Rekja gögn Wikileaks til sama hermannsins - Fréttaskýring 30. nóvember 2010 06:00 Ásakaður Bandarísk stjórnvöld telja sig vita að fyrrverandi hermaðurinn Bradley Manning hafi lekið hundruðum þúsunda eldfimra skjala til Wikileaks.Fréttablaðið/AP Hvernig komust ríflega 250 þúsund leyniskjöl frá sendiherrum og sendiráðsfulltrúum Bandaríkjanna í hendur Wikileaks? Hluti þeirra ríflega 250 þúsund skjala úr bandarísku utanríkisþjónustunni sem lekið var til Wikileaks var gerður opinber á sunnudag. Skjölin voru ekki birt á vefsíðu Wikileaks, heldur birtu fimm erlend stórblöð upplýsingar úr þeim á sama tíma í samvinnu við Wikileaks. Talið er víst að uppruni skjalanna sem birt eru nú sé sá sami og uppruni annarra eldfimra skjala sem lekið hefur verið til Wikileaks á árinu. Í apríl síðastliðnum birti Wikileaks myndband sem sýndi árás bandarískra hermanna á óbreytta borgara í Írak árið 2007. Í júlí birtust síðan tæplega 77 þúsund skjöl bandarískra stjórnvalda um stríðið í Afganistan. Bandarísk stjórnvöld telja sig vita hvernig öll þessi gögn láku út. Bradley Manning, sem var bandarískur hermaður, var handtekinn fyrir sjö mánuðum, grunaður um að hafa stolið gögnunum af tölvum hersins og lekið þeim áfram til Wikileaks. Honum hefur verið haldið í einangrun síðan. Manning hafði aðgang að gríðarlegum fjölda leyniskjala á herstöð nærri Bagdad þar sem hann starfaði þar til hann var handtekinn. Hann lýsti því í vefsamtali við tölvuhakkara hvernig hann hlóð gögnunum niður. „Ég mætti með tónlistargeisladisk sem var merktur Lady Gaga eða eitthvað álíka, þurrkaði út tónlistina og skrifaði gögnin á diskinn," skrifaði Manning. „Engan grunaði neitt, ég þóttist vera að syngja með laginu Telephone með Lady Gaga meðan ég hlóð niður því sem sennilega er stærsti einstaki gagnalekinn í sögu Bandaríkjanna," sagði hann enn fremur. Stórblöð leiða fréttaumfjöllunManning hafði aðgang að upplýsingunum í fjórtán klukkutíma á dag, sjö daga vikunnar í meira en átta mánuði, og gat því hlaðið niður ógrynni gagna sem smátt og smátt hafa verið að koma í dagsljósið.Þó að gögnunum hafi verið lekið til Wikileaks hafa nýjustu gögnin ekki enn birst á vefsíðu samtakanna nema að litlu leyti. Aldrei stóð til að birta gögnin þar fyrr en erlendu stórblöðin hefðu hafið birtingu sína, segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks.Ritstjórnir fimm stórra erlendra dagblaða fengu aðgang að þeim gögnum sem nú er verið að gera opinber í marga mánuði áður en fyrstu fréttir af gögnunum voru settar á vef blaðanna á sunnudag.Blöðin eru The New York Times í Bandaríkjunum, The Guardian í Bretlandi, Der Spiegel í Þýskalandi, Le Monde í Frakklandi og El País á Spáni. Þau hafa aðeins birt lítinn hluta af skjölunum, og ekki er víst hvenær gögnin verða birt á vef Wikileaks í heild sinni.Skjölin eru samtals 251.287 talsins, en komust auðveldlega fyrir á litlum minniskubbi sem komið var til dagblaðanna fimm. Samkvæmt frásögn blaðamanns á The Guardian voru öll gögnin aðeins 1,6 gígabæti að stærð. Það er svipað gagnamagn og 80 eintök af Fréttablaðinu í pdf-skjölum.brjann@frettabladid.is Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Hvernig komust ríflega 250 þúsund leyniskjöl frá sendiherrum og sendiráðsfulltrúum Bandaríkjanna í hendur Wikileaks? Hluti þeirra ríflega 250 þúsund skjala úr bandarísku utanríkisþjónustunni sem lekið var til Wikileaks var gerður opinber á sunnudag. Skjölin voru ekki birt á vefsíðu Wikileaks, heldur birtu fimm erlend stórblöð upplýsingar úr þeim á sama tíma í samvinnu við Wikileaks. Talið er víst að uppruni skjalanna sem birt eru nú sé sá sami og uppruni annarra eldfimra skjala sem lekið hefur verið til Wikileaks á árinu. Í apríl síðastliðnum birti Wikileaks myndband sem sýndi árás bandarískra hermanna á óbreytta borgara í Írak árið 2007. Í júlí birtust síðan tæplega 77 þúsund skjöl bandarískra stjórnvalda um stríðið í Afganistan. Bandarísk stjórnvöld telja sig vita hvernig öll þessi gögn láku út. Bradley Manning, sem var bandarískur hermaður, var handtekinn fyrir sjö mánuðum, grunaður um að hafa stolið gögnunum af tölvum hersins og lekið þeim áfram til Wikileaks. Honum hefur verið haldið í einangrun síðan. Manning hafði aðgang að gríðarlegum fjölda leyniskjala á herstöð nærri Bagdad þar sem hann starfaði þar til hann var handtekinn. Hann lýsti því í vefsamtali við tölvuhakkara hvernig hann hlóð gögnunum niður. „Ég mætti með tónlistargeisladisk sem var merktur Lady Gaga eða eitthvað álíka, þurrkaði út tónlistina og skrifaði gögnin á diskinn," skrifaði Manning. „Engan grunaði neitt, ég þóttist vera að syngja með laginu Telephone með Lady Gaga meðan ég hlóð niður því sem sennilega er stærsti einstaki gagnalekinn í sögu Bandaríkjanna," sagði hann enn fremur. Stórblöð leiða fréttaumfjöllunManning hafði aðgang að upplýsingunum í fjórtán klukkutíma á dag, sjö daga vikunnar í meira en átta mánuði, og gat því hlaðið niður ógrynni gagna sem smátt og smátt hafa verið að koma í dagsljósið.Þó að gögnunum hafi verið lekið til Wikileaks hafa nýjustu gögnin ekki enn birst á vefsíðu samtakanna nema að litlu leyti. Aldrei stóð til að birta gögnin þar fyrr en erlendu stórblöðin hefðu hafið birtingu sína, segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks.Ritstjórnir fimm stórra erlendra dagblaða fengu aðgang að þeim gögnum sem nú er verið að gera opinber í marga mánuði áður en fyrstu fréttir af gögnunum voru settar á vef blaðanna á sunnudag.Blöðin eru The New York Times í Bandaríkjunum, The Guardian í Bretlandi, Der Spiegel í Þýskalandi, Le Monde í Frakklandi og El País á Spáni. Þau hafa aðeins birt lítinn hluta af skjölunum, og ekki er víst hvenær gögnin verða birt á vef Wikileaks í heild sinni.Skjölin eru samtals 251.287 talsins, en komust auðveldlega fyrir á litlum minniskubbi sem komið var til dagblaðanna fimm. Samkvæmt frásögn blaðamanns á The Guardian voru öll gögnin aðeins 1,6 gígabæti að stærð. Það er svipað gagnamagn og 80 eintök af Fréttablaðinu í pdf-skjölum.brjann@frettabladid.is
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira