Vinstrið var alltaf í vörn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 24. febrúar 2010 06:00 Það hefur stundum tekið á að vera vinstrimaður á Íslandi, ekki síst í miðjum uppgangi peningahyggjunnar. Raunar hefur peningahyggja gegnsýrt þjóðfélagið lengi, þó um þverbak hafi keyrt í hlutabréfa- og myntkörfulánageðveiki síðustu ára fyrir hrun. Það að vera vinstrimaður hefur nefnilega lengi afmarkast af því að vera í vörn. Á meðan hugmyndafræði þeirra til hægri var ljós, voru vinstrimenn alltaf að verja eitthvað. Það á bæði við um verkalýðshreyfingu og stjórnmálamenn. Löngum var eins og hér á Íslandi hefði verið búið til hið fullkomna samfélag um og upp úr miðri síðustu öld og að með lögum um félagslegt tryggingakerfi hefði fullkomnun verið náð. Annað var ekki hægt að skilja af leiðtogum vinstrisins. Allt snerist um að verja velferðarkerfið, verja kaupmáttinn, verja heilbrigðiskerfið, verja réttindi launafólks, verja hitt og verja þetta. Hvar var sóknin? Hvar var eldmóðurinn sem hefði átt að fá ungt fólk til að fylkja sér undir merkjum baráttunnar fyrir betra lífi? Betra lífi, ekki bara því að verja það líf sem einhvern tímann hafði náðst. Nú er svo komið að vinstrimenn þurfa virkilega að vera í vörn. Hrun efnahagslífsins með tilheyrandi fjárlagahalla kallar á niðurskurð og skattahækkanir. Og þá tekur baráttan við um hvar á að skera niður og hvar á að hækka skatta. Það er virkileg barátta um að verja velferðarkerfið, kaupmáttinn, réttindi launafólks og hvað það nú heitir. Nú reynir á og ljóst að eitthvað verður undan að láta; að öðrum kosti mun trauðla nást að stoppa í gatið á fjárlögunum. Þess vegna er það enn grátlegra að hugsa til þess hve mörgum árum var sóað í þessa endalausu vörn. Alveg var sama hvort um var að ræða vinstri stjórnir fyrri tíma, verðbólgu níunda áratugarins, stöðugleika þjóðarsáttarinnar eða uppgang efnahagslífsins; alltaf snerist baráttan um að verja velferðarkerfið og það sem áunnist hafði. Leiðtogar vinstriflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar síðustu áratugi bera mikla ábyrgð. Vissulega tókst að verja ýmislegt, en mikið hefði verið gaman ef hægt hefði verið að sækja fram á hugmyndum vinstristefnunnar. Barátta fyrir stöðnun er engin barátta, heldur uppgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun
Það hefur stundum tekið á að vera vinstrimaður á Íslandi, ekki síst í miðjum uppgangi peningahyggjunnar. Raunar hefur peningahyggja gegnsýrt þjóðfélagið lengi, þó um þverbak hafi keyrt í hlutabréfa- og myntkörfulánageðveiki síðustu ára fyrir hrun. Það að vera vinstrimaður hefur nefnilega lengi afmarkast af því að vera í vörn. Á meðan hugmyndafræði þeirra til hægri var ljós, voru vinstrimenn alltaf að verja eitthvað. Það á bæði við um verkalýðshreyfingu og stjórnmálamenn. Löngum var eins og hér á Íslandi hefði verið búið til hið fullkomna samfélag um og upp úr miðri síðustu öld og að með lögum um félagslegt tryggingakerfi hefði fullkomnun verið náð. Annað var ekki hægt að skilja af leiðtogum vinstrisins. Allt snerist um að verja velferðarkerfið, verja kaupmáttinn, verja heilbrigðiskerfið, verja réttindi launafólks, verja hitt og verja þetta. Hvar var sóknin? Hvar var eldmóðurinn sem hefði átt að fá ungt fólk til að fylkja sér undir merkjum baráttunnar fyrir betra lífi? Betra lífi, ekki bara því að verja það líf sem einhvern tímann hafði náðst. Nú er svo komið að vinstrimenn þurfa virkilega að vera í vörn. Hrun efnahagslífsins með tilheyrandi fjárlagahalla kallar á niðurskurð og skattahækkanir. Og þá tekur baráttan við um hvar á að skera niður og hvar á að hækka skatta. Það er virkileg barátta um að verja velferðarkerfið, kaupmáttinn, réttindi launafólks og hvað það nú heitir. Nú reynir á og ljóst að eitthvað verður undan að láta; að öðrum kosti mun trauðla nást að stoppa í gatið á fjárlögunum. Þess vegna er það enn grátlegra að hugsa til þess hve mörgum árum var sóað í þessa endalausu vörn. Alveg var sama hvort um var að ræða vinstri stjórnir fyrri tíma, verðbólgu níunda áratugarins, stöðugleika þjóðarsáttarinnar eða uppgang efnahagslífsins; alltaf snerist baráttan um að verja velferðarkerfið og það sem áunnist hafði. Leiðtogar vinstriflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar síðustu áratugi bera mikla ábyrgð. Vissulega tókst að verja ýmislegt, en mikið hefði verið gaman ef hægt hefði verið að sækja fram á hugmyndum vinstristefnunnar. Barátta fyrir stöðnun er engin barátta, heldur uppgjöf.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun