Heiðra Ómar með barnaplötu 17. júní 2010 07:30 Félagarnir ásamt ómari Félagarnir Gunni og Felix heiðra Ómar í tilefni af sjötugsafmæli hans með barnaplötu með hans lögum.fréttablaðið/pjetur Félagarnir Gunni og Felix gefa út barnaplötu til heiðurs Ómari Ragnarssyni í tilefni af stórafmæli hans. Platan samanstendur af þrettán lögum Ómars sem félögunum fannst nauðsynlegt að kynna fyrir nýrri kynslóð. „Við erum óskaplega ánægðir með plötuna. Ómar hefur glatt þjóðina og þá börn sérstaklega í um fimmtíu ár. Hann var númer eitt á listanum þegar við Gunni leituðum að okkar fyrirmynd þegar við byrjuðum með Stundina okkar. Því lá það beint við að fá að heiðra hann í kringum þennan stóra dag,“ segir Felix Bergsson. Félagarnir Felix og Gunnar Helgason, tvíeykið Gunni og Felix, ætla að heiðra Ómar Ragnarsson í tilefni af sjötugsafmæli hans nú í ár. Gera þeir það með því að senda frá sér barnaplötu með vel völdum lögum af öllum þeim frábæru barnalögum sem Ómar á. Diskurinn heitir Ligga ligga lá – Gunni og Felix flytja lög Ómars Ragnarssonar og eru á honum þrettán lög. „Ómar á lög eins og til dæmis Hláturinn lengi lifi, Jói útherji, Þrjú hjól undir bílnum og Ligga ligga lá, sem fá mestu fýlupúka til að brosa út í annað,“ segir Felix. „Foreldrarnir þekkja þessi lög frá því að þeir voru ungir og því tilvalið að fjölskyldan fái lög sem hún geti sungið saman.“ Félagarnir vildu endurvekja lög Ómars svo að börn dagsins í dag fengju að njóta þeirra gullmola sem hann hefur búið til. Plötuna unnu þeir með góðvini sínum, Jóni Ólafssyni. En Jón hefur unnið með þeim félögunum í öll þau sextán ár sem þeirra samstarf hefur varað. Einnig koma þeir Hjörleifur Valsson, Stefán Már Magnússon og Haukur Gröndal að plötunni. Ómar sjálfur kemur aðeins við sögu í einu laganna þar sem hann leikur bæði sjálfan sig og forsætisráðherrann Jóhönnu Sigurðardóttir. „Það var eins og að ná í páfann þegar við reyndum að fá hann til að koma í stúdíó,“ segir Felix. „Hann er alltaf úti um allt með fulla dagskrá að það var eiginlega ekki möguleiki að fá hann til að koma. Hann er ótrúlega ofvirkur og ef hann væri tíu ára væri hann á lyfjum. Hann er svo stórkostlegur einstaklingur!“ Eins og þjóðin veit slógu þeir félagar Gunni og Felix í gegn í Stundinni okkar fyrir fimmtán árum. Þeir hafa þó enn ekki hætt að skemmta börnum. linda@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Félagarnir Gunni og Felix gefa út barnaplötu til heiðurs Ómari Ragnarssyni í tilefni af stórafmæli hans. Platan samanstendur af þrettán lögum Ómars sem félögunum fannst nauðsynlegt að kynna fyrir nýrri kynslóð. „Við erum óskaplega ánægðir með plötuna. Ómar hefur glatt þjóðina og þá börn sérstaklega í um fimmtíu ár. Hann var númer eitt á listanum þegar við Gunni leituðum að okkar fyrirmynd þegar við byrjuðum með Stundina okkar. Því lá það beint við að fá að heiðra hann í kringum þennan stóra dag,“ segir Felix Bergsson. Félagarnir Felix og Gunnar Helgason, tvíeykið Gunni og Felix, ætla að heiðra Ómar Ragnarsson í tilefni af sjötugsafmæli hans nú í ár. Gera þeir það með því að senda frá sér barnaplötu með vel völdum lögum af öllum þeim frábæru barnalögum sem Ómar á. Diskurinn heitir Ligga ligga lá – Gunni og Felix flytja lög Ómars Ragnarssonar og eru á honum þrettán lög. „Ómar á lög eins og til dæmis Hláturinn lengi lifi, Jói útherji, Þrjú hjól undir bílnum og Ligga ligga lá, sem fá mestu fýlupúka til að brosa út í annað,“ segir Felix. „Foreldrarnir þekkja þessi lög frá því að þeir voru ungir og því tilvalið að fjölskyldan fái lög sem hún geti sungið saman.“ Félagarnir vildu endurvekja lög Ómars svo að börn dagsins í dag fengju að njóta þeirra gullmola sem hann hefur búið til. Plötuna unnu þeir með góðvini sínum, Jóni Ólafssyni. En Jón hefur unnið með þeim félögunum í öll þau sextán ár sem þeirra samstarf hefur varað. Einnig koma þeir Hjörleifur Valsson, Stefán Már Magnússon og Haukur Gröndal að plötunni. Ómar sjálfur kemur aðeins við sögu í einu laganna þar sem hann leikur bæði sjálfan sig og forsætisráðherrann Jóhönnu Sigurðardóttir. „Það var eins og að ná í páfann þegar við reyndum að fá hann til að koma í stúdíó,“ segir Felix. „Hann er alltaf úti um allt með fulla dagskrá að það var eiginlega ekki möguleiki að fá hann til að koma. Hann er ótrúlega ofvirkur og ef hann væri tíu ára væri hann á lyfjum. Hann er svo stórkostlegur einstaklingur!“ Eins og þjóðin veit slógu þeir félagar Gunni og Felix í gegn í Stundinni okkar fyrir fimmtán árum. Þeir hafa þó enn ekki hætt að skemmta börnum. linda@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira