Sverre vildi sigur í brúðkaupsgjöf Jón Júlíus Karlsson skrifar 10. júní 2010 07:30 Fréttablaðið/Vilhelm „Það hefði verið skemmtilegra að gera jafntefli í þessum leik og samkvæmt sögunni átti þessi leikur að enda þannig,“ sagði Sverre Jakobsson eftir tap Íslands gegn Dönum 28-29 í Laugardalshöllinni í gærkvöld. „Svona virðast leikirnir við Dani alltaf þróast. Vörnin var fín í þessum leikjum en við töpum seinni leiknum á því að fá of mörg mörk á okkur úr hraðaupphlaupum. Við lentum í þessu sama vandamáli á EM í fyrstu leikjunum en náðum svo að verjast hraðaupphlaupunum betur eftir því sem að leið á mótið. Þegar við náðum að stilla upp vörninni þá var hún mjög góð og mun betri en í fyrri leiknum.“ Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, notaði leikina við Dani til að prófa sig áfram með ný varnartilbrigði sem Sverre telur kærkomið. „Það var ágætt að prófa 5+1 vörnina og bæta henni í vopnabúrið. Vörnin er okkar aðall og jafnvel verið fínt að fá einn leik í viðbót gegn Dönum til að fínpússa vörnina. Það er líka ágætt að fara í frí,“ segir Sverre og hlær. Það er stór helgi framundan hjá Sverre sem mun giftast unnustu sinni næstkomandi laugardag. Hann fer því ekki með íslenska landsliðinu til Brasilíu um næstu helgi en viðurkennir að sigur á Dönum hefði verið fín brúðkaupsgjöf frá strákunum. „Ég hélt að við myndum vinna þennan leik en það vantaði örlítið uppá í okkar leik. Það hefði verið fín brúðkaupsgjöf að vinna Dani á heimavelli og fara inn í sumarfrí með sigur á bakinu.“ Sverre gerði á dögunum nýjan samning við þýska liðið Grosswallstadt sem náði Evrópusæti á afstaðinni leiktíð. Hann telur sig eiga í það minnst þrjú góð ár eftir meðal þeirra bestu. „Ég á nóg eftir, tek tvo eða þrjú ár í viðbót í Þýskalandi og held áfram að spila með landsliðinu. Það er alltaf jafn gaman að spila með landsliðinu og frábært að koma heim og spila fyrir fram okkar fólk.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
„Það hefði verið skemmtilegra að gera jafntefli í þessum leik og samkvæmt sögunni átti þessi leikur að enda þannig,“ sagði Sverre Jakobsson eftir tap Íslands gegn Dönum 28-29 í Laugardalshöllinni í gærkvöld. „Svona virðast leikirnir við Dani alltaf þróast. Vörnin var fín í þessum leikjum en við töpum seinni leiknum á því að fá of mörg mörk á okkur úr hraðaupphlaupum. Við lentum í þessu sama vandamáli á EM í fyrstu leikjunum en náðum svo að verjast hraðaupphlaupunum betur eftir því sem að leið á mótið. Þegar við náðum að stilla upp vörninni þá var hún mjög góð og mun betri en í fyrri leiknum.“ Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, notaði leikina við Dani til að prófa sig áfram með ný varnartilbrigði sem Sverre telur kærkomið. „Það var ágætt að prófa 5+1 vörnina og bæta henni í vopnabúrið. Vörnin er okkar aðall og jafnvel verið fínt að fá einn leik í viðbót gegn Dönum til að fínpússa vörnina. Það er líka ágætt að fara í frí,“ segir Sverre og hlær. Það er stór helgi framundan hjá Sverre sem mun giftast unnustu sinni næstkomandi laugardag. Hann fer því ekki með íslenska landsliðinu til Brasilíu um næstu helgi en viðurkennir að sigur á Dönum hefði verið fín brúðkaupsgjöf frá strákunum. „Ég hélt að við myndum vinna þennan leik en það vantaði örlítið uppá í okkar leik. Það hefði verið fín brúðkaupsgjöf að vinna Dani á heimavelli og fara inn í sumarfrí með sigur á bakinu.“ Sverre gerði á dögunum nýjan samning við þýska liðið Grosswallstadt sem náði Evrópusæti á afstaðinni leiktíð. Hann telur sig eiga í það minnst þrjú góð ár eftir meðal þeirra bestu. „Ég á nóg eftir, tek tvo eða þrjú ár í viðbót í Þýskalandi og held áfram að spila með landsliðinu. Það er alltaf jafn gaman að spila með landsliðinu og frábært að koma heim og spila fyrir fram okkar fólk.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira