Viðskipti erlent

Abba-stjarna í stríði við kínverskt heilsuhæli

Abba-stjarnan Anni-Frid Reuss á nú í stríði við kínverskt qigong heilsuhæli á Skáni. Anni-Frid telur að heilsuhælið skuldi sér rúmlega 900 milljónir kr. sem hún hafi lánað heilsuhælinu. Forstjóri hælisins segir hinsvegar að um fjárfestingu sé að ræða en ekki lán.

Í frétt um málið á business.dk segir að hvort sem um lán eða fjárfestingu sé að ræða er ljóst að þetta er tapað fé fyrir Anni-Frid þar sem heilsuhælið er á hvínandi kúpunni og skammt í gjaldþrot þess.

Anni-Frid hefur raunar beðið lögmann sinn að hefja gjaldþrotamál gegn heilsuhælinu en það er rekið af félaginu Swedish Medical Qigong.

Forstjóri heilsuhælisins segir að alls ekki hafi verið um lán að ræða heldur hafi Anni-Frid fjárfest í hugmynd um kínverska lækningu. Hún hafi síðan breytt afstöðu sinni og segi nú að um lán sé að ræða.

Þetta segir lögmaður Anni-Frid að sé hreint bull en að stjarnan sé leið yfir því hverning málin hafa þróast.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×