Viðskipti erlent

Bensínlítrinn kominn yfir 11 krónur í Danmörku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bensínið fer að nálgast hæstu hæðir í Danmörku. Mynd/ AFP.
Bensínið fer að nálgast hæstu hæðir í Danmörku. Mynd/ AFP.
Bensínlítrinn í Danmörku kostar nú ellefu danskar krónur. Það jafngildir 253 íslenskum krónum. Bensínið hefur þó áður verið hærra í Danmörku, en sumarið 2008 fór lítrinn í 12 krónur. Í upphafi níunda áratugar fór bensínverðið upp í 14 krónur.

Michael Mücke Jensen, talsmaður olíuinnflytjenda í Danmörku, segir að ástæðan fyrir verðhækkunum á olíu að undanförnu sé hækkun á heimsmarkaðsverði á olíu og að bandaríkjadalur hafi hækkað gagnvart dönsku krónunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×