Kristinn Jakobsson fær það verkefni að halda um flautuna í leik Liverpool og Utrecht í Evrópudeildinni í fótbolta á fimmtudagskvöld. Þetta er leikur í lokaumferð riðlakeppninnar.
Liverpool hefur þegar tryggt sér sæti í 32 liða úrslitum keppninnar en það er þó ávallt krefjandi verkefni að dæma á Anfield. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson munu höndla flöggin á leiknum. Línudómarar verða Magnús Þórisson og Þóroddur Hjaltalín og fjórði dómari Erlendur Eiríksson.