Í lánshæfismatinu er falinn vandi landsins til lengri tíma 1. desember 2010 08:30 Frost í Reykjavík Slakar lánshæfiseinkunnir ríkisins gera það að verkum að uppbygging verður dýr og stórverkefni lík þeim sem hér hefur áður verið ráðist í óarðbær. Þá er þrengra um lánsfé og erlendir lánsfjármarkaðir að stórum hluta lokaðir íslenskum fyrirtækjum. Markaðurinn/Anton Í síðustu viku hófust á vettvangi Evrópusambandsins viðræður um að nýtt yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit sem vaka á yfir verðbréfaviðskiptum og mörkuðum hafi einnig eftirlit með lánshæfismatsfyrirtækjum. Endurskoðun á starfsemi þeirra var einnig til umræðu á fundi 20 helstu iðnríkja (G20) sem nýverið fór fram í Seúl í S-Kóreu. Að viðræðunum í Evrópu koma fulltrúar Evrópuþingsins, en það þrýstir á um aukin völd handa eftirlitsstofnuninni, fulltrúar ríkisstjórna Evrópusambandslanda og framkvæmdastjórnar ESB. „Lánshæfismatsfyrirtækin hafa náttúrlega ekki staðið sig vel,“ segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur. „Og alveg sérstaklega illa gagnvart Íslandi.“ Yngvi segir að mikið hafi verið um það rætt á alþjóðavísu, eftir fjármálakreppuna sem hófst síðla árs 2007, að endurskoða þyrfti starfsemi þessara fyrirtækja. „Fyrirtækin hafa tekjur sínar frá útgefendum verðbréfa, en eru raunverulega að veita kaupendum þeirra þjónustu. Og mönnum finnst vera hagsmunaárekstur í þessu tekjumódeli,“ bendir Yngvi á. Þannig mætti ætla að fyrirtækin fái meiri viðskipti og fái að meta fleiri flokka verðbréfa eftir því sem mat þeirra er betra. „En í raun eiga þau að leggja mat á það fyrir kaupendurna hversu miklar líkur eru á að þessi bréf lendi í vanskilum.“Vinnubrögðin rýra gildiðYngvi Örn KristinssonUmræðuna um endurskoðun fyrirkomulags lánshæfismats segir Yngvi hafa komið upp áður, fyrir áratug eða svo. „En þá kom ekkert út úr því og maður veit svo sem ekki hvort það verður eitthvað frekar núna.“ Yngvi segir að þrátt fyrir gríðarlegar hamfarir í fjármálalífi heimsins og skakkaföll ríkissjóða virðist ekki sem menn ætli að draga mikinn lærdóm af hamförunum. „Það heldur bara allt sínu striki.“Lánshæfismatsfyrirtækin hafa meðal annars verið sökuð um og jafnvel uppvís að óvönduðum vinnubrögðum. Þannig bendir Yngvi á að í Bandaríkjunum bendi opinberar upplýsingar til óheiðarlegra vinnubragða við verðmat á skuldabréfavafningum þar sem litið hafi verið fram hjá undirliggjandi áhættu. „Svo eru þau almennt gagnrýnd fyrir að bregðast seint við aðsteðjandi vanda, jafnvel þó svo að þau þykist vera forsjá og eigi að meta framtíðarlíkur á greiðslufalli. Oft eru þau að leiðrétta og breyta lánshæfismati eftir að allt er komið í óefni, eins og raunin var hér á landi,“ segir Yngvi og telur að slík vinnubrögð hljóti að rýra gildi vinnu þeirra fyrir þá fjárfesta sem reiða sig á hana. „Það er ekkert sérstaklega merkilegt í þessum bransa að vera vitur eftir á.“Þrátt fyrir gagnrýnina hefur ekki dregið úr því vægi sem lánshæfismat þessara fyrirtækja hefur. „Í öllu falli hefur ekkert komið í staðinn. Menn eru ennþá að kaupa þessi möt og meðal annars hér á Íslandi. Íbúðalánasjóður og ríkið telja sér ekki fært að segja upp þessari þjónustu þó hún kosti tugmilljónir á ári. Og það sama er uppi á teningnum annars staðar í heiminum.“Stöðva þarf skuldasöfnun ríkisinsLánshæfismatsfyrirtæki hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast of seint við breyttum aðstæðum í efnahagslífi þjóða og aðstæðum útgefenda skuldabréfa og breyta lánshæfismatseinkunn þeirra. Hér að ofan er búið að laga einkunnir þriggja lánshæfismatsfyrirtækja að einkunnagjöf þeirri sem Standard & Poor‘s styðst við. Línuritið er unnið upp úr gögnum frá Seðlabanka Íslands.Um leið bendir Yngvi á að ef til vill sé ekki alveg einfalt að stokka upp kerfið vegna þess hve góða fótfestu það hefur. Þannig geri margir stærri fjárfestar, svo sem lífeyrissjóðir og hálfopinberir fjárfestar, kröfu um það í fjárfestingarreglum sínum að fyrir liggi lánshæfismat áður en skuldabréf eru keypt.„Það er mjög erfitt fyrir lífeyrissjóðakerfið í heiminum að kasta þessu fyrir róða án þess að eitthvað annað komi í staðinn.“Yngvi segir að af fjármálakerfishruninu, sem uppruna sinn átti í undirmálslánakrísunni í Bandaríkjunum, megi augljóslega læra að eitthvað mikið sé að aðferðafræði lánshæfismatsfyrirtækjanna.„Þau skynjuðu ekki áhættuna af skuldabréfavafningunum og hversu samofin hún var stóru bandarísku fjármálafyrirtækjunum. Þó var þarna um að ræða lánveitingar sem allir sjá núna að voru algjörlega galnar.“Lykilatriði í því að lánshæfismat íslenska ríkisins hækki segir Yngvi Örn vera að skuldasöfnun þess að stöðvist.„En hún heldur náttúrlega áfram á þessu ári og næsta ári líka, þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir. Það er halli á ríkisrekstrinum og það þýðir að bætist í skuldirnar.“Yngvi segir öll kurl þurfa að koma til grafar varðandi kostnað ríkisins af hruninu og ljóst að það verði ekki fyrir frekari áföllum.„Ríkið ber einhvern 350 milljarða kostnað af því að Seðlabankinn fer á hausinn og svo þurfti að leggja einhverja 160 milljarða inn í bankana. Það komst reyndar betur frá hruni þeirra en menn áttu von á, en skaði Seðlabankans var náttúrlega meiri en upphaflega var áætlað.“Icesave og höft auka á óvissunaÞá bendir Yngvi á að eftir eigi að taka inn í dæmið einhverja milljarða sem kosti að endurreisa sparisjóði, auk þess sem ríkið sé enn að verða fyrir tjóni vegna smærri fjármálafyrirtækja sem fengið höfðu ódýr lán.„Svo er náttúrlega tjón í Sjóvá af því að Askar og Avant eru komin í nauðasamninga.“ Að auki segir Yngvi tvær hliðar á úrlausn mála tengdum skuldum heimilanna.„Annars vegar Íbúðalánasjóður sem er tæknilega gjaldþrota og þarf væntanlega meira eigið fé frá ríkinu. Til er mat á þeirri fjárhæð en við þá tölu kann að bætast út af þeim almennu aðgerðum sem menn hafa verið að ræða undanfarnar vikur. Svo gæti ríkið orðið fyrir óbeinu tjóni út af því. Ef um væri að ræða einhverjar eftirgjafir á íbúðalánum, þá gæti það til dæmis lækkað virði Landsbankans sem ríkið á stærstan hluta af og kallað á meiri framlegð inn í sparisjóði sem ekki enn hafa verið endurreistir. Allt þarf þetta að setjast til að skapist sannfæring um að ekki sé meira að falla á ríkið. Í þriðja lagi þarf svo að skapast trú á að ríkið ráði við að greiða niður sínar skuldir og komist út úr því skuldafeni sem það er í núna.“Enn einn óvissuþátturinn segir Yngvi svo að sé Icesave og hversu mikill kostnaður lendi þar á ríkissjóði. Þar ofan á bætist svo óvissa sem gjaldeyrishöft hafi í för með sér og ótti um að afnám þeirra valdi óstöðugleika og jafnvel erfiðleikum í fjármálakerfinu.„Allir þessir þættir eru lykilatriði, svo eru viðbótarskilyrði á borð stöðugleika í efnahagsmálum og hagvöxtur, sem uppfylla þarf áður en lánshæfismatið getur hækkað.“Lánskjör ráðast af einkunn ríkisinsUm leið segir Yngvi miklu skipta að ríkissjóður fá hærri einkunn hjá lánshæfismatsfyrirtækjunum.„Ekkert fyrirtæki í neinu landi getur fengið betra lánshæfismat en landið sjálft,“ segir hann að sé ein af þeim þumalputtareglum sem lánshæfismatsfyrirtækin vinni eftir. Þessi regla fyrirtækjanna (sovereign credit ceiling) sé umdeilanleg fyrir alþjóðleg fyrirtæki, en um leið ljóst að staðan hafi mjög slæm áhrif á lántökur fyrirtækja.„Lánshæfismatið hefur í raun áhrif á tvo þætti. Oft er einblínt svolítið á áhrif þess á vaxtakjör, en það hefur ekki síður áhrif á aðganginn að lánsfjármögnun, fjárhæðirnar sem gæti verið um að ræða.“Yngvi segir flestir fjárfesta sem nota lánshæfismöt í eignastýringu sinni starfa þannig að þær upphæðir sem kaupa má fyrir hjá hverjum útgefanda skuldabréfa verði lægri eftir því sem lánshæfi þeirra er lakara.„Þeir eru kannski til í að taka áhættu á útgefendur með einkunnina BBB, en þá vilja þeir hafa hana mjög litla og dreifða,“ segir hann. Þannig hafi lánshæfismatið bæði áhrif á lánskjörin og þær upphæðir sem hægt er að taka að láni. „Kvóti lands sem er með lánshæfismat á borð við okkar verður ekki mjög stór.“Yngvi segir ljóst að staðan eins og hún er nú hefti landið mjög í allri stóriðjuuppbyggingu og hefti öll útflutningsfyrirtæki sem annars væru að hugsa um fjárfestingar.„Staðan er gríðarlega alvarlegt mál. Ég hef stundum lýst þessu, eins og hagfræðingar gera gjarnan þegar þeir skipta hlutum upp í langt og stutt, að efnahagssamdrátturinn og að ná tökum á ríkisfjármálunum sé skammtímavandinn sem við glímum við, en langtímavandinn sé sá að þetta lánshæfismat sem við erum með núna geri okkur erfitt í fjölda ára að byggja upp og halda okkur á þeirri hagvaxtarbraut sem við vorum á.Erlent lánsfé, sem er nauðsynlegt í þessi stóru verkefni sem við höfum verið í, er nú á kjörum sem gerir öll þessi verkefni óarðbær,“ segir hann og bendir á að nú sé 2,5 til 4,0 prósentustiga vaxtaálag á lánsfé, þar sem hafi kannski verið 0,10 prósenta álag áður.„Þetta er alvarlegasta málið til lengri tíma,“ segir Yngvi Örn og bendir á að sagan sýni að lánshæfismatsfyrirtækin séu ekki bara sein til þegar kemur að því að lækka lánshæfismat. „Þau eru allt of sein upp líka.“ Fréttir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Í síðustu viku hófust á vettvangi Evrópusambandsins viðræður um að nýtt yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit sem vaka á yfir verðbréfaviðskiptum og mörkuðum hafi einnig eftirlit með lánshæfismatsfyrirtækjum. Endurskoðun á starfsemi þeirra var einnig til umræðu á fundi 20 helstu iðnríkja (G20) sem nýverið fór fram í Seúl í S-Kóreu. Að viðræðunum í Evrópu koma fulltrúar Evrópuþingsins, en það þrýstir á um aukin völd handa eftirlitsstofnuninni, fulltrúar ríkisstjórna Evrópusambandslanda og framkvæmdastjórnar ESB. „Lánshæfismatsfyrirtækin hafa náttúrlega ekki staðið sig vel,“ segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur. „Og alveg sérstaklega illa gagnvart Íslandi.“ Yngvi segir að mikið hafi verið um það rætt á alþjóðavísu, eftir fjármálakreppuna sem hófst síðla árs 2007, að endurskoða þyrfti starfsemi þessara fyrirtækja. „Fyrirtækin hafa tekjur sínar frá útgefendum verðbréfa, en eru raunverulega að veita kaupendum þeirra þjónustu. Og mönnum finnst vera hagsmunaárekstur í þessu tekjumódeli,“ bendir Yngvi á. Þannig mætti ætla að fyrirtækin fái meiri viðskipti og fái að meta fleiri flokka verðbréfa eftir því sem mat þeirra er betra. „En í raun eiga þau að leggja mat á það fyrir kaupendurna hversu miklar líkur eru á að þessi bréf lendi í vanskilum.“Vinnubrögðin rýra gildiðYngvi Örn KristinssonUmræðuna um endurskoðun fyrirkomulags lánshæfismats segir Yngvi hafa komið upp áður, fyrir áratug eða svo. „En þá kom ekkert út úr því og maður veit svo sem ekki hvort það verður eitthvað frekar núna.“ Yngvi segir að þrátt fyrir gríðarlegar hamfarir í fjármálalífi heimsins og skakkaföll ríkissjóða virðist ekki sem menn ætli að draga mikinn lærdóm af hamförunum. „Það heldur bara allt sínu striki.“Lánshæfismatsfyrirtækin hafa meðal annars verið sökuð um og jafnvel uppvís að óvönduðum vinnubrögðum. Þannig bendir Yngvi á að í Bandaríkjunum bendi opinberar upplýsingar til óheiðarlegra vinnubragða við verðmat á skuldabréfavafningum þar sem litið hafi verið fram hjá undirliggjandi áhættu. „Svo eru þau almennt gagnrýnd fyrir að bregðast seint við aðsteðjandi vanda, jafnvel þó svo að þau þykist vera forsjá og eigi að meta framtíðarlíkur á greiðslufalli. Oft eru þau að leiðrétta og breyta lánshæfismati eftir að allt er komið í óefni, eins og raunin var hér á landi,“ segir Yngvi og telur að slík vinnubrögð hljóti að rýra gildi vinnu þeirra fyrir þá fjárfesta sem reiða sig á hana. „Það er ekkert sérstaklega merkilegt í þessum bransa að vera vitur eftir á.“Þrátt fyrir gagnrýnina hefur ekki dregið úr því vægi sem lánshæfismat þessara fyrirtækja hefur. „Í öllu falli hefur ekkert komið í staðinn. Menn eru ennþá að kaupa þessi möt og meðal annars hér á Íslandi. Íbúðalánasjóður og ríkið telja sér ekki fært að segja upp þessari þjónustu þó hún kosti tugmilljónir á ári. Og það sama er uppi á teningnum annars staðar í heiminum.“Stöðva þarf skuldasöfnun ríkisinsLánshæfismatsfyrirtæki hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast of seint við breyttum aðstæðum í efnahagslífi þjóða og aðstæðum útgefenda skuldabréfa og breyta lánshæfismatseinkunn þeirra. Hér að ofan er búið að laga einkunnir þriggja lánshæfismatsfyrirtækja að einkunnagjöf þeirri sem Standard & Poor‘s styðst við. Línuritið er unnið upp úr gögnum frá Seðlabanka Íslands.Um leið bendir Yngvi á að ef til vill sé ekki alveg einfalt að stokka upp kerfið vegna þess hve góða fótfestu það hefur. Þannig geri margir stærri fjárfestar, svo sem lífeyrissjóðir og hálfopinberir fjárfestar, kröfu um það í fjárfestingarreglum sínum að fyrir liggi lánshæfismat áður en skuldabréf eru keypt.„Það er mjög erfitt fyrir lífeyrissjóðakerfið í heiminum að kasta þessu fyrir róða án þess að eitthvað annað komi í staðinn.“Yngvi segir að af fjármálakerfishruninu, sem uppruna sinn átti í undirmálslánakrísunni í Bandaríkjunum, megi augljóslega læra að eitthvað mikið sé að aðferðafræði lánshæfismatsfyrirtækjanna.„Þau skynjuðu ekki áhættuna af skuldabréfavafningunum og hversu samofin hún var stóru bandarísku fjármálafyrirtækjunum. Þó var þarna um að ræða lánveitingar sem allir sjá núna að voru algjörlega galnar.“Lykilatriði í því að lánshæfismat íslenska ríkisins hækki segir Yngvi Örn vera að skuldasöfnun þess að stöðvist.„En hún heldur náttúrlega áfram á þessu ári og næsta ári líka, þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir. Það er halli á ríkisrekstrinum og það þýðir að bætist í skuldirnar.“Yngvi segir öll kurl þurfa að koma til grafar varðandi kostnað ríkisins af hruninu og ljóst að það verði ekki fyrir frekari áföllum.„Ríkið ber einhvern 350 milljarða kostnað af því að Seðlabankinn fer á hausinn og svo þurfti að leggja einhverja 160 milljarða inn í bankana. Það komst reyndar betur frá hruni þeirra en menn áttu von á, en skaði Seðlabankans var náttúrlega meiri en upphaflega var áætlað.“Icesave og höft auka á óvissunaÞá bendir Yngvi á að eftir eigi að taka inn í dæmið einhverja milljarða sem kosti að endurreisa sparisjóði, auk þess sem ríkið sé enn að verða fyrir tjóni vegna smærri fjármálafyrirtækja sem fengið höfðu ódýr lán.„Svo er náttúrlega tjón í Sjóvá af því að Askar og Avant eru komin í nauðasamninga.“ Að auki segir Yngvi tvær hliðar á úrlausn mála tengdum skuldum heimilanna.„Annars vegar Íbúðalánasjóður sem er tæknilega gjaldþrota og þarf væntanlega meira eigið fé frá ríkinu. Til er mat á þeirri fjárhæð en við þá tölu kann að bætast út af þeim almennu aðgerðum sem menn hafa verið að ræða undanfarnar vikur. Svo gæti ríkið orðið fyrir óbeinu tjóni út af því. Ef um væri að ræða einhverjar eftirgjafir á íbúðalánum, þá gæti það til dæmis lækkað virði Landsbankans sem ríkið á stærstan hluta af og kallað á meiri framlegð inn í sparisjóði sem ekki enn hafa verið endurreistir. Allt þarf þetta að setjast til að skapist sannfæring um að ekki sé meira að falla á ríkið. Í þriðja lagi þarf svo að skapast trú á að ríkið ráði við að greiða niður sínar skuldir og komist út úr því skuldafeni sem það er í núna.“Enn einn óvissuþátturinn segir Yngvi svo að sé Icesave og hversu mikill kostnaður lendi þar á ríkissjóði. Þar ofan á bætist svo óvissa sem gjaldeyrishöft hafi í för með sér og ótti um að afnám þeirra valdi óstöðugleika og jafnvel erfiðleikum í fjármálakerfinu.„Allir þessir þættir eru lykilatriði, svo eru viðbótarskilyrði á borð stöðugleika í efnahagsmálum og hagvöxtur, sem uppfylla þarf áður en lánshæfismatið getur hækkað.“Lánskjör ráðast af einkunn ríkisinsUm leið segir Yngvi miklu skipta að ríkissjóður fá hærri einkunn hjá lánshæfismatsfyrirtækjunum.„Ekkert fyrirtæki í neinu landi getur fengið betra lánshæfismat en landið sjálft,“ segir hann að sé ein af þeim þumalputtareglum sem lánshæfismatsfyrirtækin vinni eftir. Þessi regla fyrirtækjanna (sovereign credit ceiling) sé umdeilanleg fyrir alþjóðleg fyrirtæki, en um leið ljóst að staðan hafi mjög slæm áhrif á lántökur fyrirtækja.„Lánshæfismatið hefur í raun áhrif á tvo þætti. Oft er einblínt svolítið á áhrif þess á vaxtakjör, en það hefur ekki síður áhrif á aðganginn að lánsfjármögnun, fjárhæðirnar sem gæti verið um að ræða.“Yngvi segir flestir fjárfesta sem nota lánshæfismöt í eignastýringu sinni starfa þannig að þær upphæðir sem kaupa má fyrir hjá hverjum útgefanda skuldabréfa verði lægri eftir því sem lánshæfi þeirra er lakara.„Þeir eru kannski til í að taka áhættu á útgefendur með einkunnina BBB, en þá vilja þeir hafa hana mjög litla og dreifða,“ segir hann. Þannig hafi lánshæfismatið bæði áhrif á lánskjörin og þær upphæðir sem hægt er að taka að láni. „Kvóti lands sem er með lánshæfismat á borð við okkar verður ekki mjög stór.“Yngvi segir ljóst að staðan eins og hún er nú hefti landið mjög í allri stóriðjuuppbyggingu og hefti öll útflutningsfyrirtæki sem annars væru að hugsa um fjárfestingar.„Staðan er gríðarlega alvarlegt mál. Ég hef stundum lýst þessu, eins og hagfræðingar gera gjarnan þegar þeir skipta hlutum upp í langt og stutt, að efnahagssamdrátturinn og að ná tökum á ríkisfjármálunum sé skammtímavandinn sem við glímum við, en langtímavandinn sé sá að þetta lánshæfismat sem við erum með núna geri okkur erfitt í fjölda ára að byggja upp og halda okkur á þeirri hagvaxtarbraut sem við vorum á.Erlent lánsfé, sem er nauðsynlegt í þessi stóru verkefni sem við höfum verið í, er nú á kjörum sem gerir öll þessi verkefni óarðbær,“ segir hann og bendir á að nú sé 2,5 til 4,0 prósentustiga vaxtaálag á lánsfé, þar sem hafi kannski verið 0,10 prósenta álag áður.„Þetta er alvarlegasta málið til lengri tíma,“ segir Yngvi Örn og bendir á að sagan sýni að lánshæfismatsfyrirtækin séu ekki bara sein til þegar kemur að því að lækka lánshæfismat. „Þau eru allt of sein upp líka.“
Fréttir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira