Eldgosið eyðilagði heimsmetstilraun 23. mars 2010 07:30 Mortara sló eitt heimsmet þegar hann flaug í kringum hnöttinn á tæpum 58 klukkustundum. Eldgosið á Íslandi kom hins vegar í veg fyrir aðra heimsmetstilraun. NordicPhotos/Afp Eldgosið við Fimmvörðuháls eyðilagði aðra af tveimur heimsmetstilraunum svissneska flugmannsins Riccardo Mortara. Mortara hugðist slá met ævintýramannsins Steves Fossett með því að fljúga hringinn í kringum hnöttinn á innan við 67 klukkustundum. Það tókst því Mortara flaug hringinn á 57 klukkustundum og 54 mínútum. Honum mistókst hins vegar að slá met kylfingsins Arnolds Palmer sem flaug í kringum heiminn á 57 klukkustundum og 26 mínútum á mun léttari vél. Mortara segir eldgosið á Íslandi hafa eyðilagt þau plön og seinkað ferðinni um fjórar klukkustundir. Mortara ætlaði að lenda í Keflavík eftir viðkomu í Kanada en flugvellinum var hins vegar lokað vegna eldgossins við Eyjafjallajökul og Mortara neyddist til að snúa við. „Við settum okkur háleit markmið og ætluðum að slá met Palmers,“ segir Mortara í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. „Okkur hefði sennilega tekist að slá það um fjórar klukkustundir ef ekki hefði orðið þetta eldgos á Íslandi.“ Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hleypti miklum taugatitringi í áhöfn Mortara eins og kemur fram á heimasíðu heimsmetstilraunarinnar, 360worldrecord.com. „Ég var vakinn og mér sagt frá eldgosinu á Íslandi. Þetta var eins og martröð,“ skrifar Carlo Allauigan, einn úr áhöfn flugvélarinnar. Mortara flaug Sabreliner 65-flugvél til að setja metið en slíkar vélar voru fyrstu einkaflugvélarnar sem byggðar voru handa auðjöfrum og fólki loðnu um lófana.- fgg Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira
Eldgosið við Fimmvörðuháls eyðilagði aðra af tveimur heimsmetstilraunum svissneska flugmannsins Riccardo Mortara. Mortara hugðist slá met ævintýramannsins Steves Fossett með því að fljúga hringinn í kringum hnöttinn á innan við 67 klukkustundum. Það tókst því Mortara flaug hringinn á 57 klukkustundum og 54 mínútum. Honum mistókst hins vegar að slá met kylfingsins Arnolds Palmer sem flaug í kringum heiminn á 57 klukkustundum og 26 mínútum á mun léttari vél. Mortara segir eldgosið á Íslandi hafa eyðilagt þau plön og seinkað ferðinni um fjórar klukkustundir. Mortara ætlaði að lenda í Keflavík eftir viðkomu í Kanada en flugvellinum var hins vegar lokað vegna eldgossins við Eyjafjallajökul og Mortara neyddist til að snúa við. „Við settum okkur háleit markmið og ætluðum að slá met Palmers,“ segir Mortara í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. „Okkur hefði sennilega tekist að slá það um fjórar klukkustundir ef ekki hefði orðið þetta eldgos á Íslandi.“ Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hleypti miklum taugatitringi í áhöfn Mortara eins og kemur fram á heimasíðu heimsmetstilraunarinnar, 360worldrecord.com. „Ég var vakinn og mér sagt frá eldgosinu á Íslandi. Þetta var eins og martröð,“ skrifar Carlo Allauigan, einn úr áhöfn flugvélarinnar. Mortara flaug Sabreliner 65-flugvél til að setja metið en slíkar vélar voru fyrstu einkaflugvélarnar sem byggðar voru handa auðjöfrum og fólki loðnu um lófana.- fgg
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira