Íslenski boltinn

Þorsteinn hetja Víkinga í kvöld: Ég titra bara af spenningi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorsteinn Már Ragnarsson
Þorsteinn Már Ragnarsson Mynd/Heimasíða Víkings Ó.
Víkingar úr Ólafsvík eru komnir í undanúrslit VISA-bikars karla eftir 5-4 sigur á Stjörnunni í vítakeppni í kvöld.

„Þetta er alveg svakalegt. Ég titra bara núna af spenningi," sagði hinn tvítugi Þorsteinn Már Ragnarsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson á Stöð 2 Sport í kvöld en hann tryggði Víkingi Ólafsvík sigurinn í vítakeppninni.

„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja eftir svona fótboltaleik. Þetta var fótboltaleikur sem bauð upp á allt og þetta gerist ekki betra. Framlenging, vítaspyrnukeppni og svo kláruðum við þetta í endann. Þetta er svo sætt," sagði Þorsteinn sem skoraði úr vítinu af miklu öryggi.

Víkingsliðið missti niður 2-0 forustu á síðustu fjórum mínútunum en lét það ekki buga sig.

„Við héldum haus og héldum áfram. Ejub sagði okkur að halda rónni og halda áfram því sem við vorum búnir að vera að gera. Það er ótrúlegt að 2. deildarlið sé komið í undanúrslit bikarsins. Þetta er alveg magnað," sagði Þorsteinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×