Kristján: Meistaraheppnin er með okkur Hjalti Þór Hreinsson skrifar 14. ágúst 2010 06:30 Gunnar Einarsson skallar boltann í leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton Leiknismenn lentu undir gegn Þrótti á heimavelli sínum í gær en börðust til baka og hirtu öll þrjú stigin sem í boði voru. Liðið er þar með komið með tveggja stiga forystu á Víkinga þegar sex umferðir eru eftir. Leiknismenn eru mjög sterkir á heimavelli og hafa enn ekki tapað þar í sumar. Þeir byrjuðu betur í gær og Kristján Páll Jónsson fékk tvö færi strax í byrjun. Það var nokkuð gegn gangi leiksins að Erlingur Jack Guðmundsson kom Þrótti yfir. Markið var glæsilegt, hann sneri sér í teignum og setti boltann í fallegum boga í fjærhornið. Þróttarar voru betri í byrjun seinni hálfleiks og fengu dauðafæri þegar Hörður Bjarnason slapp einn í gegn. Eyjólfur Tómasson markmaður sá þó við honum og varði mjög vel. Eftir um 70 mínútur var eins og Þróttarar væru hreinlega orðnir þreyttir og heimamenn gengu á lagið. Þeir sóttu mikið og uppskáru jöfnunarmark þegar Gunnar Einarsson stýrði boltanum í markið úr vítateignum. Undir lokin skoraði svo Kristján Páll gott mark eftir frábært upphlaup og tryggði Leikni sigurinn. „Ég vil meina að gott form hafi skilað þessu. Við erum búnir að æfa eins og skepnur og vorum á fullu allan leikinn. Við tókum þá á forminu," sagði Kristján. „Það er meistaraheppni á okkur en við sköpum okkar eigin heppni. Þróttarar eru hættulegir ef þeir komast yfir en við höfðum allan tímann trú á þessu. Steini (Sigursteinn Gíslason, þjálfari, innsk.) sagði okkur í hálfleiknum að örvænta ekki. Við vorum ekki sáttir með leikinn en meistaraheppnin féll með okkur," sagði Kristján sem hrósaði svo stuðningsmönnum Leiknis. „Það er alltaf gaman að spila hér á Ghetto Ground og við erum með fullt hús á heimavelli." Íslenski boltinn Innlendar Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Leiknismenn lentu undir gegn Þrótti á heimavelli sínum í gær en börðust til baka og hirtu öll þrjú stigin sem í boði voru. Liðið er þar með komið með tveggja stiga forystu á Víkinga þegar sex umferðir eru eftir. Leiknismenn eru mjög sterkir á heimavelli og hafa enn ekki tapað þar í sumar. Þeir byrjuðu betur í gær og Kristján Páll Jónsson fékk tvö færi strax í byrjun. Það var nokkuð gegn gangi leiksins að Erlingur Jack Guðmundsson kom Þrótti yfir. Markið var glæsilegt, hann sneri sér í teignum og setti boltann í fallegum boga í fjærhornið. Þróttarar voru betri í byrjun seinni hálfleiks og fengu dauðafæri þegar Hörður Bjarnason slapp einn í gegn. Eyjólfur Tómasson markmaður sá þó við honum og varði mjög vel. Eftir um 70 mínútur var eins og Þróttarar væru hreinlega orðnir þreyttir og heimamenn gengu á lagið. Þeir sóttu mikið og uppskáru jöfnunarmark þegar Gunnar Einarsson stýrði boltanum í markið úr vítateignum. Undir lokin skoraði svo Kristján Páll gott mark eftir frábært upphlaup og tryggði Leikni sigurinn. „Ég vil meina að gott form hafi skilað þessu. Við erum búnir að æfa eins og skepnur og vorum á fullu allan leikinn. Við tókum þá á forminu," sagði Kristján. „Það er meistaraheppni á okkur en við sköpum okkar eigin heppni. Þróttarar eru hættulegir ef þeir komast yfir en við höfðum allan tímann trú á þessu. Steini (Sigursteinn Gíslason, þjálfari, innsk.) sagði okkur í hálfleiknum að örvænta ekki. Við vorum ekki sáttir með leikinn en meistaraheppnin féll með okkur," sagði Kristján sem hrósaði svo stuðningsmönnum Leiknis. „Það er alltaf gaman að spila hér á Ghetto Ground og við erum með fullt hús á heimavelli."
Íslenski boltinn Innlendar Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira