Viðskipti erlent

Gold og Sullivan keyptu 50% hlut í West Ham

Það voru viðskiptafélagarnir David Gold og David Sullivan sem keyptu 50% hlut í enska úrvalsdeildarliðinu West Ham af Straumi. Fyrir hlutinn borguðu þeir rúmlega 50 milljónir punda og er liðið þar með verðmetið á 105 milljónir punda eða um 21.5 milljarða kr.

Greint er frá þessu á vefsíðu BBC Sports. Samkvæmt frétt á síðunni var gengið frá samkomulaginu um kaupin í morgun. Þeir Gold og Sullivan eru ekki ókunnir enskum fótbolta því þeir eru fyrrum eigendur Birmingham liðsins.

Auk þeirra tveggja höfðu Tony Fernandes, fjásrfestir frá Malasíu, Ítalinn Massimo Cellino eigandi Calgari liðsins og fjárfestingarfélagið Intermarker áhuga á því að kaupa West Ham. Fram kemur í frétt BBC að Fernandes hafi verið inn í myndinni sem kaupandi allt þar til í gærkvöldi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×