Kína í stríði við Evrópu og Japan um sjaldgæfa málma 25. október 2010 13:24 Evrópubandalagið og Japan íhuga nú að kæra Kínverja til WTO vegna útflutningstakmarkana Kínverja á sjaldgæfum málmum. Þegar er farið að bera á skorti á þessum málmum á mörkuðum í Evrópu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að iðnaðarlöndin telji að takmarkanir Kínverja séu ólöglegar. Skorturinn á þessum málmum ógni atvinnulífi Vesturlanda og Japan. Í Þýskalandi hafa iðnaðarrisar á borð við Siemens, Bosch og BASF tilkynnt að takmarkaður aðgangur að þessum málmum muni skaða rekstur þeirra. Kínverjar hafa varið takmarkanir sínar með því að segja að þeir verði að verja eigin birgðir af þessum málmum. Werner Schnappauf formaður Samtaka iðnaðarins í Þýskalandi blæs á þau rök. Hann segir að Kínvrjar séu að reyna að auka verðmæti þessa útflutnings síns. Afleiðingarnar verði að fleiri af þessum málmum verði fimm- til sjöfalt dýrari um næstu áramót en þeir eru nú. Tímaritið Economist gerði úttekt á þessu máli nýlega en málmar þessir tilheyra 17 sjaldgæfustu efnunum í frumefnatöflunni. Um er að ræða efni eins og neodymium sem m.a. gerir farsímum kleyft að titra þegar þeir hringja, dysprosium sem gerir segulstáli kleyft að viðhalda eiginleikum sínum við háan hita og cerium oxide sem m.a. er notað í slípiefni fyrir gler. Sem stendur eru í Kína um 35% af öllum óunnum birgðum heimsins af þessum málmum og Kína stendur fyrir 95% markaðshlutdeild þeirra á alþjóðamörkuðum, þar af fara 60% á innanlandsmarkaðinn í Kína. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Evrópubandalagið og Japan íhuga nú að kæra Kínverja til WTO vegna útflutningstakmarkana Kínverja á sjaldgæfum málmum. Þegar er farið að bera á skorti á þessum málmum á mörkuðum í Evrópu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að iðnaðarlöndin telji að takmarkanir Kínverja séu ólöglegar. Skorturinn á þessum málmum ógni atvinnulífi Vesturlanda og Japan. Í Þýskalandi hafa iðnaðarrisar á borð við Siemens, Bosch og BASF tilkynnt að takmarkaður aðgangur að þessum málmum muni skaða rekstur þeirra. Kínverjar hafa varið takmarkanir sínar með því að segja að þeir verði að verja eigin birgðir af þessum málmum. Werner Schnappauf formaður Samtaka iðnaðarins í Þýskalandi blæs á þau rök. Hann segir að Kínvrjar séu að reyna að auka verðmæti þessa útflutnings síns. Afleiðingarnar verði að fleiri af þessum málmum verði fimm- til sjöfalt dýrari um næstu áramót en þeir eru nú. Tímaritið Economist gerði úttekt á þessu máli nýlega en málmar þessir tilheyra 17 sjaldgæfustu efnunum í frumefnatöflunni. Um er að ræða efni eins og neodymium sem m.a. gerir farsímum kleyft að titra þegar þeir hringja, dysprosium sem gerir segulstáli kleyft að viðhalda eiginleikum sínum við háan hita og cerium oxide sem m.a. er notað í slípiefni fyrir gler. Sem stendur eru í Kína um 35% af öllum óunnum birgðum heimsins af þessum málmum og Kína stendur fyrir 95% markaðshlutdeild þeirra á alþjóðamörkuðum, þar af fara 60% á innanlandsmarkaðinn í Kína.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira