Frímerkjaörk kemur kvikmyndagyðju aftur í sviðsljósið 16. október 2010 18:16 Kvikmyndagyðjan Audrey Hepburn er aftur komin í sviðsljós fjölmiðla, nær tveimur áratugum eftir andlát sitt. Frímerkjaörk með 14 frímerkjum sem fer á uppboð í næstu viku veldur því að margir alþjóðlegir fjölmiðlar eru nú að rifja upp ævintýralega ævi bresku leikkonunnar Audrey Hepburn. Hún var á sínum tíma talin ein fegursta kona heimsins þegar hún var upp á sitt besta á sjötta og sjöunda áratugnum. Frímerkin sem hér um ræðir lét þýska póstþjónustan prenta í milljóna upplagi árið 2001. Póstinum láðist þó að leita leyfis hjá syni Hepbrun fyrir þessari útgáfu þannig að upplagið var eyðilagt. En þó ekki alveg allt. Frímerkjaörkin sem hér um ræðir var prufa sem þýski pósturinn sendi syninum þegar frímerkin voru prentuð. Talið er að örkin verði slegin á yfir 500.000 evrur eða hátt í 80 milljónir kr. Þetta verðmat er ekki fjarri lagi því stök frímerki með Audrey Hepburn úr þessari útgáfu hafa verið seld sex sinnum á undanförnum árum. Hæsta verð sem fengist hefur fyrir stakt frímerki er yfir 150.000 dollarar eða um 18 milljónir kr. Audrey Hepburn var mikill mannvinur og lét verulega til sín taka í ýmiskonar góðgerðastarfsemi þegar hún var sem frægust. Öllum ágóða af sölu frímerkjaarkarinnar verður því skipt á milli UNICEF og Audrey Hepburn Children´s Foundation. Audrey Hepburn er aðeins ein af þremur leikkonum í heiminum sem unnið hefur Óskarsverðlaunin og Tony verðlaunin á sama árinu. Óskarinn fékk hún árið 1954 fyrir aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni Roman Holliday. Þar lék hún á móti annarri Hollywood goðsögn, Gregory Peck. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Kvikmyndagyðjan Audrey Hepburn er aftur komin í sviðsljós fjölmiðla, nær tveimur áratugum eftir andlát sitt. Frímerkjaörk með 14 frímerkjum sem fer á uppboð í næstu viku veldur því að margir alþjóðlegir fjölmiðlar eru nú að rifja upp ævintýralega ævi bresku leikkonunnar Audrey Hepburn. Hún var á sínum tíma talin ein fegursta kona heimsins þegar hún var upp á sitt besta á sjötta og sjöunda áratugnum. Frímerkin sem hér um ræðir lét þýska póstþjónustan prenta í milljóna upplagi árið 2001. Póstinum láðist þó að leita leyfis hjá syni Hepbrun fyrir þessari útgáfu þannig að upplagið var eyðilagt. En þó ekki alveg allt. Frímerkjaörkin sem hér um ræðir var prufa sem þýski pósturinn sendi syninum þegar frímerkin voru prentuð. Talið er að örkin verði slegin á yfir 500.000 evrur eða hátt í 80 milljónir kr. Þetta verðmat er ekki fjarri lagi því stök frímerki með Audrey Hepburn úr þessari útgáfu hafa verið seld sex sinnum á undanförnum árum. Hæsta verð sem fengist hefur fyrir stakt frímerki er yfir 150.000 dollarar eða um 18 milljónir kr. Audrey Hepburn var mikill mannvinur og lét verulega til sín taka í ýmiskonar góðgerðastarfsemi þegar hún var sem frægust. Öllum ágóða af sölu frímerkjaarkarinnar verður því skipt á milli UNICEF og Audrey Hepburn Children´s Foundation. Audrey Hepburn er aðeins ein af þremur leikkonum í heiminum sem unnið hefur Óskarsverðlaunin og Tony verðlaunin á sama árinu. Óskarinn fékk hún árið 1954 fyrir aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni Roman Holliday. Þar lék hún á móti annarri Hollywood goðsögn, Gregory Peck.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira