Farsími stjórnar lífinu Marta María Friðriksdóttir skrifar 6. júlí 2010 06:00 Nýjasta uppgötvun mín er sú að ég get ómögulega lifað án farsímans míns. Ég áttaði mig á þessu síðastliðinn laugardag. Þannig er mál með vexti að ég hafði mælt mér mót við vinkonu mína á kaffihúsi í miðbænum, sem ekki er í frásögur færandi nema ég var örlítið sein fyrir og ætlaði mér að láta hana vita á leiðinni. Þá vill ekki betur til en svo að ég uppgötva mér til mikillar skelfingar að síminn hafði orðið eftir heima, á eldhúsborðinu. Nú voru góð ráð dýr og ég flýtti mér sem mest ég mátti, lagði á Skólavörðuholtinu og hljóp niður Skólavörðustíginn þar sem ég mætti undrandi augum ferðamannanna á leiðinni. Á kaffihúsið var vinkonan líka sein. Þetta vakti mig til umhugsunar um hversu mikið við reiðum okkur á farsímana. Hver man ekki þá tíma þegar fólk settist rólegt niður á kaffihúsum og beið eftir stefnumóti sínu. Eða þá tíma þegar hægt var að komast í gegnum einn kvöldverð án símhringingar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og síminn hringir stanslaust. Ég man sjálf eftir því þegar við fjölskyldan vorum á ferðalögum um landið og keyra þurfti upp á næsta hól til að ná símasambandi. Reyndar var það ekki einu sinni GSM-samband heldur NMT og oft fannst ekki einu sinni sambandspunktur. Í dag er þetta öðruvísi. Fólk skiptir um símafyrirtæki ótt og títt enda fyrirtækin með miklar kynningarvélar og auglýsingasmiði á sínum snærum. Mér var bara í síðustu viku boðið að skipta um fyrirtæki en það gerði ég síðast um áramótin. Reyndar hafði ég þá verið í rúm tíu ár hjá sama fyrirtækinu. Hvernig væri lífið án farsímanna? Væri samfélagið afslappaðra þar sem símarnir myndu ekki glymja allan daginn, allt árið. Myndum við jafnvel nota heimasímann meira? Ein mamma sem ég þekki kann ekki heimasímanúmer dóttur sinnar sem er nýflutt að heiman. Farsíminn er alltaf í notkun. Aftur var ég minnt á það á sunnudagskvöld hversu farsíminn er mér mikilvægur. Nú var ég reyndar með hann á mér en af einskærri óheppni hafði ég gleymt að hlaða hann og rafhlaðan entist ekki út daginn. Ég á keyrslu um bæinn og þurfti nauðsynlega að hitta á vinkonu. Ekkert varð af því og keyrði ég heim heldur sár út í sjálfa mig. Farsíminn stjórnar lífi mínu. Það hef ég uppgötvað nú, eftir ellefu ára farsælt samband. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta María Friðriksdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Nýjasta uppgötvun mín er sú að ég get ómögulega lifað án farsímans míns. Ég áttaði mig á þessu síðastliðinn laugardag. Þannig er mál með vexti að ég hafði mælt mér mót við vinkonu mína á kaffihúsi í miðbænum, sem ekki er í frásögur færandi nema ég var örlítið sein fyrir og ætlaði mér að láta hana vita á leiðinni. Þá vill ekki betur til en svo að ég uppgötva mér til mikillar skelfingar að síminn hafði orðið eftir heima, á eldhúsborðinu. Nú voru góð ráð dýr og ég flýtti mér sem mest ég mátti, lagði á Skólavörðuholtinu og hljóp niður Skólavörðustíginn þar sem ég mætti undrandi augum ferðamannanna á leiðinni. Á kaffihúsið var vinkonan líka sein. Þetta vakti mig til umhugsunar um hversu mikið við reiðum okkur á farsímana. Hver man ekki þá tíma þegar fólk settist rólegt niður á kaffihúsum og beið eftir stefnumóti sínu. Eða þá tíma þegar hægt var að komast í gegnum einn kvöldverð án símhringingar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og síminn hringir stanslaust. Ég man sjálf eftir því þegar við fjölskyldan vorum á ferðalögum um landið og keyra þurfti upp á næsta hól til að ná símasambandi. Reyndar var það ekki einu sinni GSM-samband heldur NMT og oft fannst ekki einu sinni sambandspunktur. Í dag er þetta öðruvísi. Fólk skiptir um símafyrirtæki ótt og títt enda fyrirtækin með miklar kynningarvélar og auglýsingasmiði á sínum snærum. Mér var bara í síðustu viku boðið að skipta um fyrirtæki en það gerði ég síðast um áramótin. Reyndar hafði ég þá verið í rúm tíu ár hjá sama fyrirtækinu. Hvernig væri lífið án farsímanna? Væri samfélagið afslappaðra þar sem símarnir myndu ekki glymja allan daginn, allt árið. Myndum við jafnvel nota heimasímann meira? Ein mamma sem ég þekki kann ekki heimasímanúmer dóttur sinnar sem er nýflutt að heiman. Farsíminn er alltaf í notkun. Aftur var ég minnt á það á sunnudagskvöld hversu farsíminn er mér mikilvægur. Nú var ég reyndar með hann á mér en af einskærri óheppni hafði ég gleymt að hlaða hann og rafhlaðan entist ekki út daginn. Ég á keyrslu um bæinn og þurfti nauðsynlega að hitta á vinkonu. Ekkert varð af því og keyrði ég heim heldur sár út í sjálfa mig. Farsíminn stjórnar lífi mínu. Það hef ég uppgötvað nú, eftir ellefu ára farsælt samband.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun