Íslenski boltinn

Búið að selja 1000 miða af 1340

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Stuðningsmenn Blika.
Stuðningsmenn Blika. Fréttablaðið/Daníel
Búið er að selja um þúsund miða af þeim 1.340 sem í boði eru á leik Breiðabliks og Motherwell í kvöld. Forráðamenn Blika sögðu við Fréttablaðið í gær að um 150 stuðningsmenn Motherwell myndu horfa á leikinn úr gömlu stúkunni á Kópavogsvelli.

Aðeins er leyfilegt að selja í sæti á Evrópuleikjum og því komast aðeins 1.340 að í nýju stúkuna. „Það kæmi mér á óvart ef fólk fjölmennir ekki á leikinn. Þetta er fyrsti Evrópuleikur Breiðabliks og staðan er nokkuð jöfn sem er ekki alltaf raunin með íslensk lið. Ég sé enga ástæðu til að sitja heima," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, en honum verður að ósk sinni þar sem væntanlega verður uppselt á leikinn sem hefst klukkan 19.15.

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn er hægt að sjá hann á netinu, á heimasíðunni www.livefromIceland.com, en þar kostar 1.500 krónur að fá aðgang að leiknum.

Stuðningsmenn Blika bíða í æfvæni eftir leiknum gegn Motherwell í kvöld. Þeir ætla að hittast á Players klukkan 12 en þar verður dagskrá frá klukkan 15. Klukkan 18 verður svo boðið upp á andlitsmálningu og eru Blikar greinilega staðráðnir í að styðja sína menn til sigurs í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×