Viðskipti erlent

Sló nýtt met

Gull
Gull

Heimsmarkaðsverð á gulli rauk í hæstu hæðir í gær eftir að kínverski seðlabankinn sleppti höndum af gjaldmiðli landsins um helgina.

Verðið stóð hæst í 1.265 dölum á únsu í gærmorgun og hafði það þá aldrei verið hærra. Verðmiðinn á málminum gyllta hefur stigið hátt upp á síðkastið en fjárfestar hafa frá aldaöðli keypt hann þegar kreppt hefur að á mörkuðum, og titrings gætt á þeim líkt og hefur verið í Evrópu um nokkurra vikna skeið og fáir fjárfestingarkostir í boði. Verðið lækkaði þegar líða tók á daginn í gær og fór þá undir 1.260 dalina.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×