Fyrri heimsstyrjöldinni lýkur á morgun 2. október 2010 03:00 Skotgrafahernaður Stríðið stóð frá 1914 til 1918. Mestallan tímann einkenndust átökin af skotgrafahernaði á austur- og vesturvígstöðvunum. Margir vilja meina að stríðinu ljúki fyrst á morgun þegar skuld Þjóðverja verður að fullu greidd. saga Þjóðverjar ljúka við að greiða stríðsskaðabætur eftir heimsstyrjöldina fyrri á morgun, 92 árum eftir að ófriðnum lauk. Lokagreiðslan er 60 milljónir punda en upphaflega voru Þjóðverjar neyddir til að skrifa upp á að greiða 226 milljarða ríkismarka; upphæð sem í dag er talin jafngilda 70 til 80 þúsund tonnum af gulli. Sú upphæð var lækkuð í 132 milljarða ríkismarka sem er talið vera 700 milljarðar evra að núvirði. Stríðskaðabæturnar voru hluti af Versalasamningnum frá 1919, en samningurinn var dreginn upp af leiðtogum Breta, Frakka og Bandríkjanna að stærstum hluta. Þjóðverjar fengu ekki að sjá samninginn fyrr en við undirritun hans. Með samningnum þurftu Þýskaland og bandamenn þess að gangast undir að þeir bæru alla ábyrgð á ófriðnum í Evrópu og þar með mannfalli og efnahagslegum skaða heillrar heimsálfu. Talið er að tíu milljón hermenn og sjö milljónir óbreyttra borgara hafi fallið. Fyrir því eru færð sterk rök að stríðsskaðabæturnar hafi fyrst og síðast grafið undan stjórnmálalegum stöðugleika Þýskalands og Evrópu. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes spáði því að samningurinn myndi reka Evrópu út í annað stríð, sem auðvitað rættist. Eftir að Kreppan mikla skall á 1929 hélt Þýskaland áfram að borga skaðabæturnar með því einfaldlega að prenta peninga. Weimar-lýðveldið sökk í skuldir og í óðaverðbólgu kreppuáranna þurfti tíu milljónir marka til að kaupa brauðhleif. Á þessu nærðist Adolf Hitler og boðaði að snúa við óréttlætinu sem fólst í Versalasamningnum. Fyrir boðskap hans var frjór jarðvegur sem varð til þess að hann náði völdum 1933. Þjóðverjar ættu að vera löngu búnir að gera upp skuld sína. Hitler neitaði hins vegar að greiða bæturnar og endurgreiðslur hófust ekki að nýju fyrr en 1954. Þá hafði Vestur-Þýskaland gengist í ábyrgðir fyrir skuldinni sem var að mestu greidd árið 1983. Hins vegar sátu eftir há lán í breskum og bandarískum bönkum. Weimar-lýðveldið tók til að greiða stríðsskaðabæturnar á árunum 1921 til 1923. Í London-skuldasamningnum frá 1953 var ákveðið að lánin skyldu endurgreidd ef Þýskaland sameinaðist að nýju. Greiðslur þessarar skuldar hófust árið 1996 og verður hún fyrst nú þurrkuð út úr bókum þýska ríkisins. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
saga Þjóðverjar ljúka við að greiða stríðsskaðabætur eftir heimsstyrjöldina fyrri á morgun, 92 árum eftir að ófriðnum lauk. Lokagreiðslan er 60 milljónir punda en upphaflega voru Þjóðverjar neyddir til að skrifa upp á að greiða 226 milljarða ríkismarka; upphæð sem í dag er talin jafngilda 70 til 80 þúsund tonnum af gulli. Sú upphæð var lækkuð í 132 milljarða ríkismarka sem er talið vera 700 milljarðar evra að núvirði. Stríðskaðabæturnar voru hluti af Versalasamningnum frá 1919, en samningurinn var dreginn upp af leiðtogum Breta, Frakka og Bandríkjanna að stærstum hluta. Þjóðverjar fengu ekki að sjá samninginn fyrr en við undirritun hans. Með samningnum þurftu Þýskaland og bandamenn þess að gangast undir að þeir bæru alla ábyrgð á ófriðnum í Evrópu og þar með mannfalli og efnahagslegum skaða heillrar heimsálfu. Talið er að tíu milljón hermenn og sjö milljónir óbreyttra borgara hafi fallið. Fyrir því eru færð sterk rök að stríðsskaðabæturnar hafi fyrst og síðast grafið undan stjórnmálalegum stöðugleika Þýskalands og Evrópu. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes spáði því að samningurinn myndi reka Evrópu út í annað stríð, sem auðvitað rættist. Eftir að Kreppan mikla skall á 1929 hélt Þýskaland áfram að borga skaðabæturnar með því einfaldlega að prenta peninga. Weimar-lýðveldið sökk í skuldir og í óðaverðbólgu kreppuáranna þurfti tíu milljónir marka til að kaupa brauðhleif. Á þessu nærðist Adolf Hitler og boðaði að snúa við óréttlætinu sem fólst í Versalasamningnum. Fyrir boðskap hans var frjór jarðvegur sem varð til þess að hann náði völdum 1933. Þjóðverjar ættu að vera löngu búnir að gera upp skuld sína. Hitler neitaði hins vegar að greiða bæturnar og endurgreiðslur hófust ekki að nýju fyrr en 1954. Þá hafði Vestur-Þýskaland gengist í ábyrgðir fyrir skuldinni sem var að mestu greidd árið 1983. Hins vegar sátu eftir há lán í breskum og bandarískum bönkum. Weimar-lýðveldið tók til að greiða stríðsskaðabæturnar á árunum 1921 til 1923. Í London-skuldasamningnum frá 1953 var ákveðið að lánin skyldu endurgreidd ef Þýskaland sameinaðist að nýju. Greiðslur þessarar skuldar hófust árið 1996 og verður hún fyrst nú þurrkuð út úr bókum þýska ríkisins. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent