„Þurfum að vera fljótir að læra“ Hinrik Wöhler skrifar 13. september 2024 22:00 Óskar Bjarni Óskarsson var fyrst og fremst svekktur út í sjálfan sig eftir leikinn í kvöld. Vísir/Anton Brink Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, telur að sitt lið þurfi að bæta ýmis atriði eftir tap á móti Aftureldingu í 2. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Valsmenn töpuðu með þremur mörkum á heimavelli í kvöld. „Við höfum komið illa inn í leiki að undanförnu en það er líka á ábyrgð þjálfarans að hvetja og undirbúa. Ég er óánægður með það hjá okkur öllum. Svo voru lítil atriði sem við vorum að endurtaka og gerðum sömu mistökin, þurfum að vera fljótir að læra,“ sagði Óskar Bjarni eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn komu til baka eftir að hafa lent fimm mörkum undir í upphafi leiks en of mikil orka fór í endurkomuna og því fór sem fór samkvæmt Óskari Bjarna. „Það er ákveðin vigt farin úr hópnum en við komum alltaf til baka í öllum leikjunum en það tekur bara rosalega orku. Það segir mér þó að ég er ánægður með mína menn en ég hefði viljað bara vinna.“ Valur byrjaði síðari hálfleikinn að krafti en þrátt fyrir að komast yfir á tímapunkti voru gestirnir úr Mosfellsbæ ekki lengi að taka við sér að nýju. „Mér fannst við ná frumkvæðinu í seinni hálfleik og svo eiginlega snúa þeir þessu við þegar þeir fara í fimm-einn og Blær [Hinriksson] tekur á skarið. Á sama tíma erum við að lenda að þurfa að skipta út, ég held að það hafi farið mikil orka að ná þessu upp. Þannig fóru skiptingar aðeins út um gluggann hjá okkur, enn og aftur. Það þarf að nota þessa ungu leikmenn líka, við sjáum hvað þeir gerðu fyrir Aftureldingu í kvöld,“ sagði Óskar. Svekktur með sjálfan sig „Það sem ég er fúlastur út í er ég sjálfur. Við hefðum bara átt að vinna, þrátt fyrir að við værum tveimur eða þremur mörkum undir. Við gerum mistök og klúðrum dauðafærum, eiginlega bara klaufar þegar svona tvö jöfn lið mætast,“ bætti Óskar við. Bjarni Selvindi var frábær í fyrri hálfleik fyrir Val en náði ekki að fylgja því eftir í þeim síðari og kennir Óskar þreytu um. Mosfellingur tóku hressilega á Bjarna Selvindi í leiknum.Vísir/Anton Brink „Hann er frábær og þegar hann verður þreyttur þá þarf hann að vera aðeins að vera klókari. Mér fannst hann geta spilað 60 mínútur vörn og sókn því hann er bara ungur. Hann getur náð ansi langt með því að bæta sig, þetta er frábær strákur og leikmaður,“ sagði Óskar um færeyska leikmanninn. Mikil breyting frá síðasta tímabili Liðið er enn í mótun samkvæmt Óskari enda hefur verið talsverð breyting á hópnum frá síðasta tímabili. „Það munar alveg en þetta er bara lið í mótun og búið að vera mikið af leikjum. Karakterinn í mótlætinu hefur bara verið góður því höfum alltaf komið til baka. Við þurfum að vera fljótari að finna allskonar hluti,“ sagði Óskar. Valsmenn léku í undankeppni Evrópudeildarinnar um síðustu helgi en liðið lék í Króatíu og viðurkennir Óskar að ferðalagið var langt og strangt. „Það var ansi þungt og erfiður leikur. Þungt ferðalag en það var langt síðan það var. Þurfum að æfa, hugsa vel um okkur og taka þetta á næsta stig. Þurfum að bæta það eins og vörnina og sóknina,“ sagði Óskar Bjarni að endingu. Valur Olís-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
„Við höfum komið illa inn í leiki að undanförnu en það er líka á ábyrgð þjálfarans að hvetja og undirbúa. Ég er óánægður með það hjá okkur öllum. Svo voru lítil atriði sem við vorum að endurtaka og gerðum sömu mistökin, þurfum að vera fljótir að læra,“ sagði Óskar Bjarni eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn komu til baka eftir að hafa lent fimm mörkum undir í upphafi leiks en of mikil orka fór í endurkomuna og því fór sem fór samkvæmt Óskari Bjarna. „Það er ákveðin vigt farin úr hópnum en við komum alltaf til baka í öllum leikjunum en það tekur bara rosalega orku. Það segir mér þó að ég er ánægður með mína menn en ég hefði viljað bara vinna.“ Valur byrjaði síðari hálfleikinn að krafti en þrátt fyrir að komast yfir á tímapunkti voru gestirnir úr Mosfellsbæ ekki lengi að taka við sér að nýju. „Mér fannst við ná frumkvæðinu í seinni hálfleik og svo eiginlega snúa þeir þessu við þegar þeir fara í fimm-einn og Blær [Hinriksson] tekur á skarið. Á sama tíma erum við að lenda að þurfa að skipta út, ég held að það hafi farið mikil orka að ná þessu upp. Þannig fóru skiptingar aðeins út um gluggann hjá okkur, enn og aftur. Það þarf að nota þessa ungu leikmenn líka, við sjáum hvað þeir gerðu fyrir Aftureldingu í kvöld,“ sagði Óskar. Svekktur með sjálfan sig „Það sem ég er fúlastur út í er ég sjálfur. Við hefðum bara átt að vinna, þrátt fyrir að við værum tveimur eða þremur mörkum undir. Við gerum mistök og klúðrum dauðafærum, eiginlega bara klaufar þegar svona tvö jöfn lið mætast,“ bætti Óskar við. Bjarni Selvindi var frábær í fyrri hálfleik fyrir Val en náði ekki að fylgja því eftir í þeim síðari og kennir Óskar þreytu um. Mosfellingur tóku hressilega á Bjarna Selvindi í leiknum.Vísir/Anton Brink „Hann er frábær og þegar hann verður þreyttur þá þarf hann að vera aðeins að vera klókari. Mér fannst hann geta spilað 60 mínútur vörn og sókn því hann er bara ungur. Hann getur náð ansi langt með því að bæta sig, þetta er frábær strákur og leikmaður,“ sagði Óskar um færeyska leikmanninn. Mikil breyting frá síðasta tímabili Liðið er enn í mótun samkvæmt Óskari enda hefur verið talsverð breyting á hópnum frá síðasta tímabili. „Það munar alveg en þetta er bara lið í mótun og búið að vera mikið af leikjum. Karakterinn í mótlætinu hefur bara verið góður því höfum alltaf komið til baka. Við þurfum að vera fljótari að finna allskonar hluti,“ sagði Óskar. Valsmenn léku í undankeppni Evrópudeildarinnar um síðustu helgi en liðið lék í Króatíu og viðurkennir Óskar að ferðalagið var langt og strangt. „Það var ansi þungt og erfiður leikur. Þungt ferðalag en það var langt síðan það var. Þurfum að æfa, hugsa vel um okkur og taka þetta á næsta stig. Þurfum að bæta það eins og vörnina og sóknina,“ sagði Óskar Bjarni að endingu.
Valur Olís-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni