Lífið

Skaðabæturnar fara til góðgerðarmála

Gefur peningana David Beckham vill fá sextán milljónir punda í skaðabætur. Hann hyggst gefa þær allar góðgerðarmála.
Gefur peningana David Beckham vill fá sextán milljónir punda í skaðabætur. Hann hyggst gefa þær allar góðgerðarmála.

Breska blaðið The Sun greindi frá því í gær að David Beckham hygðist ekki halda nokkru eftir af þeim sextán milljónum punda sem hann ætlar hafa af vændiskonunni Irmu Nici og bandaríska blaðinu In Touch í skaðabótamáli.

Beckham hefur mætt blaðinu af fullri hörku eftir að það birti frétt þess efnis að hann hefði sængað hjá tveimur vændiskonum á hótelherbergi í New York fyrir nokkru. Beckham harðneitar þessum fréttum og hefur höfðað meiðyrðamál á hendur blaðinu, ritstjóra þess, viðmælandanum og útgefandanum sem er þýski risinn Bauer.

Fram kemur í The Sun að peningarnir muni renna beint til Victoriu og David-góðgerðarsjóðsins en hann hefur lagt sitt af mörkum við að hjálpa langveikum börnum úti um allan heim.

„Beckham vill ekki sjá þessa peninga,“ hefur The Sun eftir vini fótboltamannsins. Málsókn Beckhams á hendur vændiskonunni og blaðinu hefur vakið mikla athygli. Irma reyndi að svara fyrir sig í The Sun og sagðist ætla að sýna fram á að það væri Beckham sem væri druslan í málinu.

„Ég hlakka til þess dags þegar ég mæti í réttarsalinn og fæ tækifæri til að segja sannleikann í málinu,“ sagði Irma. The Sun hafði uppi á fjölskyldu hennar í Hollandi sem kom það stórkostlega á óvart að hún væri í vændi. Fjölskyldan sagðist engu að síður standa með henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×