Íslenski boltinn

Ásmundur: Framtíðin björt í Grafarvogi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Valli

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með sína menn í kvöld þó svo að liðið hafi tapað fyrir KR í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla, 2-1.

„Ég er ánægður með strákana og hef verið það í sumar, þeir hafa staðið sig vel og lagt sig fram í öllum leikjum. Við höfum oft spilað geysiskemmtilegan fótbolta en við féllum oft á köflum í þessum leik of langt til baka. Við áttum þó góðan möguleika til að klára leikinn. Planið var að sitja heldur aftarlega en við gáfum þeim of mikið pláss."

Lið Fjölnis er ungt og efnilegt og það var margt mjög jákvætt við leik þeirra í kvöld.

„Liðið er ungt og efnilegt. Þeir fá góða reynslu af þessum leik og eru margir hverjir að stíga mikilvæg skref í fyrstu deildinni núna. Þó margir hafi fengið einhverja reynslu í fyrra í Pepsi-deildinni er framtíðin björt í Grafarvogi."

Næsti leikur Fjölnis er gegn HK og býst Ásmundur við erfiðum leik.

„Við tökum marga góða punkta úr þessum leik fyrir hann, þetta verður mjög erfiður leikur enda HK upp við vegg og ég býst við gríðarlega erfiðum leik á laugardaginn. Við þurfum að nýta tímann vel fram að þeim leik," sagði Ásmundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×