Jón Sigurður Eyjólfsson: Skortur hins ríka Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 23. apríl 2010 06:00 Ísland er dásamlegt land. Þar er náttúran með fegursta móti. Hún er hrjúf, köld, eldheit og taumlaus, rétt eins og litríkt mannfólkið sem er fjörugt til orðs og æðis. Þótt aðrar þjóðir eigi sér lengri sögu getum við mætavel verið stoltir af okkar. Fjöldinn allur hefur menntað sig víða um heim og landinn er vel upplýstur. En þrátt fyrir það vöknum við vonsvikin einn daginn. Ekki vegna þess að okkur hélst ekki á peningunum sem reyndust hillingar einar heldur vegna þess að okkur finnst þjóðfélagið rotið. Jafnvel ógeðslegt eins og Styrmir segir. Hvað er það sem skortir? Ég var að velta þessu fyrir mér á kránni Ake Carlos hér í spænska þorpinu Zújar en þar grípum við oft í ölkrús eftir dagsverk á akrinum. Jarðeigandi einn var með okkur í för en hann lét gaminn geisa enda fróður um marga hluti og upplýstari en flestir sveitungar. Þó á hann það til að fara offari enda kann hann sér ekki hófs þegar áfengi er annars vegar. Þegar hann heyrði vinnumann nokkurn játa að hann væri trúaður mjög tókst jarðeigandinn á loft. Hafði hann kynnt sér trúmálin vel og gat nú stungið upp í trúaða vinnumanninn með öllum þeim vanköntum sem fróðir menn finna á hinni helgu bók. „Þú þekkir eflaust biblíuna betur en ég," svaraði vinnumaðurinn hæversklega. „Hitt er annað mál að ég var fylliraftur. Konan kveið fyrir heimkomu minni á kvöldin og krakkarnir mínir skömmuðust sín fyrir mig. Eftir að Jesús kom inn í líf mitt hefur hins vegar orðið sú breyting á að ég bý við fullkomið ástríki og börnin hafa endurheimt þann föður sem þau eiga skilið." Jarðeigandinn svaraði engu en dreypti á ölinu. Fannst mér nokkur skilaboð liggja í þessu samtali. Eflaust þurfum við ekki fleiri sérfræðinga, besservissera, lög, reglur, dómara né þjóðfundi um þau gildi sem við viljum halda í heiðri. Við þurfum trú. Ekki svo að við þurfum að halda til kirkju á sunnudögum og stinga nefinu ofan í biblíuna í stað þess að arka með kröfuspjöld og krepptan hnefa um Austurvöll. Heldur mættum við eflaust tileinka okkur, í staðinn fyrir allt gáfumannatalið, trú á eitthvað annað og meira en peninga, völd og eigið ágæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Ísland er dásamlegt land. Þar er náttúran með fegursta móti. Hún er hrjúf, köld, eldheit og taumlaus, rétt eins og litríkt mannfólkið sem er fjörugt til orðs og æðis. Þótt aðrar þjóðir eigi sér lengri sögu getum við mætavel verið stoltir af okkar. Fjöldinn allur hefur menntað sig víða um heim og landinn er vel upplýstur. En þrátt fyrir það vöknum við vonsvikin einn daginn. Ekki vegna þess að okkur hélst ekki á peningunum sem reyndust hillingar einar heldur vegna þess að okkur finnst þjóðfélagið rotið. Jafnvel ógeðslegt eins og Styrmir segir. Hvað er það sem skortir? Ég var að velta þessu fyrir mér á kránni Ake Carlos hér í spænska þorpinu Zújar en þar grípum við oft í ölkrús eftir dagsverk á akrinum. Jarðeigandi einn var með okkur í för en hann lét gaminn geisa enda fróður um marga hluti og upplýstari en flestir sveitungar. Þó á hann það til að fara offari enda kann hann sér ekki hófs þegar áfengi er annars vegar. Þegar hann heyrði vinnumann nokkurn játa að hann væri trúaður mjög tókst jarðeigandinn á loft. Hafði hann kynnt sér trúmálin vel og gat nú stungið upp í trúaða vinnumanninn með öllum þeim vanköntum sem fróðir menn finna á hinni helgu bók. „Þú þekkir eflaust biblíuna betur en ég," svaraði vinnumaðurinn hæversklega. „Hitt er annað mál að ég var fylliraftur. Konan kveið fyrir heimkomu minni á kvöldin og krakkarnir mínir skömmuðust sín fyrir mig. Eftir að Jesús kom inn í líf mitt hefur hins vegar orðið sú breyting á að ég bý við fullkomið ástríki og börnin hafa endurheimt þann föður sem þau eiga skilið." Jarðeigandinn svaraði engu en dreypti á ölinu. Fannst mér nokkur skilaboð liggja í þessu samtali. Eflaust þurfum við ekki fleiri sérfræðinga, besservissera, lög, reglur, dómara né þjóðfundi um þau gildi sem við viljum halda í heiðri. Við þurfum trú. Ekki svo að við þurfum að halda til kirkju á sunnudögum og stinga nefinu ofan í biblíuna í stað þess að arka með kröfuspjöld og krepptan hnefa um Austurvöll. Heldur mættum við eflaust tileinka okkur, í staðinn fyrir allt gáfumannatalið, trú á eitthvað annað og meira en peninga, völd og eigið ágæti.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun