140 myndir frá 29 löndum 16. september 2010 09:30 hátíðin kynnt Hrönn Marinósdóttir lofar glæsilegustu kvikmyndahátíðinni til þessa. Veislan hefst 23. september og stendur yfir í ellefu daga.fréttablaðið/stefán Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst eftir eina viku. 140 kvikmyndir verða sýndar frá 29 löndum. Tvö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin í sjöunda sinn dagana 23. september til 3. október. Dagskráin liggur nú ljós fyrir og er hún sú glæsilegasta til þessa með 140 myndum frá 29 löndum. „Það hafa aldrei verið fleiri myndir en í ár og það er búinn að vera gríðarlega mikill undirbúningur hjá fjölda manns,“ segir Hrönn Marinósdóttir hjá RIFF. „Þarna verða frábærar myndir, til dæmis myndir sem voru að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum,“ segir hún og á þar við myndirnar Attenberg og Silent Souls. Um tvö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir á hátíðina, þar á meðal blaðamenn frá New York Magazine, kvikmyndasíðunum Indiewire.com og Screendaily.com og Jyllands-Posten í Danmörku. Aðilar frá kvikmyndafyrirtækjum á borð við Fortissimo og Magnolia eru einnig á leiðinni til landsins í fyrsta sinn. „Þetta eru miklu fleiri gestir en hafa komið. Ég veit ekki hvort það er hagstætt gengi krónunnar eða eitthvað annað en við höfum fundið fyrir miklum áhuga hjá fólki í kvikmyndabransanum,“ segir Hrönn. Þessi sjöunda RIFF-hátíð leggst vel í hana enda hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Á fyrstu hátíðina mættu um þrjú þúsund manns en í fyrra voru gestirnir um 22 þúsund talsins. „Það er oft sagt að sjöunda árið sé mikilvægt ár á kvikmyndahátíðum. Þetta er kannski svipað og með hjónabandið. Þarna kemur í ljós hvort það gengur eða gengur ekki,“ segir hún og hlær. Alls verða um 350 kvikmyndasýningar á þessum ellefu dögum sem hátíðin fer fram. Þá verða fimm málþing haldin, sjö masterklassar og umræður, fernir tónleikar og átján sérviðburðir. Myndunum er skipt niður í fjórtán mismunandi flokka en þar ber hæst Vitranir þar sem tólf myndir keppa um aðalverðlaunin, Gyllta lundann. Einn flokkur á hátíðinni er nýr af nálinni og nefnist hann Betri heimur. Þar verða sýndar myndir sem fjalla um mannréttindamál. 28 íslenskar myndir verða einnig sýndar í flokknum Ísland í brennidepli. Opnunarmynd RIFF í ár er bandaríska gamanmyndin Cyrus með John C. Reilly, Johan Hill og Marisu Tomei í aðalhlutverkum. Heiðursgestur verður bandaríski leikstjórinnn Jim Jarmusch. Miðasala á hátíðina er hafin og fer hún fram í upplýsingamiðstöð RIFF í verslun Eymundssonar í Austurstræti. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á Riff.is. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst eftir eina viku. 140 kvikmyndir verða sýndar frá 29 löndum. Tvö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin í sjöunda sinn dagana 23. september til 3. október. Dagskráin liggur nú ljós fyrir og er hún sú glæsilegasta til þessa með 140 myndum frá 29 löndum. „Það hafa aldrei verið fleiri myndir en í ár og það er búinn að vera gríðarlega mikill undirbúningur hjá fjölda manns,“ segir Hrönn Marinósdóttir hjá RIFF. „Þarna verða frábærar myndir, til dæmis myndir sem voru að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum,“ segir hún og á þar við myndirnar Attenberg og Silent Souls. Um tvö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir á hátíðina, þar á meðal blaðamenn frá New York Magazine, kvikmyndasíðunum Indiewire.com og Screendaily.com og Jyllands-Posten í Danmörku. Aðilar frá kvikmyndafyrirtækjum á borð við Fortissimo og Magnolia eru einnig á leiðinni til landsins í fyrsta sinn. „Þetta eru miklu fleiri gestir en hafa komið. Ég veit ekki hvort það er hagstætt gengi krónunnar eða eitthvað annað en við höfum fundið fyrir miklum áhuga hjá fólki í kvikmyndabransanum,“ segir Hrönn. Þessi sjöunda RIFF-hátíð leggst vel í hana enda hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Á fyrstu hátíðina mættu um þrjú þúsund manns en í fyrra voru gestirnir um 22 þúsund talsins. „Það er oft sagt að sjöunda árið sé mikilvægt ár á kvikmyndahátíðum. Þetta er kannski svipað og með hjónabandið. Þarna kemur í ljós hvort það gengur eða gengur ekki,“ segir hún og hlær. Alls verða um 350 kvikmyndasýningar á þessum ellefu dögum sem hátíðin fer fram. Þá verða fimm málþing haldin, sjö masterklassar og umræður, fernir tónleikar og átján sérviðburðir. Myndunum er skipt niður í fjórtán mismunandi flokka en þar ber hæst Vitranir þar sem tólf myndir keppa um aðalverðlaunin, Gyllta lundann. Einn flokkur á hátíðinni er nýr af nálinni og nefnist hann Betri heimur. Þar verða sýndar myndir sem fjalla um mannréttindamál. 28 íslenskar myndir verða einnig sýndar í flokknum Ísland í brennidepli. Opnunarmynd RIFF í ár er bandaríska gamanmyndin Cyrus með John C. Reilly, Johan Hill og Marisu Tomei í aðalhlutverkum. Heiðursgestur verður bandaríski leikstjórinnn Jim Jarmusch. Miðasala á hátíðina er hafin og fer hún fram í upplýsingamiðstöð RIFF í verslun Eymundssonar í Austurstræti. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á Riff.is. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið