Handbolti

Einar Jónsson: Þetta er orðið fullorðins

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Einar Jónsson, þjálfari Fram.
Einar Jónsson, þjálfari Fram. Fréttablaðið
Einar Jónsson, þjálfari Fram, var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Akureyri í kvöld. Hann má líka vera það, Akureyri tapar ekki oft heima, hvað þá með fimm mörkum. 26-31 lokatölur.

„Þetta er áframhald á því sem við höfum verið að gera. Við misstum þrjá menn út fyrir leikinn en aðrir koma bara í staðinn. Róbert hefur ekki spilað mínútu í vetur liggur við en hann kemur flottur inn. Varnarleikurinn var frábær og þetta var flottur sigur."

„Við vorum hundfúlir þegar FH klikkaði í síðasta leik gegn Stjörnunni, ég hélt ég gæti treyst á þá," sagði Einar og glotti. „Ef liðið sýnir þennan sama vilja og karakter þá er allt hægt."

„Við höfum verið í basli í vetur og lent í meiðslum og öðru. Við fengum nýja menn inn um áramótin og þá breyttust æfingarnar og þetta er orðið fullorðins aftur. Við vorum með svo marga kjúklinga á tímabili að þetta var ekkert fullorðins."

„Þetta verður barátta fram í rauðan dauðann og við erum ekkert hættir. Við erum að berjast fyrir lífi okkar og Stjarnan og Grótta hafa smá forskot, og við verðum því að halda dampi," sagði Einar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×