Viðskipti erlent

Straumur höfðar mál gegn David Rowland

Straumur hefur höfðað mál gegn fjárfestingarfélagi í eigu breska auðkýfingsins David Rowland. Rowland fjölskyldan á Havilland-bankann í Lúxemborg en sá banki var áður Kaupþing í Lúxemborg.

Greint er frá málinu í breska blaðinu Telegraph. Þar segir að Straumur geri kröfu um að Rowland greiði tvær milljónir punda fyrir hlutabréf sem keypt voru í tæknifyrirtæki fyrir tveimur árum. Greiðslan hafi aldrei borist Straumi.

David Rowland er í hópi 100 auðugustu manna Bretlands og hefur stutt vel við bakið á Íhaldsflokknum með fjárframlögum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×