Steindi skorar á forsetann að leika í þættinum sínum 22. október 2010 10:00 hasar Tökur á nýrri þáttaröð Steindans okkar eru hafnar. Á myndinni er Steindi nær óþekkjanlegur í gervi ásamt Bent fyrir aftan myndavélina, Didda Fel á hljóðinu og leikaranum Davíð Guðbrandssyni. Fyrir aftan eru Þórunn Antonía, sem leikur í þáttunum, Magnús Leifsson handritshöfundur og framleiðandinn Hrefna Björk Sverrisdóttir.fréttablaðið/Vilhelm Steindi Jr. sló í gegn með þætti sína Steindinn okkar fyrr á árinu. Hann vinnur nú að nýrri þáttaröð sem verður sýnd snemma á næsta ári og dreymir um að fá Ólaf Ragnar Grímsson til að leika í atriði. „Ég er handviss um að forsetinn muni slá til og taka þátt í þessu með okkur," segir grínistinn Steindi Jr. Steindi og félagar hófu tökur á annarri þáttaröð Steindans okkar í vikunni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er ofarlega á lista Steinda yfir þá sem hann vill fá í aukahlutverk í nýju þáttaröðinni. „Við reyndum að fá Ólaf Ragnar í fyrstu seríuna. Ég get lofað þér að hann kemur eftir að hann les þessa frétt. Hann má búast við símtali," segir Steindi kokhraustur. „Annars förum við heim til hans með kameruna - við vitum hvar hann á heima. Við erum með góðar hugmyndir um atriði með forsetanum." Steindi segir nýju þáttaröðina leggjast vel í sig og bætir við að landslið grínista og leikara verði sér innan handar. Þekkt andlit vöktu mikla athygli í síðustu þáttaröð Steinda, en hann harðneitar því að troða frægu fólki í þættina að ástæðulausu. „Mér finnst ógeðslega skemmtilegt þegar fólk kemur og leikur sjálft sig," segir hann. „En við veljum alltaf þá sem okkur finnst passa best í hlutverkin." Og það eru fleiri á óskalista Steinda. „Okkur langar að fá Valda úr Geisladiskabúð Valda," segir hann. „Við spurðum hann einu sinni hvort hann gæti komið, en þá var hann einn í búðinni og gat ekki lokað. Ég sagði honum að við myndum hringja í hann aftur. Valdi er búinn að vera maður fólksins mjög lengi og er körfuboltagoðsögn. Hann á svo sannarlega heima í sjónvarpi." atlifannar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Steindi Jr. sló í gegn með þætti sína Steindinn okkar fyrr á árinu. Hann vinnur nú að nýrri þáttaröð sem verður sýnd snemma á næsta ári og dreymir um að fá Ólaf Ragnar Grímsson til að leika í atriði. „Ég er handviss um að forsetinn muni slá til og taka þátt í þessu með okkur," segir grínistinn Steindi Jr. Steindi og félagar hófu tökur á annarri þáttaröð Steindans okkar í vikunni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er ofarlega á lista Steinda yfir þá sem hann vill fá í aukahlutverk í nýju þáttaröðinni. „Við reyndum að fá Ólaf Ragnar í fyrstu seríuna. Ég get lofað þér að hann kemur eftir að hann les þessa frétt. Hann má búast við símtali," segir Steindi kokhraustur. „Annars förum við heim til hans með kameruna - við vitum hvar hann á heima. Við erum með góðar hugmyndir um atriði með forsetanum." Steindi segir nýju þáttaröðina leggjast vel í sig og bætir við að landslið grínista og leikara verði sér innan handar. Þekkt andlit vöktu mikla athygli í síðustu þáttaröð Steinda, en hann harðneitar því að troða frægu fólki í þættina að ástæðulausu. „Mér finnst ógeðslega skemmtilegt þegar fólk kemur og leikur sjálft sig," segir hann. „En við veljum alltaf þá sem okkur finnst passa best í hlutverkin." Og það eru fleiri á óskalista Steinda. „Okkur langar að fá Valda úr Geisladiskabúð Valda," segir hann. „Við spurðum hann einu sinni hvort hann gæti komið, en þá var hann einn í búðinni og gat ekki lokað. Ég sagði honum að við myndum hringja í hann aftur. Valdi er búinn að vera maður fólksins mjög lengi og er körfuboltagoðsögn. Hann á svo sannarlega heima í sjónvarpi." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira