Reglur Evrópusambandsins gera það að verkum að Norðmenn geta ekki mikið lengur komið í veg fyrir áfengisauglýsingar á sjónvarpsstöðvum, sem senda út í öðrum löndum, jafnvel þótt útsendingin sé einkum ætluð áhorfendum í Noregi.
Norðmönnum hefur ekki tekist að fá undantekningar þar að lútandi frá þriggja ára gamalli tilskipun Evrópusambandsins um hljóð- og myndfjölmiðla, og verða nú að innleiða tilskipunina hið fyrsta.
Í norska dagblaðinu Aftenposten, sem skýrði frá þessu í vikunni, segir að úr því öll aðildarríki sambandsins hafi verið sammála um þetta fyrirkomulag, þá sé ekki hægt að veita Norðmönnum neina sérmeðferð.- gb