Sport

Adam Scott sigraði í Singapúr

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Adam Scott fagnar sigrinum.
Adam Scott fagnar sigrinum. Nordic Photos/Getty Images
Adam Scott frá Ástralíu sigraði á Barclays meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í golfi í gær en mótið fór fram í Singapúr. Þetta er í þriðja sinn sem Scott sigrar á þessu móti og alls hefur hann sigrað á sjö mótum á Evrópumótaröðinni. Scott lék samtals á 17 höggum undir pari en hann lék lokahringinn á 68 höggum. Hann var þremur höggum betri en Anders Hansen frá Danmörku.

„Tilfinningin er góð, og það var mikilvægt fyrir mig að ná að vinna golfmót eftir langa bið," sagði Scott en hann vann síðast á Evrópumótaröðinni fyrir tveimur og hálfu ári.

Norður-Írinn Greame McDowell deildi þriðja sætinu með Svíanum Rikhard Karlberg en þeir léku báðir á 13 höggum undir pari samtals.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×