Í dag þarf endurreisn Ólafs að byrja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. september 2010 08:15 Ólafur Jóhannesson. Fréttablaðið/Anton Í dag verður Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari að sýna að hann sé á réttri leið með landsliðið. Í fyrsta sinn síðan hann tók við þjálfun liðsins er raunveruleg pressa á honum. Eins og forverar hans hefur Ólafur fengið eina undankeppni til þess að aðlagast landsliðinu - koma sínum áherslum að og fastmóta sinn leikmannahóp. Í dag hefst ný undankeppni og Ólafur byrjar með hreinan skjöld. Hvaða væntingar er hægt að gera til íslenska landsliðsins í knattspyrnu? Liðið er í erfiðum og fámennum riðli í undankeppni EM 2012. Af liðunum í riðlinum er Ísland talið lakast - í fimmta og neðsta styrkleikaflokki. Engu að síður eru þær kröfur gerðar til liðsins að það nái í einhver stig - sérstaklega á heimavelli. Það er skiljanleg krafa. Laugardalsvöllur á að vera vígi þar sem ekkert lið á að geta bókað auðveldan sigur.Leikgleðin og áhuginn En það er fleira sem kemur til en úrslit leikja og stigafjöldi, þó svo að það séu vissulega mikilvæg atriði. Leikmenn íslenska landsliðsins þurfa að leggja sig fram og berjast til síðasta blóðdropa. Það á að vera gaman að spila með íslenska landsliðinu. Aðeins þannig verður gaman að horfa á íslenska landsliðið spila. Ef leikgleði og áhugi verða aðaleinkenni íslenska landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar er hálfur sigur unninn. Það eru hins vegar mörg ár síðan hinn almenni áhorfendi fann að þessi stemning væri ríkjandi í íslenska landsliðshópnum, ef frá eru taldir fyrstu leikir þess eftir að hann tók við. Síðan þá hefur hallað undan fæti og andleysið náði algeru hámarki í skelfilegum 1-1 jafnteflisleik gegn Liechtenstein í síðasta mánuði. Fyrir ári mættust Ísland og Noregur undir lok undankeppninnar fyrir HM 2010. Ísland var óheppið að vinna ekki sigur og mátti sætta sig við ódýrt 1-1 jafntefli. Ísland spilaði vel í þessum leik og þó svo að niðurstaðan hafi orðið neðsta sæti riðilsins og aðeins fimm stig þótti liðið hafa endað á jákvæðum nótum. Hér til hliðar má sjá árangur liðanna á undanförnu ári, fyrst og fremst í vináttulandsleikjum. Eins og leikur liðanna sýndi í fyrra á Ísland fullt erindi í þetta norska lið sem hefur oft verið betra en nú. Á samanburði á árangri liðanna má sjá að báðum liðum hefur vegnað ágætlega í sínum leikjum. Augljósasti munurinn er þó sá að Noregur hefur verið að vinna flesta sína leiki sem hafa verið spilaðir við talsvert sterkari andstæðinga en þá sem Ísland hefur mætt.Í ruslflokki Noregur spilaði síðast við Úkraínu og Frakkland. Ísland við Andorra og Liechtenstein. Margoft hefur komið fram að það hefur reynst erfitt fyrir Ólaf að fá alvöru vináttulandsleiki og er honum vissulega vorkunn í því. En munurinn á gæðum undirbúnings liðanna fyrir leikinn í kvöld er augljós og Ísland fær ekki betri andstæðinga í framtíðinni nema að styrkja stöðu sína á alþjóðlegum vettvangi. Engu líkara er en að landsliðið í dag sé í ruslflokki. Ólafur nýtur góðs af sterku U-21 landsliði Íslands sem hefur verið að halda uppi merki karlaknattspyrnunnar á Íslandi undanfarin misseri. Það er óskandi að hann færi sér þann meðbyr í nyt. Það er einnig óskandi að íslenska landsliðið byrji vel gegn Noregi í kvöld, kalli fram gamlan baráttuanda og láti Norðmennina finna vel fyrir sér.Leikir ÍslandsÁrangur Íslands undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Georgía h 1-1 13.10.09 Suður-Afríka h 1-0 10.11.09 Íran ú 0-1 14.11.09 Lúxemborg ú 1-1 3.3.10 Kýpur ú 0-0 21.3.10 Færeyjar h 2-0 24.3.10 Mexíkó ú 0-0 29.5.10 Andorra h 4-0 11.8.10 Liechtenstein h 1-1Samtals 9 leikir: 3 sigrar, 5 jafntefli, 1 tapMarkatala: 10-4Leikir Noregs Árangur Noregs undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Makedónía* h 2-1 10.10.09 Suður-Afríka h 1-0 14.11.09 Sviss ú 1-0 3.3.10 Slóvakía ú 1-0 29.5.10 Svartfjallaland h 2-1 2.6.10 Úkraína h 0-1 11.8.10 Frakkland h 2-1* í undankeppni HM 2010Samtals 7 leikir: 6 sigrar, 1 tapMarkatala: 9-4 Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Í dag verður Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari að sýna að hann sé á réttri leið með landsliðið. Í fyrsta sinn síðan hann tók við þjálfun liðsins er raunveruleg pressa á honum. Eins og forverar hans hefur Ólafur fengið eina undankeppni til þess að aðlagast landsliðinu - koma sínum áherslum að og fastmóta sinn leikmannahóp. Í dag hefst ný undankeppni og Ólafur byrjar með hreinan skjöld. Hvaða væntingar er hægt að gera til íslenska landsliðsins í knattspyrnu? Liðið er í erfiðum og fámennum riðli í undankeppni EM 2012. Af liðunum í riðlinum er Ísland talið lakast - í fimmta og neðsta styrkleikaflokki. Engu að síður eru þær kröfur gerðar til liðsins að það nái í einhver stig - sérstaklega á heimavelli. Það er skiljanleg krafa. Laugardalsvöllur á að vera vígi þar sem ekkert lið á að geta bókað auðveldan sigur.Leikgleðin og áhuginn En það er fleira sem kemur til en úrslit leikja og stigafjöldi, þó svo að það séu vissulega mikilvæg atriði. Leikmenn íslenska landsliðsins þurfa að leggja sig fram og berjast til síðasta blóðdropa. Það á að vera gaman að spila með íslenska landsliðinu. Aðeins þannig verður gaman að horfa á íslenska landsliðið spila. Ef leikgleði og áhugi verða aðaleinkenni íslenska landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar er hálfur sigur unninn. Það eru hins vegar mörg ár síðan hinn almenni áhorfendi fann að þessi stemning væri ríkjandi í íslenska landsliðshópnum, ef frá eru taldir fyrstu leikir þess eftir að hann tók við. Síðan þá hefur hallað undan fæti og andleysið náði algeru hámarki í skelfilegum 1-1 jafnteflisleik gegn Liechtenstein í síðasta mánuði. Fyrir ári mættust Ísland og Noregur undir lok undankeppninnar fyrir HM 2010. Ísland var óheppið að vinna ekki sigur og mátti sætta sig við ódýrt 1-1 jafntefli. Ísland spilaði vel í þessum leik og þó svo að niðurstaðan hafi orðið neðsta sæti riðilsins og aðeins fimm stig þótti liðið hafa endað á jákvæðum nótum. Hér til hliðar má sjá árangur liðanna á undanförnu ári, fyrst og fremst í vináttulandsleikjum. Eins og leikur liðanna sýndi í fyrra á Ísland fullt erindi í þetta norska lið sem hefur oft verið betra en nú. Á samanburði á árangri liðanna má sjá að báðum liðum hefur vegnað ágætlega í sínum leikjum. Augljósasti munurinn er þó sá að Noregur hefur verið að vinna flesta sína leiki sem hafa verið spilaðir við talsvert sterkari andstæðinga en þá sem Ísland hefur mætt.Í ruslflokki Noregur spilaði síðast við Úkraínu og Frakkland. Ísland við Andorra og Liechtenstein. Margoft hefur komið fram að það hefur reynst erfitt fyrir Ólaf að fá alvöru vináttulandsleiki og er honum vissulega vorkunn í því. En munurinn á gæðum undirbúnings liðanna fyrir leikinn í kvöld er augljós og Ísland fær ekki betri andstæðinga í framtíðinni nema að styrkja stöðu sína á alþjóðlegum vettvangi. Engu líkara er en að landsliðið í dag sé í ruslflokki. Ólafur nýtur góðs af sterku U-21 landsliði Íslands sem hefur verið að halda uppi merki karlaknattspyrnunnar á Íslandi undanfarin misseri. Það er óskandi að hann færi sér þann meðbyr í nyt. Það er einnig óskandi að íslenska landsliðið byrji vel gegn Noregi í kvöld, kalli fram gamlan baráttuanda og láti Norðmennina finna vel fyrir sér.Leikir ÍslandsÁrangur Íslands undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Georgía h 1-1 13.10.09 Suður-Afríka h 1-0 10.11.09 Íran ú 0-1 14.11.09 Lúxemborg ú 1-1 3.3.10 Kýpur ú 0-0 21.3.10 Færeyjar h 2-0 24.3.10 Mexíkó ú 0-0 29.5.10 Andorra h 4-0 11.8.10 Liechtenstein h 1-1Samtals 9 leikir: 3 sigrar, 5 jafntefli, 1 tapMarkatala: 10-4Leikir Noregs Árangur Noregs undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Makedónía* h 2-1 10.10.09 Suður-Afríka h 1-0 14.11.09 Sviss ú 1-0 3.3.10 Slóvakía ú 1-0 29.5.10 Svartfjallaland h 2-1 2.6.10 Úkraína h 0-1 11.8.10 Frakkland h 2-1* í undankeppni HM 2010Samtals 7 leikir: 6 sigrar, 1 tapMarkatala: 9-4
Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn