Ævisparnaður hjá Kaupþingi varð að fimm þúsund krónum 19. maí 2010 03:00 Séreignasjóður starfsfólks Kaupþings fjárfesti eingöngu í hlutabréfum bankans. Þegar skilanefnd tók bankann yfir í október 2008 gufaði sparnaðurinn upp. Þeir starfsmenn bankans sem hér eru á myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar. Fréttablaðið/gva Stór hluti starfsfólks gamla Kaupþings tapaði svo gott sem öllum viðbótarlífeyrissparnaði sínum sem það átti í séreignarsjóði Kaupþings fyrir starfsmenn. Sjóðurinn fjárfesti eingöngu í hlutabréfum bankans. Í lok september 2008 voru í sjóðnum tveir milljarðar króna. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin yfir í Kaupþingi í annarri viku október 2008 varð viðbótarlífeyrissparnaðurinn að engu. Yfirstjórn Kaupþings stofnaði sjóðinn árið 2002 og var starfsfólki í sjálfsvald sett hvort það lagði fyrir í sjóðinn. Enginn sérstakur ávinningur var því með fjárfestingu í honum annar en sá að tvinna saman hagsmuni starfsfólks og Kaupþings. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þegar halla tók undan fæti á hlutabréfamarkaði árið 2008 hafi stjórnendur bankans hvatt starfsfólk til að færa viðbótarlífeyrissparnað sinn yfir í séreignarsjóðinn. Undir það síðasta var þrýstingurinn allnokkur, jafnt frá stjórnendum sem öðru starfsfólki. Þeim sem ekki höfðu flutt sparnað sinn yfir var brigslað um að styðja ekki við bankann. Dæmi eru um að starfsmenn Kaupþings sem hófu störf hjá Búnaðarbankanum fyrir tíu til fimmtán árum og áttu nokkurra milljóna króna uppsafnaðan viðbótarlífeyrissparnað hjá Lífeyrissjóði bankamanna hafi látið undan þrýstingi frá samstarfsfólki sínu og flutt sparnað sinn yfir í séreignarsjóðinn nokkrum dögum fyrir fall bankans. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings leituðu ráða hjá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) vegna málsins skömmu eftir fall bankans og könnuðu hvort þeir gætu gert kröfu í bú hans. Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri SSF, segir ekki hægt að gera kröfu um séreignarsparnað. Séreignarsjóður starfsfólks Kaupþings er enn starfandi en fyrirhugað er að slíta honum. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka eru nú 9,5 milljónir króna í séreignarsjóði starfsmanna Kaupþings. Áður en til slita kemur verður eign sjóðsins dreift á meðal sjóðsfélaga. Miðað við að þeir séu jafn margir og í lok september 2008 fær hver um 5.463 krónur, sem verða fluttar í annan séreignarsjóð. jonab@frettabladid.is Efnahagsmál Fréttir Innlent Tengdar fréttir Athugasemd frá Arion banka Arion banki vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun: 19. maí 2010 12:23 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Stór hluti starfsfólks gamla Kaupþings tapaði svo gott sem öllum viðbótarlífeyrissparnaði sínum sem það átti í séreignarsjóði Kaupþings fyrir starfsmenn. Sjóðurinn fjárfesti eingöngu í hlutabréfum bankans. Í lok september 2008 voru í sjóðnum tveir milljarðar króna. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin yfir í Kaupþingi í annarri viku október 2008 varð viðbótarlífeyrissparnaðurinn að engu. Yfirstjórn Kaupþings stofnaði sjóðinn árið 2002 og var starfsfólki í sjálfsvald sett hvort það lagði fyrir í sjóðinn. Enginn sérstakur ávinningur var því með fjárfestingu í honum annar en sá að tvinna saman hagsmuni starfsfólks og Kaupþings. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þegar halla tók undan fæti á hlutabréfamarkaði árið 2008 hafi stjórnendur bankans hvatt starfsfólk til að færa viðbótarlífeyrissparnað sinn yfir í séreignarsjóðinn. Undir það síðasta var þrýstingurinn allnokkur, jafnt frá stjórnendum sem öðru starfsfólki. Þeim sem ekki höfðu flutt sparnað sinn yfir var brigslað um að styðja ekki við bankann. Dæmi eru um að starfsmenn Kaupþings sem hófu störf hjá Búnaðarbankanum fyrir tíu til fimmtán árum og áttu nokkurra milljóna króna uppsafnaðan viðbótarlífeyrissparnað hjá Lífeyrissjóði bankamanna hafi látið undan þrýstingi frá samstarfsfólki sínu og flutt sparnað sinn yfir í séreignarsjóðinn nokkrum dögum fyrir fall bankans. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings leituðu ráða hjá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) vegna málsins skömmu eftir fall bankans og könnuðu hvort þeir gætu gert kröfu í bú hans. Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri SSF, segir ekki hægt að gera kröfu um séreignarsparnað. Séreignarsjóður starfsfólks Kaupþings er enn starfandi en fyrirhugað er að slíta honum. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka eru nú 9,5 milljónir króna í séreignarsjóði starfsmanna Kaupþings. Áður en til slita kemur verður eign sjóðsins dreift á meðal sjóðsfélaga. Miðað við að þeir séu jafn margir og í lok september 2008 fær hver um 5.463 krónur, sem verða fluttar í annan séreignarsjóð. jonab@frettabladid.is
Efnahagsmál Fréttir Innlent Tengdar fréttir Athugasemd frá Arion banka Arion banki vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun: 19. maí 2010 12:23 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Athugasemd frá Arion banka Arion banki vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun: 19. maí 2010 12:23