Lífið

Vinnustofutónleikarnir út um alla borg um helgina

Anna Guðný Guðmundsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir taka þátt í verkefninu.
Anna Guðný Guðmundsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir taka þátt í verkefninu.

Listahátíð í Reykjavík leiðir í dag og á morgun saman myndlistarmenn og tónlistarmenn á Vinnustofutónleikum þar sem myndlistarmenn opna vinnustofur sínar fyrir tónleikum. Alls er um tólf tónleika að ræða sem hefjast á klukkutíma fresti um alla borg.

Fjölbreytt flóra tónlistarmanna leikur á tónleikunum og eins eru vinnustofur myndlistarmannanna sem hýsa tónleikana ólíkar. Óhætt er að segja að þarna sé á ferðinni einstök tónleikaröð jafnt fyrir tónlistar- og myndlistaráhugafólk þar sem til verður samtal milli ólíkra listgreina, listamanna og áhorfenda.

Meðal myndlistarmanna sem bjóða gestum inn á vinnustofur sínar eru Gjörningaklúbburinn, Haraldur Jónsson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Davíð Örn Halldórsson og Magnús Pálsson og meðal tónlistarfólks eru Óskar Guðjónsson, Laufey Sigurðardóttir, Elísabet Waage, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Freyja Gunnlaugsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Kristinn Árnason, Sigríður Thorlacius, Þóra Einarsdóttir, Nýlókórinn og margir fleiri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×