Íslenski boltinn

Njósnari Motherwell: Kristinn, Arnór, Jökull og Alfreð bestu Blikarnir

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Fréttablaðið
Jocky Scott fór fyrir Motherwell og sá Breiðablik vinna Selfoss 3-1 og Stjörnuna 4-0. Blikar mæta Motherwell klukkan 19.45 í kvöld í annarri umferð fokeppni Evrópudeildar UEFA ytra.

"Þeir vilja halda boltanum niðri og spila - og þeir eru mjög góðir í því," sagði Scott við BBC. ""Þeir vinna vel fyrir hvern annan og eru með einn eða tvi góða einstaklinga sem vinna vel fyrir liðið."

Scott segir þá Kristinn Jónsson og Arnór Svein Aðalgeirsson bakverði ásamt Jökli I. Elísabetarsyni og Alfreð Finnbogasyni bestu leikmenn liðsins.

"Bakverðirnir stóðu sig mjög vel. Þeir sækja mikið, eins og og þeir geta."

"Elísabetarson er mjög góður leikmaður sem notar boltann vel," sagði hann um Jökul og sneri sér svo að Alfreð.

"Hann spilaði rétt fyrir aftan framherjann og var frábær, hann hefur mikla hæfileika. Hann nýtur þess að skora en býr líka til mörk," sagði njósnarinn.

Hann segir svo að hann vilji að Motherwell vinni stórt "en ég veit að það verður ekki auðvelt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×