Sigurður Ragnar: Helmingurinn af venjulegu byrjunarliði er meiddur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2010 16:45 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag 22 manna landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Frökkum og Eistlandi í undankeppni HM sem fara fram 21. og 25. ágúst. Leikirnir munu ráða því hvar íslenska liðið endar í riðlinum en aðeins efsta liðið kemst áfram í umspilið. „Við erum að fara í úrslitaleik á móti Frökkum á Laugardalsvelli á Menningarnótt. Við teljum það mjög mikilvægt til að ná árangri að við fáum góðan stuðning," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannfundi í dag. „Það eru svolítil forföll í okkar venjulega landsliðshóp. Katrín Ómarsdóttir er meidd en hún tognaði aftan í læri og við söknum sterkra leikmanna sem hafa yfirleitt verið með okkur í landsliðinu og hefði verið gott að hafa í þetta mikilvæga verkefni," sagði Sigurður Ragnar en sagði jafnframt að hann hefði valið 22 sterkustu leikmenn Íslands á þessum tímapunkti. „Við erum að mæta gríðarlega sterku liði og ef við lítum raunhæft á hlutina þá er helmingurinn af okkar venjulega byrjunarliði í landsliðinu meiddar. Við verðum óreyndara lið en oft áður," segir Sigurður Ragnar en hann valdi tvo leikmenn í hópinn sem eru tæpar, landsliðsfyrirliðann Katrínu Jónsdóttur sem meiddist í gær og Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur verið meidd að undanförnu. „Það er töluverð óvissa með hvernig við stillum upp liðinu bæði út af Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. Við þurfum að sjá á miðvikudag og fimmtudag hvernig þær koma út úr æfingum og svona. Taktík okkar verður alltaf að miðast við hvaða leikmenn eru inn á vellinum hverju sinni," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er á heimavelli á móti Frökkum og Laugardalsvöllurinn hefur reynst íslenska liðinu vel. „Okkur hefur gengið mjög vel hérna á heimavelli. Hér höfum við unnið alla leiki okkar og ekki fengið á okkur mark ennþá. Núna er andstæðingurinn eins og þeir gerast bestir sem er frábær áskorun fyrir okkar lið," sagði Sigurður Ragnar. „Frakklandshópurinn er skipaður geysilega sterkum leikmönnum. Þar á meðal eru átta leikmenn frá Lyon sem fór í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og töpuðu þar í vítaspyrnukeppni. Það eru líka tveir leikmenn sem eru að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni og við vitum að við erum að fara að mæta feykilega sterku liði," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið á enn möguleika á að vinna riðilinn en þá er ekki nóg bara að vinna leikinn á móti Frökkum heldur þarf liðið að vinna upp 0-2 tap úr fyrri leiknum í Frakklandi. „Tölfræðilega er möguleiki á að okkur dugi 2-0 sigur ef við myndum vinna Eista mjög stórt eða að Frakkar myndu misstíga sig í sínum síðasta leik á móti Serbíu. Líklegast þurftum við 3-0 sigur á móti þeim til þess að vinna riðilinn svo framarlega sem við vinnum Eistland síðan í kjölfarið. Þá værum við komin í umspil," sagði Sigurður Ragnar. „Það yrði stórkostlegur árangur ef við myndum ná því að vinna þær 3-0 en það er líka mikilvægt fyrir okkur að hafa það í huga að leikurinn getur skipt mjög miklu máli fyirr okkur upp á styrkleikaröðun fyrir næstu Evrópukeppni," sagði Sigurður Ragnar sem lagðist í útreikning fyirr blaðamannafundinn. „Samkvæmt mínum úteikningum myndi það duga okkur að vinna Frakka til þess að verða í efsta styrkleikaflokki ef næsta EM fer fram í Svíþjóð en ekki í Hollandi. Þá myndum við sleppa við allar sterkustu þjóðirnar. Leikurinn hefur því líka mikið vægi fyrir okkur upp á framtíð liðsins," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag 22 manna landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Frökkum og Eistlandi í undankeppni HM sem fara fram 21. og 25. ágúst. Leikirnir munu ráða því hvar íslenska liðið endar í riðlinum en aðeins efsta liðið kemst áfram í umspilið. „Við erum að fara í úrslitaleik á móti Frökkum á Laugardalsvelli á Menningarnótt. Við teljum það mjög mikilvægt til að ná árangri að við fáum góðan stuðning," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannfundi í dag. „Það eru svolítil forföll í okkar venjulega landsliðshóp. Katrín Ómarsdóttir er meidd en hún tognaði aftan í læri og við söknum sterkra leikmanna sem hafa yfirleitt verið með okkur í landsliðinu og hefði verið gott að hafa í þetta mikilvæga verkefni," sagði Sigurður Ragnar en sagði jafnframt að hann hefði valið 22 sterkustu leikmenn Íslands á þessum tímapunkti. „Við erum að mæta gríðarlega sterku liði og ef við lítum raunhæft á hlutina þá er helmingurinn af okkar venjulega byrjunarliði í landsliðinu meiddar. Við verðum óreyndara lið en oft áður," segir Sigurður Ragnar en hann valdi tvo leikmenn í hópinn sem eru tæpar, landsliðsfyrirliðann Katrínu Jónsdóttur sem meiddist í gær og Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur verið meidd að undanförnu. „Það er töluverð óvissa með hvernig við stillum upp liðinu bæði út af Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. Við þurfum að sjá á miðvikudag og fimmtudag hvernig þær koma út úr æfingum og svona. Taktík okkar verður alltaf að miðast við hvaða leikmenn eru inn á vellinum hverju sinni," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er á heimavelli á móti Frökkum og Laugardalsvöllurinn hefur reynst íslenska liðinu vel. „Okkur hefur gengið mjög vel hérna á heimavelli. Hér höfum við unnið alla leiki okkar og ekki fengið á okkur mark ennþá. Núna er andstæðingurinn eins og þeir gerast bestir sem er frábær áskorun fyrir okkar lið," sagði Sigurður Ragnar. „Frakklandshópurinn er skipaður geysilega sterkum leikmönnum. Þar á meðal eru átta leikmenn frá Lyon sem fór í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og töpuðu þar í vítaspyrnukeppni. Það eru líka tveir leikmenn sem eru að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni og við vitum að við erum að fara að mæta feykilega sterku liði," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið á enn möguleika á að vinna riðilinn en þá er ekki nóg bara að vinna leikinn á móti Frökkum heldur þarf liðið að vinna upp 0-2 tap úr fyrri leiknum í Frakklandi. „Tölfræðilega er möguleiki á að okkur dugi 2-0 sigur ef við myndum vinna Eista mjög stórt eða að Frakkar myndu misstíga sig í sínum síðasta leik á móti Serbíu. Líklegast þurftum við 3-0 sigur á móti þeim til þess að vinna riðilinn svo framarlega sem við vinnum Eistland síðan í kjölfarið. Þá værum við komin í umspil," sagði Sigurður Ragnar. „Það yrði stórkostlegur árangur ef við myndum ná því að vinna þær 3-0 en það er líka mikilvægt fyrir okkur að hafa það í huga að leikurinn getur skipt mjög miklu máli fyirr okkur upp á styrkleikaröðun fyrir næstu Evrópukeppni," sagði Sigurður Ragnar sem lagðist í útreikning fyirr blaðamannafundinn. „Samkvæmt mínum úteikningum myndi það duga okkur að vinna Frakka til þess að verða í efsta styrkleikaflokki ef næsta EM fer fram í Svíþjóð en ekki í Hollandi. Þá myndum við sleppa við allar sterkustu þjóðirnar. Leikurinn hefur því líka mikið vægi fyrir okkur upp á framtíð liðsins," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira