Skalli Þorsteinn Pálsson skrifar 23. ágúst 2010 11:00 Gylfi Magnússon efnahagsráðherra var sakaður um að hafa leynt Alþingi vitneskju um að gengistrygging lána væri ólögmæt. Svo vill til að Alþingi setti lög um bann við slíkri tryggingu árið 2001. Síðan þá hefur það verið opinber staðreynd og birt með lögmætum hætti öllum borgurum þessa lands til eftirbreytni. Alþingi hefur hins vegar aldrei bannað erlend lán. Einstakir lánagerningar geta verið þannig úr garði gerðir að ágreiningur kann að vera um hvort um er að ræða lán í erlendri mynt eða íslenskum krónum með gengistryggingu. Hæstiréttur hefur skorið úr vafa þar um í einu tilviki. Lögfræðiálit sem unnin voru í Seðlabanka og viðskiptaráðuneytinu höfðu að geyma túlkun á efni laganna. Þau fjölluðu á hinn bóginn ekki um hvort einstakir lánagerningar banka og fjármálafyrirtækja væru í samræmi við lögin. Á þessu er grundvallarmunur. Hvorki Seðlabankinn né viðskiptaráðuneytið gátu unnið álit um hvort einstakir lánagerningar samræmdust lögunum með því að þeir voru ekki í höndum þessara stofnana. Þegar ráðherra svaraði fyrirspurnum um þessi efni á Alþingi fyrir ári hafði hann fengið lögfræðilega kynningu á efni laganna en ekki um lánagerningana. Án dóms Hæstaréttar gátu svör ráðherrans ekki verið á annan veg. Með engu móti verður því á það fallist að hann hafi blekkt Alþingi eða sagt því ósatt. Nær lagi er að fjölmiðlar hafi villt um fyrir þjóðinni.Uppskafning Því hefur verið haldið fram að ráðherrann hefði átt að upplýsa skuldara þessara vafasömu lána um lagalega stöðu þeirra fyrir ári. Jafnframt hefði hann átt að gera ríkissjóði viðvart svo að hann gæti gætt hagsmuna sinna. Við þetta er ýmislegt að athuga. Í fyrsta lagi hafði ráðherra ekki upplýsingar um lagalega stöðu lánagerninganna. Í annan stað fara hagsmunir ríkissjóðs og skuldara ekki sjálfkrafa saman í þessu máli. Ríkissjóður sat uppi með ábyrgð á endurfjármögnun bankanna. Hefði ríkissjóður metið þessi lán minna virði hefðu skattborgararnir hugsanlega þurft að leggja bönkunum til meira eigið fé. Hvaða vit var í því fyrir ráðherra efnahagsmála að hvetja til þess? Nóg var nú samt. Hefði ráðherrann ætlað að þvinga bankana til að fara með þessi lán í samræmi við óuppkveðinn dóm Hæstaréttar hefði hann verið að fara út fyrir valdsvið sitt. Þá hefði framkvæmdarvaldið tekið sér dómsvald. Það er andstætt stjórnarskránni. Álitamál er hvort það er broslegt eða kjánalegt að hlusta á fréttamenn og stjórnmálamenn sem dag hvern klifa á nauðsyn skarpra skila milli hinna þriggja þátta stjórnkerfisins þegar þeir krefjast afsagnar ráðherra fyrir þá sök að hafa ekki látið sér til hugar koma að misbeita valdi sínu. Vitaskuld hefði það verið betra fyrir skuldara að fá fyrir ári þá niðurstöðu sem varð í Hæstarétti á dögunum. Um það er ekki deilt. Það var hins vegar ekki á valdi ráðherrans að flýta henni. Þeir sem krafist hafa afsagnar ráðherrans af þessum sökum hafa ekki sýnt fram á hvernig þeir hefðu sjálfir komið því í kring í hans sporum. Svo er hitt: Sumir þeirra gáfumanna sem helst hafa gagnrýnt efnahagsráðherrann fyrir að hafa ekki staðið vörð um hagsmuni skuldara eru í hópi þeirra sem telja að sá sveigjanleiki krónunnar sem varð skuldurum að fótakefli sé mesta efnahagsgæfa þjóðarinnar. Enginn fréttamaður spyr út í það.Ruglandi Hefur efnahagsráðherrann þá ekkert til sakar unnið? Ráðherrar geta brotið af sér eða gert mistök með tvennum hætti. Annars vegar með því að brjóta lög, reglur og stjórnsýsluhefðir. Hins vegar með því að fylgja vitlausri pólitík eða engri. Efnahagsráðherrann hefur ekki brotið stjórnsýslureglur. Hitt er jafn ljóst að hann ber formlega ábyrgð á framkvæmd efnahagsstefnunnar. Í reynd er staða hans þó þannig að hann er fremur embættismaður eða blaðafulltrúi sem fær að mæta á fundi ríkisstjórnar og Alþingis. Það er ljóður á ráði efnahagsráðherrans að hann hefur ekki gert tilraun til að hafa áhrif í krafti stöðu sinnar. Eftir nýbreyttum stjórnarráðslögum hvílir pólitísk forysta í efnahagsmálum á efnahagsráðherranum. Þar hefur hann algjörlega brugðist. Það sýnir ráðleysið eftir dóm Hæstaréttar í gengislánamálinu og geðleysið varðandi sjávarútvegsmálin og orkunýtingarmálin. Alvarlegast er þó að stjórnarflokkarnir hafa hvor sína stefnu í peningamálum og efnahagsráðherrann er samviskusamur blaðafulltrúi beggja. Að þessu virtu er hann betur kominn í Háskólanum en ríkisstjórn. En það er annar handleggur og kemur svörum á Alþingi ekki við. Ögmundur Jónasson bíður eftir að koma í hans stað. Vandséð er að það muni bæta málefnastöðuna í þessum efnum. Um þetta er ekki fjallað. Umræðan hefur því borið öll sömu frásagnareinkenni og Þórbergur sá í Hornstrendingabók. Þar er að finna: Skalla, uppskafningu, lágkúru og ruglandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Gylfi Magnússon efnahagsráðherra var sakaður um að hafa leynt Alþingi vitneskju um að gengistrygging lána væri ólögmæt. Svo vill til að Alþingi setti lög um bann við slíkri tryggingu árið 2001. Síðan þá hefur það verið opinber staðreynd og birt með lögmætum hætti öllum borgurum þessa lands til eftirbreytni. Alþingi hefur hins vegar aldrei bannað erlend lán. Einstakir lánagerningar geta verið þannig úr garði gerðir að ágreiningur kann að vera um hvort um er að ræða lán í erlendri mynt eða íslenskum krónum með gengistryggingu. Hæstiréttur hefur skorið úr vafa þar um í einu tilviki. Lögfræðiálit sem unnin voru í Seðlabanka og viðskiptaráðuneytinu höfðu að geyma túlkun á efni laganna. Þau fjölluðu á hinn bóginn ekki um hvort einstakir lánagerningar banka og fjármálafyrirtækja væru í samræmi við lögin. Á þessu er grundvallarmunur. Hvorki Seðlabankinn né viðskiptaráðuneytið gátu unnið álit um hvort einstakir lánagerningar samræmdust lögunum með því að þeir voru ekki í höndum þessara stofnana. Þegar ráðherra svaraði fyrirspurnum um þessi efni á Alþingi fyrir ári hafði hann fengið lögfræðilega kynningu á efni laganna en ekki um lánagerningana. Án dóms Hæstaréttar gátu svör ráðherrans ekki verið á annan veg. Með engu móti verður því á það fallist að hann hafi blekkt Alþingi eða sagt því ósatt. Nær lagi er að fjölmiðlar hafi villt um fyrir þjóðinni.Uppskafning Því hefur verið haldið fram að ráðherrann hefði átt að upplýsa skuldara þessara vafasömu lána um lagalega stöðu þeirra fyrir ári. Jafnframt hefði hann átt að gera ríkissjóði viðvart svo að hann gæti gætt hagsmuna sinna. Við þetta er ýmislegt að athuga. Í fyrsta lagi hafði ráðherra ekki upplýsingar um lagalega stöðu lánagerninganna. Í annan stað fara hagsmunir ríkissjóðs og skuldara ekki sjálfkrafa saman í þessu máli. Ríkissjóður sat uppi með ábyrgð á endurfjármögnun bankanna. Hefði ríkissjóður metið þessi lán minna virði hefðu skattborgararnir hugsanlega þurft að leggja bönkunum til meira eigið fé. Hvaða vit var í því fyrir ráðherra efnahagsmála að hvetja til þess? Nóg var nú samt. Hefði ráðherrann ætlað að þvinga bankana til að fara með þessi lán í samræmi við óuppkveðinn dóm Hæstaréttar hefði hann verið að fara út fyrir valdsvið sitt. Þá hefði framkvæmdarvaldið tekið sér dómsvald. Það er andstætt stjórnarskránni. Álitamál er hvort það er broslegt eða kjánalegt að hlusta á fréttamenn og stjórnmálamenn sem dag hvern klifa á nauðsyn skarpra skila milli hinna þriggja þátta stjórnkerfisins þegar þeir krefjast afsagnar ráðherra fyrir þá sök að hafa ekki látið sér til hugar koma að misbeita valdi sínu. Vitaskuld hefði það verið betra fyrir skuldara að fá fyrir ári þá niðurstöðu sem varð í Hæstarétti á dögunum. Um það er ekki deilt. Það var hins vegar ekki á valdi ráðherrans að flýta henni. Þeir sem krafist hafa afsagnar ráðherrans af þessum sökum hafa ekki sýnt fram á hvernig þeir hefðu sjálfir komið því í kring í hans sporum. Svo er hitt: Sumir þeirra gáfumanna sem helst hafa gagnrýnt efnahagsráðherrann fyrir að hafa ekki staðið vörð um hagsmuni skuldara eru í hópi þeirra sem telja að sá sveigjanleiki krónunnar sem varð skuldurum að fótakefli sé mesta efnahagsgæfa þjóðarinnar. Enginn fréttamaður spyr út í það.Ruglandi Hefur efnahagsráðherrann þá ekkert til sakar unnið? Ráðherrar geta brotið af sér eða gert mistök með tvennum hætti. Annars vegar með því að brjóta lög, reglur og stjórnsýsluhefðir. Hins vegar með því að fylgja vitlausri pólitík eða engri. Efnahagsráðherrann hefur ekki brotið stjórnsýslureglur. Hitt er jafn ljóst að hann ber formlega ábyrgð á framkvæmd efnahagsstefnunnar. Í reynd er staða hans þó þannig að hann er fremur embættismaður eða blaðafulltrúi sem fær að mæta á fundi ríkisstjórnar og Alþingis. Það er ljóður á ráði efnahagsráðherrans að hann hefur ekki gert tilraun til að hafa áhrif í krafti stöðu sinnar. Eftir nýbreyttum stjórnarráðslögum hvílir pólitísk forysta í efnahagsmálum á efnahagsráðherranum. Þar hefur hann algjörlega brugðist. Það sýnir ráðleysið eftir dóm Hæstaréttar í gengislánamálinu og geðleysið varðandi sjávarútvegsmálin og orkunýtingarmálin. Alvarlegast er þó að stjórnarflokkarnir hafa hvor sína stefnu í peningamálum og efnahagsráðherrann er samviskusamur blaðafulltrúi beggja. Að þessu virtu er hann betur kominn í Háskólanum en ríkisstjórn. En það er annar handleggur og kemur svörum á Alþingi ekki við. Ögmundur Jónasson bíður eftir að koma í hans stað. Vandséð er að það muni bæta málefnastöðuna í þessum efnum. Um þetta er ekki fjallað. Umræðan hefur því borið öll sömu frásagnareinkenni og Þórbergur sá í Hornstrendingabók. Þar er að finna: Skalla, uppskafningu, lágkúru og ruglandi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun