Vopna- og olíusölumilljarðar streyma gegnum Danmörku 14. október 2010 10:53 Flóknar skattareglur gera það að verkum að það er ódýrara fyrir félag á Nýja Sjálandi að eiga fyrirtæki í Kanada ef fjárstreymið liggur í gegnum eignarhaldsfélag í Danmörku. Milljarðar danskra kr. m.a. frá vopna- og olíusölu streyma gegnum Danmörku þegar alþjóðleg stórfyrirtæki fjárfesta um allan heim. Þannig hefst frétt í Jyllands Posten um svokölluð gegnumstreymisfélög í Danmörku sem dönsk skattayfirvöld hafa nú til rannsóknar. Skatturinn er að kanna hvort skattsvik séu stunduð í Danmörku eða öðrum löndum þegar miklar fjárhæðir streyma í gegnum félög sem hafa ekki annan tilgang en þann að stjórna flæðinu. Jyllands Posten segir að talsmenn Bech-Bruun, stærstu lögmannsstofu Danmerkur, viðurkenni að þessir fjármagnsflutningar séu oft eingöngu til að losna við skattgreiðslur. Félögin sem standi á bakvið þetta séu að nýta sér mismun á milli landa hvað varðar skatta af arðgreiðslum og vaxtatekjum. Þessir skattar eru hagstæðir í Danmörku. Bech-Bruun er ráðgjafi fyrir fjölmörg alþjóðleg fyrirtæki sem vilja stofna eignarhaldsfélög í Danmörku. Skattasérfræðingurinn Christen Amby segir að þetta sé vandamál þar sem núverandi kerfi geri það að verkum að Danir séu að grafa undan skattareglum í öðrum löndum. Í fréttinni er tekið sem dæmi að vopnaframleiðandinn Northrop Grumman eigi eignarhaldsfélag með heimilisfangi á skrifstofu Bech Bruun en þetta félag á svo aftur 11 fyrirtæki víða í Evrópu. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flóknar skattareglur gera það að verkum að það er ódýrara fyrir félag á Nýja Sjálandi að eiga fyrirtæki í Kanada ef fjárstreymið liggur í gegnum eignarhaldsfélag í Danmörku. Milljarðar danskra kr. m.a. frá vopna- og olíusölu streyma gegnum Danmörku þegar alþjóðleg stórfyrirtæki fjárfesta um allan heim. Þannig hefst frétt í Jyllands Posten um svokölluð gegnumstreymisfélög í Danmörku sem dönsk skattayfirvöld hafa nú til rannsóknar. Skatturinn er að kanna hvort skattsvik séu stunduð í Danmörku eða öðrum löndum þegar miklar fjárhæðir streyma í gegnum félög sem hafa ekki annan tilgang en þann að stjórna flæðinu. Jyllands Posten segir að talsmenn Bech-Bruun, stærstu lögmannsstofu Danmerkur, viðurkenni að þessir fjármagnsflutningar séu oft eingöngu til að losna við skattgreiðslur. Félögin sem standi á bakvið þetta séu að nýta sér mismun á milli landa hvað varðar skatta af arðgreiðslum og vaxtatekjum. Þessir skattar eru hagstæðir í Danmörku. Bech-Bruun er ráðgjafi fyrir fjölmörg alþjóðleg fyrirtæki sem vilja stofna eignarhaldsfélög í Danmörku. Skattasérfræðingurinn Christen Amby segir að þetta sé vandamál þar sem núverandi kerfi geri það að verkum að Danir séu að grafa undan skattareglum í öðrum löndum. Í fréttinni er tekið sem dæmi að vopnaframleiðandinn Northrop Grumman eigi eignarhaldsfélag með heimilisfangi á skrifstofu Bech Bruun en þetta félag á svo aftur 11 fyrirtæki víða í Evrópu.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira