Rooney, Robinson og Ritchie flækt í skattsvikarannsókn 15. febrúar 2010 10:37 Fjöldi þekktra Breta á borð við fótboltamanninn Wayne Rooney, sjónvarpsstjörnuna Anne Robinson og leikstjórann Guy Ritchie eru nú flækt í skattsvikarannsókn. Þau eiga það sameiginlegt að hjá fjárfest hjá sjóði sem heitir Inside Track.Sjóðurinn sem hér um ræðir er sakaður um að hafa sérhæft sig í að nýta fjárfestingar viðskiptavina sinna á þann veg að viðkomandi borgaði ekki skatt af þeim. Bresk skattayfirvöld standa nú fyrir rannsókn á starfsháttum sjóðsins.Inside Track sjóðurinn er í eigu fjármálafyrirtækisins Ingenious Media en honum var komið á fót fyrir nokkrum árum þegar ríkisstjórn Gordon Brown samþykkti nýja löggjöf sem fól í sér ýmiskonar skattaafslætti handa þeim sem fjárfestu í breskri kvikmyndagerð.Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail var markmið löggjafarinnar að að auðvelda þeim sem áhuga höfðu á því að fjárfesta í breskum kvikmyndum. Nú óttast margir að þekktir og auðugir einstaklingar hafi nýtt sér löggjöfina til að koma tekjum sínum undan skatti.Þegar er búið að breyta fyrrgreindri löggjöf á þann hátt að allar skattaívilnanir fara nú til kvikmyndagerðarmanna/fyrirtækja sjálfra en ekki þeirra sem fjárfesta í viðkomandi myndum.Talsmaður breska skattsins segir að þegar sé búið að loka fyrir skattagötin í löggjöfinni en rannsókn embættisins beinist að því hvort auðugir einstaklingar hafi fyrir þann tíma nýtt sér götin til að komast hjá skattgreiðslum.Talsmaður Ingenious Media segir að Inside Track sé fjárfestingarsjóður fyrir kvikmyndir en ekki til þess að einstaklingar komist hjá skattgreiðslum. Hann segir sjóðinn ekkert hafa brotið af sér og fagnar rannsókn skattyfirvalda. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjöldi þekktra Breta á borð við fótboltamanninn Wayne Rooney, sjónvarpsstjörnuna Anne Robinson og leikstjórann Guy Ritchie eru nú flækt í skattsvikarannsókn. Þau eiga það sameiginlegt að hjá fjárfest hjá sjóði sem heitir Inside Track.Sjóðurinn sem hér um ræðir er sakaður um að hafa sérhæft sig í að nýta fjárfestingar viðskiptavina sinna á þann veg að viðkomandi borgaði ekki skatt af þeim. Bresk skattayfirvöld standa nú fyrir rannsókn á starfsháttum sjóðsins.Inside Track sjóðurinn er í eigu fjármálafyrirtækisins Ingenious Media en honum var komið á fót fyrir nokkrum árum þegar ríkisstjórn Gordon Brown samþykkti nýja löggjöf sem fól í sér ýmiskonar skattaafslætti handa þeim sem fjárfestu í breskri kvikmyndagerð.Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail var markmið löggjafarinnar að að auðvelda þeim sem áhuga höfðu á því að fjárfesta í breskum kvikmyndum. Nú óttast margir að þekktir og auðugir einstaklingar hafi nýtt sér löggjöfina til að koma tekjum sínum undan skatti.Þegar er búið að breyta fyrrgreindri löggjöf á þann hátt að allar skattaívilnanir fara nú til kvikmyndagerðarmanna/fyrirtækja sjálfra en ekki þeirra sem fjárfesta í viðkomandi myndum.Talsmaður breska skattsins segir að þegar sé búið að loka fyrir skattagötin í löggjöfinni en rannsókn embættisins beinist að því hvort auðugir einstaklingar hafi fyrir þann tíma nýtt sér götin til að komast hjá skattgreiðslum.Talsmaður Ingenious Media segir að Inside Track sé fjárfestingarsjóður fyrir kvikmyndir en ekki til þess að einstaklingar komist hjá skattgreiðslum. Hann segir sjóðinn ekkert hafa brotið af sér og fagnar rannsókn skattyfirvalda.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira