Ríkið verður af milljarðatekjum 30. september 2010 03:45 Hörður Arnarson Forstjóri Landsvirkjunar segir upptöku afdráttarskatts á vaxtagreiðslur þyngja róður fyrirtækisins. Fréttablaðið/Stefán Upptaka skatts á vaxtagreiðslur til erlendra aðila olli því að tíu erlend fyrirtæki lögðu niður starfsemi í fyrra. Tvö fyrirtækjanna greiddu einn milljarð í skatt á síðasta ári. Tæplega 740 manns með rúmar 420 þúsund krónur í mánaðarlaun þarf til að vega upp tapið. Um tíu dótturfélög erlendra stórfyrirtækja hættu starfsemi hér síðasta haust eftir að afdráttarskattur á vaxtagreiðslur til erlendra aðila var innleiddur. Þótt fyrirtækin hafi haft litla eiginlega starfsemi voru þau á meðal hæstu skattgreiðenda landsins á síðasta ári. Tvö þeirra greiddu samtals um einn milljarð króna í skatta. Það jafngildir tekjuskatti 738 einstaklinga með 423 þúsund krónur í laun á mánuði, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Fyrirtækin hættu starfsemi gagngert vegna afdráttarskattsins,“ segir Andri Gunnarsson, lögmaður hjá Nordik Legal, sem vann að því að vinda ofan af starfsemi fyrirtækjanna. Hann bendir á að þau hafi kosið að hafa rekstur hér vegna lágs tekjuskattshlutfalls. Öðru máli gegni um afdráttarskattinn, sem tíðkast ekki á Norðurlöndunum og hefur að mestu verið lagður af innan Evrópusambandsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til í nýlegri skýrslu sinni að skatturinn verði lagður af eða umfangsmiklar breytingar gerðar á honum. Þá leggja bæði Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins til að hann verði felldur niður. Íslensk fyrirtæki sem gefa út skuldabréf í löndum sem hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland geta sótt um undanþágu frá skattlagningunni. Landsvirkjun gaf á dögunum út skuldabréf upp á 150 milljónir dala, jafnvirði ellefu milljarða króna. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir skattinn íþyngja fyrirtækinu þótt ekki sé ljóst hvort skatturinn hafi önnur áhrif á lántökuna. Viðræður standi yfir á milli fjármálaráðuneytis og Landvirkjunar, sem þarf að gera grein fyrir því hvort kaupandi skuldabréfanna sé í landi sem hafi gert tvísköttunarsamning við Ísland. Reynist svo vera eru líkur á að fyrirtækið fái undanþáguna. „Við erum að finna lausn á þessu eða að finna aðra leið svo andi laganna gagnvart Landsvirkjun, komist til skila,“ segir Hörður. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Upptaka skatts á vaxtagreiðslur til erlendra aðila olli því að tíu erlend fyrirtæki lögðu niður starfsemi í fyrra. Tvö fyrirtækjanna greiddu einn milljarð í skatt á síðasta ári. Tæplega 740 manns með rúmar 420 þúsund krónur í mánaðarlaun þarf til að vega upp tapið. Um tíu dótturfélög erlendra stórfyrirtækja hættu starfsemi hér síðasta haust eftir að afdráttarskattur á vaxtagreiðslur til erlendra aðila var innleiddur. Þótt fyrirtækin hafi haft litla eiginlega starfsemi voru þau á meðal hæstu skattgreiðenda landsins á síðasta ári. Tvö þeirra greiddu samtals um einn milljarð króna í skatta. Það jafngildir tekjuskatti 738 einstaklinga með 423 þúsund krónur í laun á mánuði, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Fyrirtækin hættu starfsemi gagngert vegna afdráttarskattsins,“ segir Andri Gunnarsson, lögmaður hjá Nordik Legal, sem vann að því að vinda ofan af starfsemi fyrirtækjanna. Hann bendir á að þau hafi kosið að hafa rekstur hér vegna lágs tekjuskattshlutfalls. Öðru máli gegni um afdráttarskattinn, sem tíðkast ekki á Norðurlöndunum og hefur að mestu verið lagður af innan Evrópusambandsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til í nýlegri skýrslu sinni að skatturinn verði lagður af eða umfangsmiklar breytingar gerðar á honum. Þá leggja bæði Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins til að hann verði felldur niður. Íslensk fyrirtæki sem gefa út skuldabréf í löndum sem hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland geta sótt um undanþágu frá skattlagningunni. Landsvirkjun gaf á dögunum út skuldabréf upp á 150 milljónir dala, jafnvirði ellefu milljarða króna. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir skattinn íþyngja fyrirtækinu þótt ekki sé ljóst hvort skatturinn hafi önnur áhrif á lántökuna. Viðræður standi yfir á milli fjármálaráðuneytis og Landvirkjunar, sem þarf að gera grein fyrir því hvort kaupandi skuldabréfanna sé í landi sem hafi gert tvísköttunarsamning við Ísland. Reynist svo vera eru líkur á að fyrirtækið fái undanþáguna. „Við erum að finna lausn á þessu eða að finna aðra leið svo andi laganna gagnvart Landsvirkjun, komist til skila,“ segir Hörður. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira