Morðið á Gunnari leigubílstjóra verður að kvikmynd Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 28. september 2010 08:30 Gunnar Sigurður Tryggvason leigubílstjóri var myrtur í Reykjavík árið 1968. Morðið vakti mikinn óhug og er eitt örfárra sem ekki hefur enn verið upplýst. „Ég nefndi þetta einhvern tímann við Júlíus [Kemp] að við þyrftum ekki að leita langt yfir skammt til að finna glæp, við erum nefnilega báðir úr Laugarnesinu," segir Lars Emil Árnason handritshöfundur. Kvikmyndafélag Íslands hyggst ráðast í gerð kvikmyndar í fullri lengd um morðið á leigubílstjóranum Gunnari Sigurði Tryggvasyni sem var myrtur í Reykjavík árið 1968 með einu skoti í hnakkann. Myndin verður gerð eftir handriti Lars sem byggir meðal annars á tilgátum úr bók Þorsteins B. Einarssonar, „Morðið á Laugalæk", sem kom út á vegum Skruddu árið 2007. Lars segist muna vel eftir allri umfjölluninni á sínum tíma um morðið sem telst einstakt í íslenskri samtímasögu en það er, enn þann dag í dag, óupplýst þrátt fyrir ítarlega rannsókn lögreglu. „Ég man sérstaklega eftir því þegar maðurinn sem hafði setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins var sýknaður árið 1971," segir Lars og bætir því við að það hafi alltaf blundað í honum að gera mynd um þetta mál. „Svo kom Júlíus bara með bókina hans Þorsteins til mín fyrir þremur árum og þá fóru hjólin að snúast," útskýrir Lars. Ekki er enn búið að ákveða hvenær farið verði í tökur á myndinni en ráðgert er að hún verði frumsýnd 2012.Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hyggjast framleiða kvikmyndina eftir handriti Lars Emils Árnasonar.Lars segir þetta eiga að vera svokallaða períódu-mynd, hún hefjist haustið 1967 og ljúki 1971 en Lars mun sjálfur leikstýra myndinni. Lars hefur viðað að sér efni alls staðar að og hann minnir á að það hafi enginn verið dæmdur í þessu máli. „Hvort ég er að fara að upplýsa það verður bara að koma í ljós, ég vann eftir ákveðnum tilgátum sem birtust í bókinni hans Þorsteins og vann þetta í góðu samstarfi við hann." Lars bætir því við að handritið sé enn opið. „Það er ekki búið að loka því og ef einhver er með upplýsingar um málið er hægt að hafa samband í gegnum netfangið info@kisi.is. Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég nefndi þetta einhvern tímann við Júlíus [Kemp] að við þyrftum ekki að leita langt yfir skammt til að finna glæp, við erum nefnilega báðir úr Laugarnesinu," segir Lars Emil Árnason handritshöfundur. Kvikmyndafélag Íslands hyggst ráðast í gerð kvikmyndar í fullri lengd um morðið á leigubílstjóranum Gunnari Sigurði Tryggvasyni sem var myrtur í Reykjavík árið 1968 með einu skoti í hnakkann. Myndin verður gerð eftir handriti Lars sem byggir meðal annars á tilgátum úr bók Þorsteins B. Einarssonar, „Morðið á Laugalæk", sem kom út á vegum Skruddu árið 2007. Lars segist muna vel eftir allri umfjölluninni á sínum tíma um morðið sem telst einstakt í íslenskri samtímasögu en það er, enn þann dag í dag, óupplýst þrátt fyrir ítarlega rannsókn lögreglu. „Ég man sérstaklega eftir því þegar maðurinn sem hafði setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins var sýknaður árið 1971," segir Lars og bætir því við að það hafi alltaf blundað í honum að gera mynd um þetta mál. „Svo kom Júlíus bara með bókina hans Þorsteins til mín fyrir þremur árum og þá fóru hjólin að snúast," útskýrir Lars. Ekki er enn búið að ákveða hvenær farið verði í tökur á myndinni en ráðgert er að hún verði frumsýnd 2012.Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hyggjast framleiða kvikmyndina eftir handriti Lars Emils Árnasonar.Lars segir þetta eiga að vera svokallaða períódu-mynd, hún hefjist haustið 1967 og ljúki 1971 en Lars mun sjálfur leikstýra myndinni. Lars hefur viðað að sér efni alls staðar að og hann minnir á að það hafi enginn verið dæmdur í þessu máli. „Hvort ég er að fara að upplýsa það verður bara að koma í ljós, ég vann eftir ákveðnum tilgátum sem birtust í bókinni hans Þorsteins og vann þetta í góðu samstarfi við hann." Lars bætir því við að handritið sé enn opið. „Það er ekki búið að loka því og ef einhver er með upplýsingar um málið er hægt að hafa samband í gegnum netfangið info@kisi.is.
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp