Viðskipti erlent

Milljónamæringum fjölgar um 35.000 í Noregi milli ára

Samkvæmt álagningarseðlum skattsins í Noregi fjölgaði milljónamæringum í landinu, mælt í norskum krónum, um 35.000 í fyrra miðað við árið áður. Yfir 60.000 Norðmenn voru með meir en eina miljón norskra kr. í tekjur í fyrra.

Þetta gerist þrátt fyrir að lágmarkið fyrir frádráttarbærar fjármagnstekjur hafi verið hækkað úr 350.000 norskum kr. og í 470.000 en sú ákvörðun hefði átt að hafa í för með sér fækkun milljónamæringa í Noregi.

Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar segir að hrein meðaltalseign hvers Norðmanns sé nú tæpar 400.000 norskra kr. eða um 7,6 milljónir kr. Þetta er rúmlega 5% aukning frá árinu 2008.

Fram kemur að munur á meðaltekjum karla og kvenna í Noregi fór minnkandi í fyrra. Þannig jukust tekjur kvennana um 4,4% meðan að tekjur karla jukust um 1,4%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×