Viðskipti erlent

Sérfræðingar NASA rannsaka gallann í Toyota

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Toyota. Mynd/ Valgarður.
Toyota. Mynd/ Valgarður.

Sérfræðingar á vegum geimvísindastofunarinnar NASA í Bandaríkjunum munu rannsaka galla í bensíngjöfum Toyota bifreiða.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum vilja að kannaðar verði orsakir þess að galli í bifreiðunum varð til þess að rúmlega 50 manns hafa dáið í umferðarslysum. Þá heitir samgönguráðherra Bandaríkjanna, Ray LaHood, því að fleiri stofnanir munu koma að rannsókninni sem gert er ráð fyrir að muni kosta sem nemur 400 milljónum íslenskra króna.

Toyota verksmiðjurnar hafa þurft að innkalla 8 milljónir bifreiða á heimsvísu vegna gallans.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×