140 myndir frá 29 löndum 16. september 2010 09:30 hátíðin kynnt Hrönn Marinósdóttir lofar glæsilegustu kvikmyndahátíðinni til þessa. Veislan hefst 23. september og stendur yfir í ellefu daga.fréttablaðið/stefán Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst eftir eina viku. 140 kvikmyndir verða sýndar frá 29 löndum. Tvö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin í sjöunda sinn dagana 23. september til 3. október. Dagskráin liggur nú ljós fyrir og er hún sú glæsilegasta til þessa með 140 myndum frá 29 löndum. „Það hafa aldrei verið fleiri myndir en í ár og það er búinn að vera gríðarlega mikill undirbúningur hjá fjölda manns,“ segir Hrönn Marinósdóttir hjá RIFF. „Þarna verða frábærar myndir, til dæmis myndir sem voru að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum,“ segir hún og á þar við myndirnar Attenberg og Silent Souls. Um tvö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir á hátíðina, þar á meðal blaðamenn frá New York Magazine, kvikmyndasíðunum Indiewire.com og Screendaily.com og Jyllands-Posten í Danmörku. Aðilar frá kvikmyndafyrirtækjum á borð við Fortissimo og Magnolia eru einnig á leiðinni til landsins í fyrsta sinn. „Þetta eru miklu fleiri gestir en hafa komið. Ég veit ekki hvort það er hagstætt gengi krónunnar eða eitthvað annað en við höfum fundið fyrir miklum áhuga hjá fólki í kvikmyndabransanum,“ segir Hrönn. Þessi sjöunda RIFF-hátíð leggst vel í hana enda hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Á fyrstu hátíðina mættu um þrjú þúsund manns en í fyrra voru gestirnir um 22 þúsund talsins. „Það er oft sagt að sjöunda árið sé mikilvægt ár á kvikmyndahátíðum. Þetta er kannski svipað og með hjónabandið. Þarna kemur í ljós hvort það gengur eða gengur ekki,“ segir hún og hlær. Alls verða um 350 kvikmyndasýningar á þessum ellefu dögum sem hátíðin fer fram. Þá verða fimm málþing haldin, sjö masterklassar og umræður, fernir tónleikar og átján sérviðburðir. Myndunum er skipt niður í fjórtán mismunandi flokka en þar ber hæst Vitranir þar sem tólf myndir keppa um aðalverðlaunin, Gyllta lundann. Einn flokkur á hátíðinni er nýr af nálinni og nefnist hann Betri heimur. Þar verða sýndar myndir sem fjalla um mannréttindamál. 28 íslenskar myndir verða einnig sýndar í flokknum Ísland í brennidepli. Opnunarmynd RIFF í ár er bandaríska gamanmyndin Cyrus með John C. Reilly, Johan Hill og Marisu Tomei í aðalhlutverkum. Heiðursgestur verður bandaríski leikstjórinnn Jim Jarmusch. Miðasala á hátíðina er hafin og fer hún fram í upplýsingamiðstöð RIFF í verslun Eymundssonar í Austurstræti. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á Riff.is. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst eftir eina viku. 140 kvikmyndir verða sýndar frá 29 löndum. Tvö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin í sjöunda sinn dagana 23. september til 3. október. Dagskráin liggur nú ljós fyrir og er hún sú glæsilegasta til þessa með 140 myndum frá 29 löndum. „Það hafa aldrei verið fleiri myndir en í ár og það er búinn að vera gríðarlega mikill undirbúningur hjá fjölda manns,“ segir Hrönn Marinósdóttir hjá RIFF. „Þarna verða frábærar myndir, til dæmis myndir sem voru að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum,“ segir hún og á þar við myndirnar Attenberg og Silent Souls. Um tvö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir á hátíðina, þar á meðal blaðamenn frá New York Magazine, kvikmyndasíðunum Indiewire.com og Screendaily.com og Jyllands-Posten í Danmörku. Aðilar frá kvikmyndafyrirtækjum á borð við Fortissimo og Magnolia eru einnig á leiðinni til landsins í fyrsta sinn. „Þetta eru miklu fleiri gestir en hafa komið. Ég veit ekki hvort það er hagstætt gengi krónunnar eða eitthvað annað en við höfum fundið fyrir miklum áhuga hjá fólki í kvikmyndabransanum,“ segir Hrönn. Þessi sjöunda RIFF-hátíð leggst vel í hana enda hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Á fyrstu hátíðina mættu um þrjú þúsund manns en í fyrra voru gestirnir um 22 þúsund talsins. „Það er oft sagt að sjöunda árið sé mikilvægt ár á kvikmyndahátíðum. Þetta er kannski svipað og með hjónabandið. Þarna kemur í ljós hvort það gengur eða gengur ekki,“ segir hún og hlær. Alls verða um 350 kvikmyndasýningar á þessum ellefu dögum sem hátíðin fer fram. Þá verða fimm málþing haldin, sjö masterklassar og umræður, fernir tónleikar og átján sérviðburðir. Myndunum er skipt niður í fjórtán mismunandi flokka en þar ber hæst Vitranir þar sem tólf myndir keppa um aðalverðlaunin, Gyllta lundann. Einn flokkur á hátíðinni er nýr af nálinni og nefnist hann Betri heimur. Þar verða sýndar myndir sem fjalla um mannréttindamál. 28 íslenskar myndir verða einnig sýndar í flokknum Ísland í brennidepli. Opnunarmynd RIFF í ár er bandaríska gamanmyndin Cyrus með John C. Reilly, Johan Hill og Marisu Tomei í aðalhlutverkum. Heiðursgestur verður bandaríski leikstjórinnn Jim Jarmusch. Miðasala á hátíðina er hafin og fer hún fram í upplýsingamiðstöð RIFF í verslun Eymundssonar í Austurstræti. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á Riff.is. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira