FH-ingar bikarmeistarar í annað skipti eftir 4-0 stórsigur á KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2010 17:00 FH-ingar fagna bikarmeistaratitlinum í kvöld. Mynd/Daníel FH-ingar unnu 4-0 stórsigur á KR í úrslitaleik VISA-bikars karla sem er nýlokið á Laugardalsvellinum. Þetta er í annað skiptið sem FH-ingar vinna bikarinn en þeir unnu hann einnig fyrir þremur árum. Matthías Vilhjálmsson kom FH í 2-0 með tveimur vítaspyrnum með sex mínútna millibili í fyrri hálfleik, Atli Viðar Björnsson skoraði þriðja markið sextán mínútum fyrir leikslok og Atli Guðnason innsiglaði síðan sigurinn rétt fyrir leikslok. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og fengu fyrstu hættulegu færin. Fyrst fékk Björgólfur Takefusa aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn á 2. mínútu sem endaði í varnarveggnum og svo átti Baldur Sigurðsson hættulegt skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni á 6. mínútu. FH-ingar sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á hálfleikinn og fengu síðan algjört dauðafæri þegar Atli Viðar Björnsson slapp einn í gegn á 31.mínútu en lét Lars Moldskred verja frá sér. Fjórum mínútum síðar fengu FH-ingar síðan víti þegar Skúli Jón Friðgeirsson braut klaufalega á Atla Guðnasyni sem hafði fengið langa sendingu inn fyrir vörnina. Erlendur Eiríksson hugsaði sig vel um en benti svo á punktinn. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr vítinu og kom FH í 1-0. Það liðu ekki nema sex mínútur þegar Erlendur Eiríksson var búinn að benda aftur á punktinn. Nú fékk hann góða aðstoð frá aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þórleifssyni sem veifaði á að Guðmundur Reynir Gunnarsson hefði stoppað fyrirgjöf Ólafs Páls Snorrasonar með hendinni. Þessi dómur var strangur en líklega réttur. Matthías Vilhjálmsson steig aftur fram á vítapunktinn og kom FH af öryggi í 2-0. KR-ingar voru nálægt því að minnka muninn í lok hálfleiksins þegar Tommy Nielsen bjargaði þrumuskoti Kjartans Henrys Finnbogasonar á marklínu. Hálfleiksræða Rúnars Kristinssonar virtist ekki fara vel í KR-liðið því FH-ingar tóku strax völdinn í seinni hálfleik og voru allan tímann líklegri til að bæta við en KR-ingar að minnka muninn. Þriðja mark FH-liðsins kom þó ekki fyrr en sextán mínútum fyrir leikslok eftir að Rúnar var búinn að fækka í vörninni hjá KR. Atli Viðar fékk þá boltann inn í teignum eftir að sending Ólafs Páls Snorrasonar fór af varnarmanni og datt fyrir hann. Atli Guðnason batt síðan endahnútinn með fjórða markinu á 86. mínútu eftir samleik hans og Ólafs Páls Snorrasonar á milli kantanna. Ólafur Páll gaf loks á Atli inn fyrir vörnina og Atli skoraði af öryggi. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá úrslitaleik FH og KR VISA-bikar karla sem fram fer á Laugardalsvellinum. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - KR Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
FH-ingar unnu 4-0 stórsigur á KR í úrslitaleik VISA-bikars karla sem er nýlokið á Laugardalsvellinum. Þetta er í annað skiptið sem FH-ingar vinna bikarinn en þeir unnu hann einnig fyrir þremur árum. Matthías Vilhjálmsson kom FH í 2-0 með tveimur vítaspyrnum með sex mínútna millibili í fyrri hálfleik, Atli Viðar Björnsson skoraði þriðja markið sextán mínútum fyrir leikslok og Atli Guðnason innsiglaði síðan sigurinn rétt fyrir leikslok. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og fengu fyrstu hættulegu færin. Fyrst fékk Björgólfur Takefusa aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn á 2. mínútu sem endaði í varnarveggnum og svo átti Baldur Sigurðsson hættulegt skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni á 6. mínútu. FH-ingar sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á hálfleikinn og fengu síðan algjört dauðafæri þegar Atli Viðar Björnsson slapp einn í gegn á 31.mínútu en lét Lars Moldskred verja frá sér. Fjórum mínútum síðar fengu FH-ingar síðan víti þegar Skúli Jón Friðgeirsson braut klaufalega á Atla Guðnasyni sem hafði fengið langa sendingu inn fyrir vörnina. Erlendur Eiríksson hugsaði sig vel um en benti svo á punktinn. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr vítinu og kom FH í 1-0. Það liðu ekki nema sex mínútur þegar Erlendur Eiríksson var búinn að benda aftur á punktinn. Nú fékk hann góða aðstoð frá aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þórleifssyni sem veifaði á að Guðmundur Reynir Gunnarsson hefði stoppað fyrirgjöf Ólafs Páls Snorrasonar með hendinni. Þessi dómur var strangur en líklega réttur. Matthías Vilhjálmsson steig aftur fram á vítapunktinn og kom FH af öryggi í 2-0. KR-ingar voru nálægt því að minnka muninn í lok hálfleiksins þegar Tommy Nielsen bjargaði þrumuskoti Kjartans Henrys Finnbogasonar á marklínu. Hálfleiksræða Rúnars Kristinssonar virtist ekki fara vel í KR-liðið því FH-ingar tóku strax völdinn í seinni hálfleik og voru allan tímann líklegri til að bæta við en KR-ingar að minnka muninn. Þriðja mark FH-liðsins kom þó ekki fyrr en sextán mínútum fyrir leikslok eftir að Rúnar var búinn að fækka í vörninni hjá KR. Atli Viðar fékk þá boltann inn í teignum eftir að sending Ólafs Páls Snorrasonar fór af varnarmanni og datt fyrir hann. Atli Guðnason batt síðan endahnútinn með fjórða markinu á 86. mínútu eftir samleik hans og Ólafs Páls Snorrasonar á milli kantanna. Ólafur Páll gaf loks á Atli inn fyrir vörnina og Atli skoraði af öryggi. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá úrslitaleik FH og KR VISA-bikar karla sem fram fer á Laugardalsvellinum. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - KR
Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira