um lán og arðgreiðslur út úr félaginu síðustu tvö árin fyrir bankahrun. Um er að ræða samninga og greiðslur upp á samtals níu milljarða króna. Þetta kom fram á fundi með kröfuhöfum Fons í dag. 27. janúar 2010 18:35 Milljarður frá Fons til Jóns Ásgeirs Á meðal þeirra samninga sem skiptastjóri í þrotabúi Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta er greiðsla upp á einn milljarð króna sem greiddur var inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gjöf eða lán. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 27. janúar 2010 19:50 Milljarðurinn fór til Jóns Ásgeirs í tveimur greiðslum Milljarðurinn sem Jón Ásgeir Jóhannesson fékk frá Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar, var greiddur í tveimur færslum síðla árs 2008, um það leyti sem íslenska bankakerfið riðaði til falls. 27. janúar 2010 20:28 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons, hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta þess efnis að skiptastjóri þrotabús Fons vilji láta rifta alls ellefu samningum upp á samtals níu milljarða króna. Á meðal samninga sem skiptastjórinn vill rifta eru greiðslur upp á samtals einn milljarð króna sem lagður var inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í tilkynningunni segir Pálmi að um fjárfestingarsamning hafi verið að ræða sem Fons gerði við Þú Blásól efhf, félag í eigu Jóns Ásgeirs. Heimildir fréttastofu herma að greiðslunum hafi verið velt tólf sinnum í gegnum bókhald Fons en Pálmi segir að í bókhaldinu séu engar tólf færslur vegna þessarar ráðstöfunar, „né tengist þessi ráðstöfun öðrum málum," eins og Pálmi orðar það. Þá sagði fréttastofa frá arðgreiðslu sem skiptastjóri vill rifta frá árinu 2007 upp á 4,4 milljarða króna til félagsins Matthews Holding SA í Lúxemborg. Það félag var í eigu Pálma og viðskiptafélaga hans Jóhannesar Kristinssonar. Um þá greiðslu segir Pálmi: „Arðgreiðsla Fons á árinu 2007 vegna rekstrarársins 2006 var tekin á lögmætum hluthafafundi félagsins að tillögu stjórnar þess með samþykki eina lánveitanda félagsins á þeim tíma. Eigið fé félagsins var á þessum tíma fjörutíu milljarðar. Öll skilyrði arðgreiðslu samkvæmt hlutafélagalögum voru því fyrir hendi, þegar ákvörðunin var tekin."
Tengdar fréttir Skiptastjóri Fons vill rifta ellefu samningum Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta allls 11 samningum um lán og arðgreiðslur út úr félaginu síðustu tvö árin fyrir bankahrun. Um er að ræða samninga og greiðslur upp á samtals níu milljarða króna. Þetta kom fram á fundi með kröfuhöfum Fons í dag. 27. janúar 2010 18:35 Milljarður frá Fons til Jóns Ásgeirs Á meðal þeirra samninga sem skiptastjóri í þrotabúi Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta er greiðsla upp á einn milljarð króna sem greiddur var inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gjöf eða lán. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 27. janúar 2010 19:50 Milljarðurinn fór til Jóns Ásgeirs í tveimur greiðslum Milljarðurinn sem Jón Ásgeir Jóhannesson fékk frá Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar, var greiddur í tveimur færslum síðla árs 2008, um það leyti sem íslenska bankakerfið riðaði til falls. 27. janúar 2010 20:28 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Skiptastjóri Fons vill rifta ellefu samningum Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta allls 11 samningum um lán og arðgreiðslur út úr félaginu síðustu tvö árin fyrir bankahrun. Um er að ræða samninga og greiðslur upp á samtals níu milljarða króna. Þetta kom fram á fundi með kröfuhöfum Fons í dag. 27. janúar 2010 18:35
Milljarður frá Fons til Jóns Ásgeirs Á meðal þeirra samninga sem skiptastjóri í þrotabúi Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta er greiðsla upp á einn milljarð króna sem greiddur var inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gjöf eða lán. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 27. janúar 2010 19:50
Milljarðurinn fór til Jóns Ásgeirs í tveimur greiðslum Milljarðurinn sem Jón Ásgeir Jóhannesson fékk frá Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar, var greiddur í tveimur færslum síðla árs 2008, um það leyti sem íslenska bankakerfið riðaði til falls. 27. janúar 2010 20:28