Milljarða skuld Finns líklega afskrifuð 28. febrúar 2010 18:43 Finnur Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, skuldar þrjá komma sjö milljarða króna í gegnum fjárfestingafélag sitt. Eftir því sem næst verður komist eru engar eignir til upp í skuldina. Finnur Ingólfsson á einkahlutafélag sem heitir FS7, sem hélt meðal annars utan um hlut hans í Icelandair. Í ársreikningi fyrir árið 2008 kemur fram að félagið skuldar í lok ársins 3,9 milljarða króna, eignirnar voru rúmar 200 milljónir. Hann seldi síðan hlut sinn í Icelandair og hagnaðist um 400 milljónir og greiddi sér síðan lungann af því í arð, 385 milljónir. Finnur segir í skriflegu svari til fréttastofu að arðurinn hafi verið greiddur út með samþykki Glitnis og notaður til að greiða niður skuld hans hjá bankanum. En staðan á þessu einkafélagi Finns, þar sem engar persónulegar ábyrgðir eru á lánum eftir því sem næst verður komist, er þá þannig að félagið skuldar líklega um 3,7 milljarða króna umfram eignir. Fari það í gjaldþrot verður því varla um annað að ræða en að afskrifa þá skuld. Þegar milljarðarnir glymja í eyrum okkar daginn út og inn nú í eftirmálum hrunsins má til samanburðar til dæmis benda á að einkaskuld fyrrverandi seðlabankastjóra er meiri en hagnaður Færeyjabanka á síðasta ári en bankinn fagnaði árangrinum í vikunni. Hagnaðurinn reyndist 3,2 milljarðar. Drjúgt mætti gera fyrir slíkt fé. Til dæmis reka Menntaskólann í Reykjavík í nærri átta á og þá mætti rekja Læknavaktina í fimmtán ár. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Finnur Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, skuldar þrjá komma sjö milljarða króna í gegnum fjárfestingafélag sitt. Eftir því sem næst verður komist eru engar eignir til upp í skuldina. Finnur Ingólfsson á einkahlutafélag sem heitir FS7, sem hélt meðal annars utan um hlut hans í Icelandair. Í ársreikningi fyrir árið 2008 kemur fram að félagið skuldar í lok ársins 3,9 milljarða króna, eignirnar voru rúmar 200 milljónir. Hann seldi síðan hlut sinn í Icelandair og hagnaðist um 400 milljónir og greiddi sér síðan lungann af því í arð, 385 milljónir. Finnur segir í skriflegu svari til fréttastofu að arðurinn hafi verið greiddur út með samþykki Glitnis og notaður til að greiða niður skuld hans hjá bankanum. En staðan á þessu einkafélagi Finns, þar sem engar persónulegar ábyrgðir eru á lánum eftir því sem næst verður komist, er þá þannig að félagið skuldar líklega um 3,7 milljarða króna umfram eignir. Fari það í gjaldþrot verður því varla um annað að ræða en að afskrifa þá skuld. Þegar milljarðarnir glymja í eyrum okkar daginn út og inn nú í eftirmálum hrunsins má til samanburðar til dæmis benda á að einkaskuld fyrrverandi seðlabankastjóra er meiri en hagnaður Færeyjabanka á síðasta ári en bankinn fagnaði árangrinum í vikunni. Hagnaðurinn reyndist 3,2 milljarðar. Drjúgt mætti gera fyrir slíkt fé. Til dæmis reka Menntaskólann í Reykjavík í nærri átta á og þá mætti rekja Læknavaktina í fimmtán ár.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira