Fjármálaeftirlit Dana bjargaði landinu frá íslensku bankahruni 15. janúar 2010 08:33 Fjármálaeftirlit Danmerkur bjargaði landinu frá íslensku bankahruni og það gerðist þegar fyrir fimm árum. Þá setti eftirlitið Kaupþingi ströng skilyrði fyrir kaupunum á FIH bankanum. Meðal annars að ekki mætti blanda fjárstreymi frá FIH við íslensku bankastarfsemina.Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir að ef þessi skilyrði hefðu ekki verið sett hefði FIH bankinn að öllum líkindum fallið með Kaupþingi haustið 2008. Það hefði aftur haft mjpög alvarlegar afleiðingar fyrir danska bankakerfið því FIH er helsti lánveitandi 4.500 stórra og meðalstórra fyrirtæja í Danmörku.Í fréttinni er sagt að afleiðingar þess að FIH bankinn hefði komist í þrot hefðu sennilega verið umfangsmeiri en þau vandræði sem sköpuðust þegar Roskilde Bank varð gjaldþrota.Danska fjármálaeftirlitið samþykkti kaupin á FIH bankanum árið 2004 en Henrik Sjögreen bankastjóri FIH segir að kaupin hafi verið þau fyrstu þar sem að stór danskur banki er keyptur af minni fjármálastofnun frá litlu landi með 300.000 íbúa. Þar að auki hafi þá þegar farið að bera á áhættusækni íslenskra bankamanna.„Það var því þannig að stjónvöld vildu til að tryggja sig fyrir því ómögulega, kerfishruni á Íslandi. Men vildu tryggja að slíkt kæmi ekki til með að hafa áhrif á danska fjármálakerfið," segir Sjögreen.Bankastjórinn er ekki í vafa um að danska fjármálaeftirlitið eigi heiður skilinn fyrir það hvernig staðið var að kaupum Kaupþings á FIH. „Ef starfsemi FIH hefði verið samtvinnuð Kaupþingi hefði FIH lánað fé til viðskiptavina og dótturfélaga Kaupþings," segir Sjögreen. „það með hefði Kaupþing tekið FIH með sér í fallinu."Lars Christensen forstöðumaður greiningar Danske Bank segir að hann upplifi dæmið þannig að danski seðlabankinn, fjármálaeftirlitið og danskir fjárfestar hafi verið með augað á boltanum frá upphafi. „Þeim var fulljóst áhættan sem stafaði af hinu íslenska fjármálakerfi," segir Christensen.Sem kunnugt er af fréttum er FIH i íslenskri eigu og á forræði slitastjórnar Kaupþings. Seðlabankinn á veð í FIH upp á 500 milljónir evra. Þar var um að ræða neyðarlán til Kaupþings á síðustu metrunum fyrir fall bankans. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálaeftirlit Danmerkur bjargaði landinu frá íslensku bankahruni og það gerðist þegar fyrir fimm árum. Þá setti eftirlitið Kaupþingi ströng skilyrði fyrir kaupunum á FIH bankanum. Meðal annars að ekki mætti blanda fjárstreymi frá FIH við íslensku bankastarfsemina.Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir að ef þessi skilyrði hefðu ekki verið sett hefði FIH bankinn að öllum líkindum fallið með Kaupþingi haustið 2008. Það hefði aftur haft mjpög alvarlegar afleiðingar fyrir danska bankakerfið því FIH er helsti lánveitandi 4.500 stórra og meðalstórra fyrirtæja í Danmörku.Í fréttinni er sagt að afleiðingar þess að FIH bankinn hefði komist í þrot hefðu sennilega verið umfangsmeiri en þau vandræði sem sköpuðust þegar Roskilde Bank varð gjaldþrota.Danska fjármálaeftirlitið samþykkti kaupin á FIH bankanum árið 2004 en Henrik Sjögreen bankastjóri FIH segir að kaupin hafi verið þau fyrstu þar sem að stór danskur banki er keyptur af minni fjármálastofnun frá litlu landi með 300.000 íbúa. Þar að auki hafi þá þegar farið að bera á áhættusækni íslenskra bankamanna.„Það var því þannig að stjónvöld vildu til að tryggja sig fyrir því ómögulega, kerfishruni á Íslandi. Men vildu tryggja að slíkt kæmi ekki til með að hafa áhrif á danska fjármálakerfið," segir Sjögreen.Bankastjórinn er ekki í vafa um að danska fjármálaeftirlitið eigi heiður skilinn fyrir það hvernig staðið var að kaupum Kaupþings á FIH. „Ef starfsemi FIH hefði verið samtvinnuð Kaupþingi hefði FIH lánað fé til viðskiptavina og dótturfélaga Kaupþings," segir Sjögreen. „það með hefði Kaupþing tekið FIH með sér í fallinu."Lars Christensen forstöðumaður greiningar Danske Bank segir að hann upplifi dæmið þannig að danski seðlabankinn, fjármálaeftirlitið og danskir fjárfestar hafi verið með augað á boltanum frá upphafi. „Þeim var fulljóst áhættan sem stafaði af hinu íslenska fjármálakerfi," segir Christensen.Sem kunnugt er af fréttum er FIH i íslenskri eigu og á forræði slitastjórnar Kaupþings. Seðlabankinn á veð í FIH upp á 500 milljónir evra. Þar var um að ræða neyðarlán til Kaupþings á síðustu metrunum fyrir fall bankans.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira