OECD: Bakslag komið í efnahagsbatann 10. september 2010 11:49 Samkvæmt efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) gæti verið að draga hraðar og meira úr efnahagslegum bata en áður var gert ráð fyrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu stofnunarinnar sem birt var í morgun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD býst nú við minni hagvexti á seinni helmingi þessa árs en áður og segir óvissuna varðandi horfurnar framundan hafa aukist. OECD bendir á að bati í einkaneyslu láti á sér standa, enda virðast heimili enn vera að aðlaga sig að breyttum fjárhagslegum aðstæðum í kjölfar kreppunnar. Þá eru blikur á lofti á vinnumörkuðum margra ríkja og víða hefur bati á húsnæðismarkaði tekið bakslag. Á móti kemur að fjármálamarkaðir aðildarríkja OECD virðast nú hafa náð jafnvægi að nýju og þá bendir allt til þess að fjárfesting muni aukast á næstu misserum og hafi nú náð botni. Þetta bakslag er þó að mati OECD tímabundið og lítil hætta er á að við séum á leið í aðra niðursveiflu. Að mati OECD gæti þessi hægagangur í efnahagslífinu þó gert það að verkum að hægar þurfi að draga úr ríkisaðstoð og sérstækum aðgerðum stjórnvalda en ella. OECD býst nú við að hagvöxtur meðal sjö stærstu iðnríkja heims verði 1,5% á seinni helmingi þessa árs, sem er minni hagvöxtur en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þá gerir OECD ráð fyrir að 2% vöxtur verði á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum frá fyrri fjórðungi og verði 1,2% á fjórða ársfjórðungi á sama mælikvarða. Í Japan býst OECD nú við að hagvöxtur verði 0,6% á þriðja fjórðungi og 0,7% á þeim fjórða. Í þremur stærstu ríkjum evrusvæðisins býst OECD nú við að 0,4% vöxtur verði á þriðja fjórðungi og 0,6% á þeim fjórða. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samkvæmt efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) gæti verið að draga hraðar og meira úr efnahagslegum bata en áður var gert ráð fyrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu stofnunarinnar sem birt var í morgun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD býst nú við minni hagvexti á seinni helmingi þessa árs en áður og segir óvissuna varðandi horfurnar framundan hafa aukist. OECD bendir á að bati í einkaneyslu láti á sér standa, enda virðast heimili enn vera að aðlaga sig að breyttum fjárhagslegum aðstæðum í kjölfar kreppunnar. Þá eru blikur á lofti á vinnumörkuðum margra ríkja og víða hefur bati á húsnæðismarkaði tekið bakslag. Á móti kemur að fjármálamarkaðir aðildarríkja OECD virðast nú hafa náð jafnvægi að nýju og þá bendir allt til þess að fjárfesting muni aukast á næstu misserum og hafi nú náð botni. Þetta bakslag er þó að mati OECD tímabundið og lítil hætta er á að við séum á leið í aðra niðursveiflu. Að mati OECD gæti þessi hægagangur í efnahagslífinu þó gert það að verkum að hægar þurfi að draga úr ríkisaðstoð og sérstækum aðgerðum stjórnvalda en ella. OECD býst nú við að hagvöxtur meðal sjö stærstu iðnríkja heims verði 1,5% á seinni helmingi þessa árs, sem er minni hagvöxtur en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þá gerir OECD ráð fyrir að 2% vöxtur verði á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum frá fyrri fjórðungi og verði 1,2% á fjórða ársfjórðungi á sama mælikvarða. Í Japan býst OECD nú við að hagvöxtur verði 0,6% á þriðja fjórðungi og 0,7% á þeim fjórða. Í þremur stærstu ríkjum evrusvæðisins býst OECD nú við að 0,4% vöxtur verði á þriðja fjórðungi og 0,6% á þeim fjórða.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira