Unnur Andrea í hollenskri bíómynd 6. maí 2010 05:45 Unnur Andrea Jónsdóttir í hlutverki sínu í Hjörtun vita. Mynd/Kris Kristinsson Hinn íslenski/hollenski kvikmyndagerðarmaður, Kris Kristinsson, mun frumsýna tvær myndir í Norræna húsinu í kvöld kl. 19.30. Þetta eru myndirnar Ruta del Jaca (73 mín.) og fyrstu tveir kaflar myndarinnar Hjörtu vita (32 mín.) sem er enn í vinnslu. Báðar myndirnar hafa kraftmikla hljóðmynd; báðar flakka þær milli heima, raunverulegra og óraunverulegra; og báðar skapa þær sterkar svipmyndir frá þremur heimsálfum og ólíkum menningarheimum. Myndin Hjörtu vita fjallar um brúði (Unnur Andrea Einarsdóttir) sem berst um í íslensku landslagi og spilar öskuský stórt hlutverk í þeim senum. Greinilegt er að brúðurin er í uppnámi en ekki er ljóst af hverju. Á milli sena koma svo Íslendingar og útskýra/túlka hvað veldur hugarangri brúðarinnar. Þeirra ímyndunarafl og fantasíur skapa þannig frásögnina af brúðinni. Kris Kristinsson ólst upp í Hollandi, faðir hans er Jón Kristinsson arkitekt og móðir hans er Riet Reitsema. Kris vann í fimm ár í Tókýó sem þýðandi úr japönsku. Síðar flutti hann til Perú og þar gerði hann myndina Ruta del Jaca sem styrkt var af hollenska kvikmyndasjóðnum og var frumsýnd á Holland Film Festival 2009.- pbb Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hinn íslenski/hollenski kvikmyndagerðarmaður, Kris Kristinsson, mun frumsýna tvær myndir í Norræna húsinu í kvöld kl. 19.30. Þetta eru myndirnar Ruta del Jaca (73 mín.) og fyrstu tveir kaflar myndarinnar Hjörtu vita (32 mín.) sem er enn í vinnslu. Báðar myndirnar hafa kraftmikla hljóðmynd; báðar flakka þær milli heima, raunverulegra og óraunverulegra; og báðar skapa þær sterkar svipmyndir frá þremur heimsálfum og ólíkum menningarheimum. Myndin Hjörtu vita fjallar um brúði (Unnur Andrea Einarsdóttir) sem berst um í íslensku landslagi og spilar öskuský stórt hlutverk í þeim senum. Greinilegt er að brúðurin er í uppnámi en ekki er ljóst af hverju. Á milli sena koma svo Íslendingar og útskýra/túlka hvað veldur hugarangri brúðarinnar. Þeirra ímyndunarafl og fantasíur skapa þannig frásögnina af brúðinni. Kris Kristinsson ólst upp í Hollandi, faðir hans er Jón Kristinsson arkitekt og móðir hans er Riet Reitsema. Kris vann í fimm ár í Tókýó sem þýðandi úr japönsku. Síðar flutti hann til Perú og þar gerði hann myndina Ruta del Jaca sem styrkt var af hollenska kvikmyndasjóðnum og var frumsýnd á Holland Film Festival 2009.- pbb
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira