Bandaríkjamenn björguðu Danske Bank frá falli 3. desember 2010 09:18 Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, hefði fallið haustið 2008 ef ekki hefði komið til umfangsmikil fjárhagsaðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Á fimm dramatískum dögum þetta haust fékk Danske Bank rúmlega 600 milljarða kr. að láni frá bandaríska seðlabankanum. Þetta kemur fram í máli hagfræðingsins Jacob Kirkegaard sem starfar við alþjóðlegu hugveituna The Peterson Institute. „Danske Bank væri ekki til í dag ef ríkisstyrkur frá Washington hefði ekki komið til," segir Kirkegaard í samtali við Politiken. Lánveitingar til Danske Bank koma fram í yfirliti sem bandaríski seðlabankinn hefur sent frá sér um hvað mikið bandarískir bankar fengu af lánum úr björgunarpökkum seðlabankans. Í heild nemur upphæðin um 3.300 milljörðum dollara en fram kemur að bankar utan Bandaríkjanna fengu fleiri hundruð milljarða dollara af þessu lánsfé. Fyrir utan lánið komu aðrar aðgerðir Bandaríkjastjórnar Danske Bank einnig til góða. Þannig telur bandaríska þingið að sú ákvörðun stjórnvalda að ábyrgjast allar tryggingar hjá tryggingarisanum AIG hafi leitt til rúmlega 240 milljarða kr. ávinnings fyrir Danske Bank. Talsmaður Danske Bank vísar þessari greiningu Kirkiegaard á bug. Bankinn hafi átt möguleika á að fá fjármagn annarsstaðar frá en bandaríska seðlabankanum um haustið 2008. Hinsvegar hafi vaxtaskjörin hjá seðlabankanum verið mun hagstæðari en annarsstaðar og því ákveðið að taka þessi lán þar. Hvað AIG málið varðar segir Danske Bank að villa sé í útreikningum þingsins. Ávinningur bankans hafi aðeins numið rúmlega 20 miljörðum kr. við ábyrgðina á tryggingunum. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, hefði fallið haustið 2008 ef ekki hefði komið til umfangsmikil fjárhagsaðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Á fimm dramatískum dögum þetta haust fékk Danske Bank rúmlega 600 milljarða kr. að láni frá bandaríska seðlabankanum. Þetta kemur fram í máli hagfræðingsins Jacob Kirkegaard sem starfar við alþjóðlegu hugveituna The Peterson Institute. „Danske Bank væri ekki til í dag ef ríkisstyrkur frá Washington hefði ekki komið til," segir Kirkegaard í samtali við Politiken. Lánveitingar til Danske Bank koma fram í yfirliti sem bandaríski seðlabankinn hefur sent frá sér um hvað mikið bandarískir bankar fengu af lánum úr björgunarpökkum seðlabankans. Í heild nemur upphæðin um 3.300 milljörðum dollara en fram kemur að bankar utan Bandaríkjanna fengu fleiri hundruð milljarða dollara af þessu lánsfé. Fyrir utan lánið komu aðrar aðgerðir Bandaríkjastjórnar Danske Bank einnig til góða. Þannig telur bandaríska þingið að sú ákvörðun stjórnvalda að ábyrgjast allar tryggingar hjá tryggingarisanum AIG hafi leitt til rúmlega 240 milljarða kr. ávinnings fyrir Danske Bank. Talsmaður Danske Bank vísar þessari greiningu Kirkiegaard á bug. Bankinn hafi átt möguleika á að fá fjármagn annarsstaðar frá en bandaríska seðlabankanum um haustið 2008. Hinsvegar hafi vaxtaskjörin hjá seðlabankanum verið mun hagstæðari en annarsstaðar og því ákveðið að taka þessi lán þar. Hvað AIG málið varðar segir Danske Bank að villa sé í útreikningum þingsins. Ávinningur bankans hafi aðeins numið rúmlega 20 miljörðum kr. við ábyrgðina á tryggingunum.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira