Viðskipti erlent

Tryggingarfélög hagnast vel á Facebook

Með tilkomu Facebook er það orðið mun léttara verk fyrir tryggingarfélög að upplýsa um tryggingarsvik. Á síðustu fjórum árum hefur tryggingarfélag sparað sér greiðslur á tryggingabótum upp á rúma þrjá milljarða með því að nýta sér upplýsingar af Facebook.

Í umfjöllun blaðsins Dagens Næringsliv segir að norska tryggingarfélagið Gjensidige hafi neitað að greiða út tryggingarbætur upp á 150 milljónir norskra kr. síðustu fjögur árin þar sem félagið taldi um tryggingarsvik að ræða. Svik sem komu í ljós á Facebook og álíka samskiptasíðum á netinu.

"Við finnum út meira og meira á þessum netsíðum. Fólk leggur æ fleiri upplýsingar um sjálft sig á netið, myndir og upplýsingar sem passa illa saman við þær upplýsingar sem þetta fólk hefur látið okkur í té," segir Vera Sönsthagen en hún rannsakar tryggingarsvik fyrir Gjensidige.

Í greininni er tekið dæmi af manni sem krafðist bóta af Gjensidige vegna bílslys sem hann sagðist hafa lent í. Hann fékk engar greiðslur því hann hafði lagt inn myndir á Facebook síðu sína af sjálfum sér að kafa í Rauðahafinu. Myndirnar sem voru teknar á sama tíma og bílslysið átti að hafa gerst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×