Þögnin rofin Ólafur Stephensen skrifar 18. september 2010 06:00 Ótrúlega margir þolendur kynferðisafbrota hafa ekki sagt til þeirra sem gerðu á hlut þeirra fyrr en löngu síðar og jafnvel aldrei. Ótrúlega margir hafa byrgt afar þungbæra reynslu af alvarlegum glæp innra með sér. Sumir hafa orðið fyrir öðru áfalli þegar þeir hafa sagt frá glæpnum, en jafnvel fjölskylda og vinir hafa ekki trúað þeim eða þá ráðlagt þeim að þegja áfram og gera málið ekki opinbert. Sumir hafa haft kjark til að leita til réttarkerfisins en enn á ný mætt vantrú og slælegum vinnubrögðum við rannsókn málanna, sem hefur jafnvel leitt til að engin ákæra var gefin út eða málin farið út um þúfur í dómskerfinu. Fórnarlömbin hafa setið uppi með skömm, sjálfsásökun og vantrú á að nokkur myndi koma þeim til hjálpar, en ofbeldismennirnir hafa margir hverjir farið sínu fram eins og ekkert hefði í skorizt. Lengi vel voru umræður um kynferðisbrot nánast tabú. Það hefur breytzt á síðustu árum. Kirkjan hefur undanfarnar vikur verið að bíta úr nálinni með að frásagnir, sem í dag eru teknar alvarlega, voru menn ekki reiðubúnir að hlusta á og bregðast við af nægilegri festu fyrir hálfum öðrum áratug. Þetta á ekki einungis við innan kirkjunnar. Fréttablaðið sagði í vikunni frá máli manns í Vestmannaeyjum, sem í fyrra var kærður fyrir ofbeldi gegn fimm ára gamalli stúlku. Þegar foreldrar hennar kærðu málið gáfu sig fram nítján konur, sem sökuðu manninn um að hafa beitt sig ofbeldi á árum áður. Öll brotin voru fyrnd, þar á meðal brot gegn barnabarni mannsins. Hann var ákærður en sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands, að öllum líkindum vegna þess að barnaverndaryfirvöld og lögregla klúðruðu rannsókninni og leituðu ekki til Barnahúss fyrr en mánuði eftir að meint brot var framið. Þetta gerist þrátt fyrir miklar umræður um gildi Barnahússins síðustu ár og verður að teljast með ólíkindum. Augljóslega var þagað yfir málum að minnsta kosti einhverra af konunum nítján árum saman. Þar var samfélagslegt mein á ferð, en um leið getum við fagnað því að nú er svo komið að fólk telur sig geta sagt frá slíkum brotum, jafnvel þótt þau séu fyrnd. Í fyrrakvöld greindi Biskupsstofa frá því að fagráð kirkjunnar um kynferðisbrot hefði tekið til meðferðar mál þriggja einstaklinga sem sökuðu prest um að hafa brotið gegn sér fyrir aldarfjórðungi. Viðkomandi starfar ekki lengur í kirkjunni en hefur játað brot sín fyrir ráðinu. Þessi afgreiðsla kirkjunnar á málinu sýnir að hún hefur lært sína lexíu og gerir nú hreint fyrir sínum dyrum. Í dag segir Fréttablaðið frá því að umræða undanfarinna vikna hafi leitt til þess að nú liggi straumur eldra fólks til Stígamóta. Þetta fólk vill segja frá kynferðisbrotum, sem áttu sér stað fyrir löngu og hafa verið þögguð niður, meðal annars í skjóli embættisvalds. Nú er loksins svo komið að fólk treystir sér til að segja frá og fá viðurkenningu á að brotið hafi verið á því. Kynferðisbrot eiga ekki að liggja í þagnargildi. Umræða um þau er gagnleg og nauðsynleg og verður vonandi til þess að enginn telji að hann eigi að þegja um slík brot, heldur segi frá þeim strax þannig að brotamennirnir séu stöðvaðir um leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ótrúlega margir þolendur kynferðisafbrota hafa ekki sagt til þeirra sem gerðu á hlut þeirra fyrr en löngu síðar og jafnvel aldrei. Ótrúlega margir hafa byrgt afar þungbæra reynslu af alvarlegum glæp innra með sér. Sumir hafa orðið fyrir öðru áfalli þegar þeir hafa sagt frá glæpnum, en jafnvel fjölskylda og vinir hafa ekki trúað þeim eða þá ráðlagt þeim að þegja áfram og gera málið ekki opinbert. Sumir hafa haft kjark til að leita til réttarkerfisins en enn á ný mætt vantrú og slælegum vinnubrögðum við rannsókn málanna, sem hefur jafnvel leitt til að engin ákæra var gefin út eða málin farið út um þúfur í dómskerfinu. Fórnarlömbin hafa setið uppi með skömm, sjálfsásökun og vantrú á að nokkur myndi koma þeim til hjálpar, en ofbeldismennirnir hafa margir hverjir farið sínu fram eins og ekkert hefði í skorizt. Lengi vel voru umræður um kynferðisbrot nánast tabú. Það hefur breytzt á síðustu árum. Kirkjan hefur undanfarnar vikur verið að bíta úr nálinni með að frásagnir, sem í dag eru teknar alvarlega, voru menn ekki reiðubúnir að hlusta á og bregðast við af nægilegri festu fyrir hálfum öðrum áratug. Þetta á ekki einungis við innan kirkjunnar. Fréttablaðið sagði í vikunni frá máli manns í Vestmannaeyjum, sem í fyrra var kærður fyrir ofbeldi gegn fimm ára gamalli stúlku. Þegar foreldrar hennar kærðu málið gáfu sig fram nítján konur, sem sökuðu manninn um að hafa beitt sig ofbeldi á árum áður. Öll brotin voru fyrnd, þar á meðal brot gegn barnabarni mannsins. Hann var ákærður en sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands, að öllum líkindum vegna þess að barnaverndaryfirvöld og lögregla klúðruðu rannsókninni og leituðu ekki til Barnahúss fyrr en mánuði eftir að meint brot var framið. Þetta gerist þrátt fyrir miklar umræður um gildi Barnahússins síðustu ár og verður að teljast með ólíkindum. Augljóslega var þagað yfir málum að minnsta kosti einhverra af konunum nítján árum saman. Þar var samfélagslegt mein á ferð, en um leið getum við fagnað því að nú er svo komið að fólk telur sig geta sagt frá slíkum brotum, jafnvel þótt þau séu fyrnd. Í fyrrakvöld greindi Biskupsstofa frá því að fagráð kirkjunnar um kynferðisbrot hefði tekið til meðferðar mál þriggja einstaklinga sem sökuðu prest um að hafa brotið gegn sér fyrir aldarfjórðungi. Viðkomandi starfar ekki lengur í kirkjunni en hefur játað brot sín fyrir ráðinu. Þessi afgreiðsla kirkjunnar á málinu sýnir að hún hefur lært sína lexíu og gerir nú hreint fyrir sínum dyrum. Í dag segir Fréttablaðið frá því að umræða undanfarinna vikna hafi leitt til þess að nú liggi straumur eldra fólks til Stígamóta. Þetta fólk vill segja frá kynferðisbrotum, sem áttu sér stað fyrir löngu og hafa verið þögguð niður, meðal annars í skjóli embættisvalds. Nú er loksins svo komið að fólk treystir sér til að segja frá og fá viðurkenningu á að brotið hafi verið á því. Kynferðisbrot eiga ekki að liggja í þagnargildi. Umræða um þau er gagnleg og nauðsynleg og verður vonandi til þess að enginn telji að hann eigi að þegja um slík brot, heldur segi frá þeim strax þannig að brotamennirnir séu stöðvaðir um leið.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun